Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1992, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1992, Blaðsíða 6
Gnúpv., Helga, 3. kona Jóns Jónssonar, Háholti, Gnúpv., fyrr bryta Skálholtsstaðar, Bjarni að Löndum, Miðnesi, tvíkvæntur, Sigríður, ógift. Miklar ættir eru frá þessum systkinum. 3. Gunnvör Brynjólfsdóttir, f. 1722, á lífi 1762. Var fósturbam á Breiðabólsstað, Ölfusi, 1729. Maður Gunn- varar var Snorri Kolbeinsson, bóndi Egilsstöðum, Vill. 1762. Gunnvör var 2. kona Snorra, þau líklega bamlaus. Snorri átti fyrr Þuríði Jónsdóttur og böm. 4. Ingveldur Brynjólfsdóttir, f. 1723, d. eftir 1753. Maður hennar um 1746 var Helgi Þórðarson, bóndi Andrésfjósum, Skeiðum. Ingveldur var fyrri kona Helga. Böm þeirra, sem upp komust: Jón bóndi á Helgastöðum, Bisk., 1801, kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur, Guðrún, kona Halldórs Gíslasonar, Kjóastöðum, Bisk., 1801, Gróa, kona Jóns Jónssonar, Neistastöðum, Vill., 1816. Þau áttu börn og eru ættir frá þeim. Helgi Þórðarson bjó með seinni konu sinni, Guðrúnu Þorsteinsdóttur, að Álfsstöðum, Skeiðum. Frá þeim er mikil ætt, er kallast Álfsstaðaætt. 5. Þorgerður Brynjólfsdóttir, f. 1724, d. 13. júlí 1785 að Hamri, Gaulv. Maður hennar hefur verið Þórður Jónsson, f. 1712, á lífi 1772, bóndi Garðhúsum, Gaulv., 1762. Kona hans ónafngreind í Mt-1762 er 38 ára, sem er hárréttur aldur Þorgerðar. Böm þeirra voru: a) Herdís, f. 1754 Garðhús, kona Þorláks Ólafssonar, bónda, Hamri 1781-1785, Snóksnesi 1801. Herdís er ekkja í Snóksnesi í M-1818, p.294. b) Hólmsteinn, f. 1760 Garðhús, bóndi Gaíli, Vill., tvíkvæntur. Fyrri kona Ellisif Snorradóttir, Egilsstöðum, Kolbeinssonar. Seinni kona Guðrún Einarsdóttir. Ættir eru frá báðum þessum systkinum. í ættbókum Steingríms biskups Jónssonar, p.4515, segir svo um dætur Brynjólfs: Guðrún eldri átti ÓlafÞorláksson. Guðrún yngri átti Þórð Jónsson. Þetta er ónákvæmt, en er þó vísbending um, að þessir menn hafi verið dótturmenn Brynjólfs. Þórður Jónsson átti Þorgerði, eins og sýnt hefur verið fram á. Ólafur Þorláksson bjó á Ragnheiðarstöðum. Hann var faðir Þorláks bónda Hamri og Snóksnesi, sem fyrr er nefndur. Það er nær óhugsandi, að Ólafur hafi verið kvæntur ókunnri dóttur Brynjólfs Markússonar og sonur þeirra hafi verið Þorlákur bóndi Hamri. Hugsanlegt er, að Ólafur hafi verið seinni maður Þorgerðar Brynjólfsdóttur (seinna hjónaband beggja). 6. Guðrún Brynjólfsdóttir yngri, f. 1725, á lífi 1801. Hún var seinni kona systurmanns síns, Ólafs Jónssonar bónda Króki og Mýmm, eins og áður hefur verið sýnt fram á. Böm þeirra voru: Ásmundur bóndi Landakoti Vamsleysuströnd, kvæntur Sigríði Jónsdóttur, Jón eldri, bóndi Hólmaseli, Vill., kvæntur Vilborgu Jónsdóttur, Jón yngri, bóndi Gafli, Vill., kvæntur Þóm Einarsdóttur. Ættir eru frá öllum þessum bræðrum. Guðrún Brynjólfsdóttir er á Ragnheiðarstöðum 1801, sögð ekkja í annað sinn. Hún var búlaus í Arabæ, Gaulv. 