Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1992, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1992, Blaðsíða 7
En snúum okkur að öðru, - Seyðisfjörður hefur alltaf verið mitt áhugamál því þar kemur ritsímalínan á land 1906 og þar byrj ar “ H A L L ÓIД. Þar eru fyrstu s tarfandi talsímakonur landsins, þegíir stöðin opnar 1906, þær Borghild Dahl Hansen og Dagmar Wathne. í bréfi tilLandssímastjórans, 8.sept. 1915, fráráðherra, stendur eftirfarandi: “Jafnframt því að endursenda yður herra Landssímastjóri hjálagt símskeyti frá stöðvarstjór- anum á Seyðisfirði, er fylgdi bréfi yðar 6. þ.m. skal yður veitt heimild til að senda vana talsímamey til Seyðisfjarð- ar til vinnu á stöðinni þar ísjúkdómsforföllum Valgerðar Jónsdótturfrá Múla ”. Þarna virðist mér að ráðuneytinu hafi orðið á í messunni. Valgerður Jónsdóttir frá Múla var amma Jóns Múla, ég sýndi honum því ljósrit af þessu bréfi, en hann segir þetta vera eitthvert rugl, því hún hafi aldrei unnið við símann enda orðin fullorðin kona þegar síminn kom. Aftur á móti var Hólmfríður Jónsdóttir dóttir hennar bæði talsímakona og símritari, svo og dóttir hennar Valgerður Gestsdóttir Yates síðar. Ég held að þarna sé verið að rugla saman nöfnum Valgerðar Dahl Hansen, sem gifti sig og hætti um þetta leyti og fluttist til Noregs, og Hólmfríðar Jónsdóttur frá Múla, oftast kölluð frk. Múli af yfirmönnum sínum. Eða var einh ver stúlka á Seyðisfirði sem hét Valgerð- ur Jónsdóttir? Ef svo er mun hún hafa verið 19-20 ára 1915 og þá sennilegafædd um 1895. Enginn sem ég hefi spurt, man eftir henni og enginn kannast við neina Valgerði Jónsdóttur á Seyðisfirði. Ég fann eina sem fluttist til Seyðisfjarðar 1916og var vinnukonaþar, giftistog fluttist til Borgaríjarðar eystri, átti þar mörg böm, sem kannast ekki við að móðir þeirra hafi nálægt síma komið á Seyðisfirði. Nú langar mig að spyrja ykkur sem eruð að austan hvort þið hefðuð einhverjar upplýsingar, þó þær kæmu síðar, og vonast ég til að sem flestir hjálpi til að upplýsa málið. Eins og þið sjáið á þessu þá er ýmislegt, sem upp kemur og er ekki alltaf augljóst. Ég ætlaað taka sem dæmi það sem ég kalla: UM NAFNABRENGL OG RÓSUR TVÆR Margir minnast þess eflaust að á fyrsta ári símans var ráðin aðstoðarstúlka með frk. Katrínu Kristínu Dalhoff, sú hét Rósa Einars- dóttir. Lengivelhélt ég að þetta væri syst- ir Lúðvíks málara á Vesturgötu, hann átú systir með þessu nafni, en í hátíðariti, sem síminn gaf út 1931 á 25 ára afmæli símans og frú Kristjana Islandi færði mér, segir að Rósa Einarsdóttir frá Stokkahlöðum hafi verið ein af fyrstu símameyjunum. Rósa gerði stuttan stans við sím- ann, því hún fór aftur norður að Stokkahlöðum í Eyja- firði og bjó þar langa æfi með systkinum sínum til dauðadags. Mér hefur ekki tekist að finnahana ímanntali íReykjavík 1906-7. Þó skalekki svariðfyrirþað. En 1920 er hún heima á Stokkahlöðum ásamt systkinum sínum sögð fædd: 05.03.1882. Hún er því 24 ára þegar Hannes Hafstein “kom með símann” eins og systkini hennar kölluðu það. Þau voru börn Einars Sigfússonar, Einars- sonar Thorlacius, sá var prófastur. Jæja höldum áfram. í Útsvarsskrá 1908 er Rósa E. Thorlacíus skráð símrit- ari, - var hún þá komin á ritsímann eftir allt og auðvitað greiðir hún útsvar, því launin voru hærri á ritsímanum en talsímanum. En, - af hverju er hún núna farin að nota Thorlacíusar nafnið? Athugum fleira, þessi RósaE. Thor- lacius er fædd 26.10.1890, það er að segja 8 árum yngri en hin, þar fór í verra. Eru þær þá tvær alnöfnur að fomafni, föðumafni og ættamafni? Hver á nú að finna út úr svona löguðu? En bíðum við, sú yngri býr þá í Veltusundi 3 b, það hús átti Magnús Benjamínsson úrsmiður, en hún leigir herbergi í hluta af íbúð Valgerðar Steinsen lang- ömmu mannsinsmíns (ekkju séraSteins í Hvammi) og þær hafa sameiginlegt eldhús. í manntalinu frá 1908 stendur að Rósa yngri hafi fæðst á Fellsenda á Rang. Svo ég athuga manntal 1900, Fellsenda, og sé þá að faðir hennar erEinar presturThorlacíusog þettasamaár flytjaþau fráFellsenda, því sr. Einar hafði fengið veiúngu fyrir Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd. í prestsþjónustubók Saurbæjar árið 1900 skráir sr. Einar fyrstu bamsfæðinguna eftir komu sína þangað, með sérlega fallegri rithönd sinni, það er dóttir þeirra prestshjóna, fædd 18.09.1900 skírð Guðlaug, - eins og ég var búin að leita að henni þessari, því hún var líka á Miðstöðinni. Svo þær em þá systur Rósa yngri og Guðlaug, svo nú fara málin loks að skýrast því Rósumar tvær em ekki bara alnöfnur heldur eru þær þremenningar, þær eiga sama langafann: Prófastur Einar Thorlacius synir hans Sigfús og Þorsteinn synir þeirra Einar og Einar dætur þeirra Rósa og Rósa önnur Rósan skrifaði sig Einarsdóttir en hin Thorlacíus. Einhver heimildarmaður minn hafði gefið mér upp nafn frú Kristínar Möller og það hafði ég ritað í hornið á vinnublaðinu ásamt símanúmeri. Allt í einu, þegar ég er sem mest að leita að þessu dettur mér í hug að spyrja Kristínu þessa um Guðlaugu, því ef þær eru skildar þá er hún þó alltaf yngst og næst okkur í tímanum. Þá segir frú Kristín: “Guðlaug var móðursysúr mín og hún lærði hár- greiðslu. Rak í mörg ár hárgreiðslustof- una Carmen, sem var lengi íBankasriæti” “Jahá”, segiég “en hver varþámóðir þín”? “Hún var Rósa Einarsdóttir og faðir minn var sr. Magnús Guðmundsson í Ólafsvík. Mamma felldi niður ættamafnið þegar hún gifti sig”. Nú var mér allri lokið þettavom sveitungarog vinafólktengdaforeldraminna, en prestsfrúin í Ólafsvík var alltaf kölluð frú Rósa. Hvemig átti mér að detta þetta í hug. Og móðir frú Rósu var Jóhanna Aðalheiður Benjamínsdóttir systir Magnúsar Benjamínssonarúrsmiðs. Þar kemur skýringin áað börnin bjuggu alltaf í Veltusundi 3b. framhald á næstu síðu ætiast að vcroi opinn \ett vangur a rjum ncða "grúskið 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.