Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1992, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1992, Blaðsíða 6
Ásthildur Steinsen: Talsímakonur Erindi flutt á fundi í Ættfræðifólaginu 29.apríl 1992 Mér hefur fundist að það vantaði almenna umræðu á milli félagsmanna í þessu félagi okkar og það er örugglega ekkert því til fyrirstöðu frá stjórn eða félagsmönnum. Þá á ég við umræðu um það sem við hvert fyrir sig erum að gera, því öll erum við á kafi í þessu grúski sem kallað er ættfræði. Þetta er nú orsökin fyrir því að ég er hingað komin og ætlast ég eiginlega til að hér eftir verði opinn vettvangur á hverjum lelagsfundi til að ræða “grúskið”. Mig langar til að leyfa ykkur að fylgjast með því sem ég er að dunda mér við, ef vera kynni að einhver ykkar hefðu eitthvað til málanna að leggja. IVIálið er það að ég er að vinna að gagnasöfnun fyrir starfsmannatal TALSÍMAKVENNA, það er að segja allra þeirra kvenna sem unnið hafa við talsímann frá 1906 er síminn kom til íslands og fram á síðasta ár 1991, því þá voru 85 ár frá komu símans. Margir halda að þetta sé nú ekki mikið verk, því allt sé þetta skráð hjá Pósti og síma. En það er nú ekki því að heilsa. Eftir mikið mas fékk ég uppgefið hjá Pósti og síma um 100 nöfn og það voru aðeins innan við 10 sem mig vantaði, en þar af voru einhverjar skrifstofustúlkur sem aldrei höfðu nálægt símaafgreiðslu komið. Ég hef því orðið að þefa þetta allt uppi, en auðvitað átti ég nokkuð af upplýsingum sjálf frá starfstíma mínum hjá stofnuninni, sem spannaði um 33 ár, ýmist við Landsímann eða talsamband við útlönd. Nú þegar eru um 2100 konur á skrá hjá mér. Ég hugsaði mér í fyrstu að þetta tæki svona 2- 3 ár, en ég er nú þegar komin á þriðja árið, ætli þau verði ekki fimm áður en lokið er að skrá allt. Það var ekki um auðugan garð að gresja hjá ís- lenskum konum að morgni þessarar aldar, hvað atvinnu snerti og ekki um fasta vinnu að ræða varla annað en vist á heimilum eða fiskvinna á reit, hvoru tveggja vinna sem hvorki veitti gleði né framför. Það má því segja að það sé stærsti kaflinn í atvinnu- sögu íslenskra kvenna, er fyrstu konumar réðu sig til símans fyrir aðeins 600 króna árslaun, um 50 krónur á mánuði. Takið eftir því að þetta voru föst laun og ég hefi orðið þess vísari er ég kynni mér líf og starf þessara kvenna, hve þessi laun breyttu lífi þeirra. Þessar stúlkur voru á sínum tíma jafn spennandi og flugfreyjurnar urðu síðar, þær nutu forréttinda að fá laun greidd mánaðarlega og þeir voru alltaf nokkrir sem biðu við dymar, þegar þær losnuðu af vakúnni. Flestar stúlkum- ar eignuðust falleg heimili, þær gátu jú keypt það sem þurfti til, til að setja upp heimili, nokkuð sem tók jafnöldr- ur þeirra allt lífið að eignast. Einnig verð ég vör við það að þessar konur gerðu kröfur til bama sinna ekki síst dætra um að þær menntuðusig. Þeimvar strax ljóst að almenn þekking var grundvöllur fyrir góðri vinnu. Huldumeyjar nefhi ég þær sem hurfu eða enginn veit hvað varð um. Þessar konur eru minn höfuðverkur, því eftir þetta mörg ár eru flestir ættingjar þeirra látnir og fáir til frásagnar um þær eða þeirra hagi, enda mörgum gleymdar. Konur voru ekki mikið út í þjóðlífinu hér fyrr á árum, þær sinntu aðallega búi og bömum allt fram á okkar daga. Það þótti því ekkert tiltökumál þó ekkert fréttist af konum eftir að þær giftust og settu upp heimili. Sumar létust af bamsfararsótt, jafnvel að fyrsta bami og enn aðrar urðu berklunum að bráð, og um miðja öldina fluttu margar konur af landi brott í kjölfar hernámsins, svo það er engin furða þó margir geti þess i æviminningum sínum að hafa alist upp hjá vandalausum eða að heimilið hafi verið leyst upp og börnunum komið fyrir hér og þai'. ísafjörður hefur með sanni verið “vagga símans”, því þeir voru farnir að leggja línur á milli húsa áður en landið komst í símasamband við umheiminn, svo var einnig í Hafnarfirði, en mér vitanlega voru engar konur starfandi við þessa síma. Einnig er talsímafélag starfandi í Reykjavík áður en Landssíminn var stofnaður og þar var fyrsta talsímakonan 1904 í Reykjavík, frk Katrín Kristín Dalhoff sú elsta þeirra systra. Hún varsíðan ráðin til Landssímans og varð síðan varðstjóri þar. Hún lést við vinnu sína þá nýkomin á vaktina, hress og kát að vanda því hún var ákaflega geðgóð og hvers manna hugljúfi er hún hneig fram á borðiö. Hún var borin fram á skrifstofu og náð í lækni, en hún var látin. Frk. Katrín Kristín er eina talsímakonan, mér vitanlega, sem hefur látist við starf sitt. Systir hennar Gróa Dalhoff réðist einnig til símans á fyrstu árum hans og var ætíð nefnd frk. Dalhoff og hafa því allar upplýsingar um þessar systur snúist um hana. Torfhildur systir þeirra vann einnig við símann, en giftist fljótlega og lét af störfum. í bók Heimis Þorleifssonar, sem gefin var út í tilefni af 75 ára afmæli stofnunarinnar, nefnir hann fyrstu talsíma- konuna frk. Gróu Dalhoff og þetta verður að leiðréttast, því rétt skal vera rétt ef sagan á að vera rétt skráð. Það var eitt af mínum fyrstu verkum að leiðrétta þetta við Heimi, því ekki gat ég sett þetta frá mér nema láta hann vita og hvar heimildir væru. Hann var mér alveg sammála sagði að sér hefði alltaf verið sagt frá Gróu, en ekki Katrínu Kristínu. Símablaðið segir skýrt frá þessu og varð ég heldur betur undrandi er ég rakst á þessa grein. Asthildur Steinsen 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.