1799. Seinni maður Guðrúnar hefur verið systurmaður hennar, Snorri Kolbeinsson, bóndi Egilsstöðum 1762, en seinna bóndi Arabæ 1768-1772 eða lengur. Jón Brynjólfsson prestur á Austurlandi, bróðir Guð- rúnar, og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir, voru á hrakn- ingi á Suðurlandi árin 1776-1779. Ólafur, sonur Jóns og Ingibjargar, var fæddur í Arabæ 1779. Hann hefur vafa- laust borið nafn Ólafs á Mýrum, fyrra manns húsfreyjunn- ar í Arabæ. Ólafur, sonur sr. Jóns, var bóndi að Svínafelli, Hjalta- staðaþinghá, 1816 (M-1816, p.47). 7. Guðlaug Brynjólfsdóttir, f. 1726, d. 25. febr. 1785, Ragnheiðarstöðum. Guðlaug var ógift, en dóttir hennar er sennilega sú Guðlaug, f. 1752, Halldórsdóttir, sem er fósturbarn að Króki 1762 hjá Guðrúnu yngri Brynjólfsdóttur, systur Guðlaugar. Guðlaug Halldórsdóttir finnst ekki í Manntali 1801. 8. Jón Brynjólfsson, prestur á Austurlandi, f. 1735, d. 15. des. 1800. Kona hans var Ingibjörg Sigurðardóttir, d. 4. sept. 1834, talin 91 árs. Líf sr. Jóns var mjög erfitt. Verður ekki rætt um það hér, en vísast til íslenzkra æviskráa. Böm þeirra hjóna voru 10. Þau ólust upp á góðum stöðum austanlands og mönnuðust vel. Þau voru öll búsett á Austurlandi utan ein dóttir, Bóel, sem var húsfreyja á Fossi á Síðu og víðar í V-Skaft. Miklar ættir eru frá þessum systkinum. Vísast hér til ritanna Ættir Austfirðinga og Vestur-Skaftfellingar 1703- 1966. Töggur í nefi (Jóhannes Guðmundsson bjó á Fjalli á Skagaströnd og síðar á Stein- nýjarstöðum á fyrra hluta 19. aldar. Hann varfæddur 19. apríl 1789 og dó 7. febrúar 1863. Jóhannes var góður bóndi og vel viti borinn. Ekki fara sögur af því, að hann væri umfram aðra menn um líkamsatgerfi. En svo taldi hann sjálfur og sagði grönnum sínum og gestum hinar hrikalegustu sögur af mannraunum sínum, afrekum og ævintýrum, er hann hefði ratað í) Jóhannes hafði ás mikinn yfir sundi milli skemmu og bæjardyra. Það var rekaviðartré, tólf álna langt og feðm- ingur að gildleika. Það bar til um vetur, að Jóhannes var að koma heim frágegningum. Fjárhúsin voru langt suðurá túni, ennú var norðanbylur og í veðrið að sækja fyrir Jóhannes. Ekki sá handaskil fyrir hríðarsorta, og var veðrið svo mikið, að allt lék á reiðiskjálfi. Þegar Jóhannes kemur í nánd við bæinn, finnur hann að eitthvað hart kemur við nef honum, en hann skeytir því engu og hraðaði sér í húsaskjólið. Hríðinni slotaði um nóttina. Morguninn eftir, er Jóhannes fór í fjárhúsin, fann hann ásinn mikla þverbrotinn suður á túni. Veit hann þá, hvers kyns er. Tréð hafði fokið í hríðarbylnum, lent ánefi hans og brotnað þar. En slíkt var nefið, að á því sá hvorki mar né skeinu. Magnús Bjömsson á Syðra-Hóli: Feðraspor og Fjörusprek 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.