Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 1
FRETTABREF rFRÆÐIFELAGSINS 8. tölublað 10. árg. Desember 1992 Frá félagsfundi. Almennur félagsfundur í Ættfræðifélaginu 5 .nóv. 1992 að Hótel Lind við Rauðarárstíg í Reykjavík. Húsið var opnað Kl. 19.30. fyrir bókakynningu. Formaður setti fundinn og stjómaði honum, bauð félagsmenn og gesti velkomna, gaf síðan Ólafi Jenssyni lækni orðið. Ólafur Jensson hóf mál sitt á því að þakka Hólmfríði Gísladóttur fyrir að gefa sér tækifæri til að kynna ætt- fræðikunnáttu sína á fundi í Ættfræðifélaginu. í yfirgripsmiklu og fróðlegu erindi Ólafs Jenssonar, sagði hann frá læknastarfi fyrr á öldum, löngu fyrir daga Bjama Pálssonar læknis. Uppbyggingu lækna- og ljós- mæðrakennslu og störfum hér á landi. Til skýringar á erindi sínu, var ræðumaður með skyggnur af áatölum og ættarskrám af viðkomandi fólki er fjallað var um í er- indinu. Ólafur Jensson læknir lauk erindi sínu, á skýringum á læknisfræðilegri erfðafræði og gaf fundarmönnum inn- sýn í hvemig slík fræði em unnin. Fundarstjóri þakkaði Ólafi Jenssyni fyrir fróðlegt og skemmtilegt erindi. Þá skýrði fundarstjóri frá því að Grunnvíkingabók, 2. bindi, eftir Guðrúnu Ásu Grímsdótt- ur og Lýð Bjömsson væri til sölu hjá Steinunni Guð- mundsdóttur. Ennfremur að Hálfdan Helgason hefði nú lokið gerð nafnalykla fyrir manntalið 1816. Eftir kaffihlé bað Ásthildur Steinsen um orðið og talaði um talsímakonumar sínar. Þakkaði hún félags- mönnum fyrir skjót og góð viðbrögð sem fyrr, vegna fyrirspurna sinna til þeirra, og lagði fram fleiri fyrirspumir til fundarmanna um talsímakonur. Næstur tók úl máls Guðmundur Guðni Guðmundsson rithöf. og ræddi um nafnið “Helvítus” frá öðru sjónarhomi en Dr. Fríða Sig- urðsson. Amgrímur Sigurðsson tók til máls, þakkaði Ólafi Jenssyni lækni fyrir hans fróðlega og skemmtilega erindi. Talaði Amgrímur um orðið “salemi”, komu fram fróðleg- ar og skemmtilegar útfærslur hjá honum á þessu hugtaki. Taldi hann orðið komið frá borginni Salerno á Ítalíu, er var nefnd í erindi Ólafs Jenssonar læknis, borg hreinlætis og heilbrigði. Hólmfríður Gísladóttir tók síðast til máls, sagði frá vinnu við manntalið 1910 og möguleikum á útgáfu þess. Formaður sleit fundi Kl. 22.45, fundarsókn var mjög góð. Ritari. Frásögn formanns Ættfræðifélagsins af störfum nefndar vegna Manntalsins 1910 Góðir fundarmenn! Ég ætla að segja ykkur frá vinnu við manntalið 1910. Nefndin, sem á að sjá um útgáfu á manntalinu, kom saman 26. ágúst s.l. og fengum við Stefán Hjartarson hjá Þjóðskjalasafni til að ræða um samræmingu á texta. Stefán Hjartarson er fulltrúi Þjóðskjalavarðar í sam- bandi við manntalið 1910. Við sem höfum unnið að manntalinu, komum saman einu sinni í viku og sumir oftar, í húsakynnum Þjóðskjala- safns við Laugaveg. Það sem við erum að gera, er að setja ýmsar viðbætur úr frumritinu inn á tölvuútskriftina. Svo förum við með viðbætumar úl Erfðafræðinefndar og starfsfólk hennar bætir þeim inn á tölvuna. Nú höfum við fengið aðra útskrift hjá Erfðafræði- nefnd og emm farin að enduryfirfara. Okkur í útgáfunefndinni hefur dottið í hug að gefa manntalið út í heftum, svona svipað og Manntalið 1816. Það yrði sennilega ódýrara. En hvenær við getum hafið útgáfu er ekki gott að segja, það lítur ekki vel út með peninga. Við fengum ekki styrk fráríkinu fyrir árið 1992, sem við vonuðumst eftir, því við höfum fengið hann undanfarin ár. Hvað sem verður síðar. Hólmfríður Gísladóttir 1

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.