Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1992, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1992, Blaðsíða 8
Nokkrar athUQaSGmdír Ríkey Helga Sigríður viö feröasögu Björns Eiríkssonar um Eyrarsveit. framhald af bls. 3 Þá er fyrst til að taka að setja Kirkjufellið á réttan stað. Þegar komið er af Búlandshöfða og ekið inn í Eyrarsveit er Kirkjufellið á vinstri hönd og Mýrarhyma á hægri. Og eftir að hafa ekið Grundarbotninn (Halann), fórum við í Framsveit, framhjá Setbergi og bæjum í Bárar- plássi og fram að Hallbjarnareyri. Ekki var hægt að komast lengra, því þá tók við vondur vegur og Hjarð- arbólsá óbrúuð, svo við komumst ekki kringum Eyrar- fjall. En að snúa bílnum á Hallbjamareyri var æði erfitt, en það tókst með lagni Sæmundar bflstjóra. Svo var ekið til baka og inn í Kolgrafaíjörð. Upp af Kolgrafafirði er Eyrarbotn, og upp af honum er skarð yfir fjallið, sem heitir Tröllaháls, sú leið liggur ofan í Hraunsfjörð. Var hún fjölfarin gangandi mönnum áður en bílvegur kom fyrir Kolgrafamúlann. Ég vil endilega hafa hreppamörk Eyrarsveitar og Helga- fellssveitar rétt, þau em um Hraunsfjörð, sem gengur inn úr Kolgrafafirði, og hlíðin inn með Hraunsfirði að vest- anverðu heitir Straumhlíð, og gat ég þess í sveitarlýsingu minni af Eyrarsveit í ferðalaginu. Hraunsfjörður hefur heitið svo, að fomu og nýju, þó einhverjir hafi ef til vill kallað fremsta hluta hans Selja- fjörð. Fararstjóri var Þórarinn Guðmundsson. Kristín Guð- mundsdóttir frá Skiphyl og undirrituð sögðu frá æsku- slóðum sínum. Hólmfríður Gísladóttir Hrafnabjörgum í Ögursveit. Bam Magnúsar og Þóreyjar Friðriksdóttur vinnukonu á Hvítanesi var Magnína Guðný, f. 26. okt. 1871. Hún giftist Albert Jónssyni jámsmið á ísafirði. Magnús Jónsson og Kristín kona hans vom á þessum ámm vinnuhjú á Hvítanesi. Rebekka Bjamadóttir var vinnukona á Hvítanesi 1872 og 1873. Samtíma henni vom þar bæði Jóh. Kristján Karl Ebenesersson og Magnús Jónsson báðir rúmlega fertugir vinnumenn. Það er vitað meðal afkomenda Guðnýjar Magnúsdóttur á ísafirði að Helga ljósmóðir var hálfsystir Guðnýjar. Magnús Jónsson dó í ársbyrjum 1893. Þegar Ríkey Helga Sigríður fór tvítug af heimaslóðum hefur hún sjálfsagt talið sig vita um rétt faðemi sitt og breytt föðurnafni sínu í samræmi við það. í drögum Ólafs Þ. Kristjánssonar að æviskrám Önfirðinga (bls.125) er getið Helgu Magnúsdóttur. Eftir að hafa getið fæðingardags og að foreldrar hennar væru Jóh. Kristján Karl Ebenesersson og Rebekka Bjamadóttir ógift vinnuhjú, segir Ólafur: “hér er eitthvað bogið við”. Svo mun fleirum hafa þótt er reynt var að rekja ævislóð þessarrar konu og að átta sig á þeirri breytingu er varð á nafnritun hennar eftir að hún fór af æskuslóðum. Hér að framan hefur verið leitast við að sýna að Ríkey Helga Sigríður Kristjánsdóttir, er fæddist 4. desem- ber 1873 á Hvítanesi væri sú sama og endaði ævi sína á ísafirði 2. janúar 1911 og er þar skráð Helga Ríkey Sigríður Magnúsdóttir, ekkja 36 ára, án þess að heimilis eða starfs sé getið í dánarskránni. Ábm.: Hólmfríður Gísladóttir, hs. 74689 Ritnefnd: Anna G. Hafsteinsdóttir hs. 618687, Klara Kristjánsdóttir hs. 51138, Hálfdan Helgason hs. 75474 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.