Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1992, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1992, Blaðsíða 5
Guðjón Óskar Jónsson: Brynjólfur Markússon frá Ægisíðu Einn sérstæðasti bóndi hér á landi á 18. öld var Brynj- ólfur Markússon, sem nefndur var 20 býla Brynki eða Brynjólfur alstaðar. Brynjólfur var fæddur um 1693, sonur hjónanna Mark- úsar Þórðarsonar og Gunnvarar Brynjólfsdóttur, sem bjuggu að Ægisíðu í Holtum, Rangárvallasýslu 1703. Brynjólfur kvæntist um 1715, Sigurveigu, f. 1691, Einarsdóttur prests í Guttormshaga o.v. Magnússonar og konu hans Guðríðar Jónsdóttur. í ættbókum Ólafs Snókdalíns p.384 segir svo: B.M. og kona hans S.E. voru saman milli 40 og 50 ár, höfðu 20 sinnum býlaskipti, máttu sín vel, áttu tíu dæturog einn son. Ennfremur segir þar: Brynjólfur bjó austur á Rangárvöll- um. í ættbókum Jóns Espólíns p.3102 segir svo: Brynjólfur bjó á tveimjörðum í Rangárvallasýslu, en nítján jörðum í Ámessýslu. Brynjólfur hefur verið bóndi yfir 40 ár og hefur búið til jafnaðar tvö ár á hverri jörð. Ekki er lengur vitað um nema sumar þessara jarða. Hér verður reynt að rekja búskaparferil Brynjólfs og varpa fram ýmsum tilgátum. Brynjólfur hefur byrjað búskap um 1715. Séu upp- lýsingar í ættbókum Jóns Espólíns réttar, er Brynjólfur búinn aðbúaáa.m.k. sexjörðumí Ámessýslu fyrir 1729. Líklegt er, að hann hafi búið í Ölfushreppi skömmu eftir 1720, því að dóttir hans fædd 1722 er fósturbarn að Breiðabólsstað Ölfusi 1729. Árið 1729 bjó Brynjólfur að Sandhólaferju í Holtum; 1733 að Króki í Holtum. Hann hlýtur að vera enn bóndi í Króki 1735, því að hann finnst ekki í bændatali í Ámes- sýslu það ár. En næsta ár mun B.M. hafa flutt vestur yfir Þjórsá. Brynjólfur átti um skeið jörðina Krók í Gaulveijabæjar- hreppi (eða a.m.k. hluta jarðarinnar). Hann seldi þrjú hundmð í jörðinni 1750 (sjá Alþingisbækur). Líklegt er að B .M. hafi búið í Króki fyrstu árin eftir að hann flutti að austan. í Króki bjó síðar dótturmaður Brynjólfs, Ólafur Jóns- son, sem hefur kvænzt um 1741, en er með vissu orðinn bóndi í Króki 1747 (Manntalsbækur Ámessýslu). Ekkert er kunnugt um ábýlisjarðir Brynjólfs til 1746, en ekki er ólíklegt, að hann hafi m.a. búið í Skeiðahreppi á þeim ámm, því að dóttir B.M., Ingveldur, giftist bónda í þeirri sveit um 1746. Frá og með árinu 1747 er ferill B.M. nokkuð ljós. Það ár bjó Brynjólfur að Tungu í Grafningi. Árin 1748-1749 bjó hann að Efra-Langholti Hrunamannahreppi. Árið 1750 bjó Brynjólfur í Reykjadal í sömu sveit. Þar var hann í sambýli við sr. Þórð Jónsson, sem var sér- stæður maður. Eru um hann margar sagnir. Á þessum árum, 1747-1750, var hagur Brynjólfs ágætur. Tíund hans var 10 hundruð. Árið 1752bjó B.M. að Syðri-Gegnishólum Gaulverjabæj arhreppi; 1755 að Hellum í sömu sveit. Árið 1756 bjó Brynjólfuríhjáleigu frá Gaulverjabæ, sem mun vera Vöðlakot, en þar er Brynjólfur talinn hafa búið síðast (Sýslumannaævir). Þess er áður getið, að Brynjólfur hafi átt 10 dætur og einn son. Ekki er unnt að nafngreina nema 7 dætur hans. Hér verður gerð nokkur grein fyrir bömum Brynjólfs. 1. Guðrún eldri, f. 1717. Var heima á Sandhólaferju 1729. Ættbækur telja hana vera konu Ólafs Jónssonar f. 1719, d. 1773, bónda Króki, Gaulv. og Mýmm, Villinga- holtshreppi. Hann var sonur sr. Jóns Gíslasonar í Villinga- holtif.1675, d.1757. Við manntal 1762 er þetta heimilisfólk á Mýrum: Ólafur Jónsson 42 ára húsbóndi Guðrún Brynjólfsd. 37 ára kona hans Einar Ólafsson 19 ára Þómnn Ólafsd. 18“ Ásmundur Ólafsson 10“ Jón Ólafsson 9“ Guðlaug Halldórsdóttir 10 ára fósturbam Manntalið 1762 sýnir, að kona Ólafs þá er Guðrún yngri Brynjólfsdóttir, en aldur hennar og bama sýnir greinilega, að Guðrún yngri getur ekki verið móðir eldri barnanna. Ólafur hefur verið tvíkvæntur. Fyrri kona hans hefur vafalaust verið Guðrún eldri Brynjólfsdóttir, eins og ættbækur herma. Einar Ólafsson hefur heitið eftir langafa sínum, sr. Einari í Guttormshaga. E.Ó. finnst ekki í Manntali 1801. Þómnn Ólafsdóttir var fyrri kona Ólafs Þorleifssonar í Fljótshólum. Þau skildu með lögmannsdómi árið 1799. Þetta skilnaðarmál hefur orðið svo frægt að komast í ritið Öldin átjánda við árið 1798, bls. 239, með fyrir- sögninni: Fljótshólahjón skrifa kóngi. 2. Agnes Brynjólfsdóttir, f. 1720, d. fyrir 1762. Var fósturbam að Stúfholti, Holtum árið 1729 hjá föðursystur sinni, Guðrúnu og manni hennar. Agnes giftist um 1748 Jóni Þorsteinssyni, f. 1716. Þau bjuggu að Efraseli, Hmnamannahreppi og Ásólfsstöðum, Gnúpverjahreppi. Jón var þríkvæntur og var Agnes mið- kona hans. Jón var sonur Þorsteins Bergþórssonar bónda, Bakkarholti, Ölfusi 1729, síðar bónda í Geldingaholti, Gnúpveijahreppi. Böm Jóns og Agnesar vom: Sigríður, kona Guðmundar Sveinssonar, Miðbæli, Skeiðum, Margrét, kona Kristjáns Jónssonar, Miðhúsum, Guðjón Óskar Jónsson 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.