Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 2
Ólafur Jensson: Ljósmæður, læknar og ættfræði Frá upphafi íslandssögu hefur þjóðin lengst af búið að mestu við læknis- og fæðingarhjálp, sem látin var í té af sjálfmenntuðum körlum og konum. Eftir að kristni festi rætur í landinu var hjálpar að vænta hjá prestum, sem fengu menntun í nokkrum fræðigreinum, auk trúfræði og var læknisfræði þar á meðal. Sem dæmi um þátt presta í lækningum fyrri alda má nefna íjóra þekkta lækna í klerka- stétt íslands. Allítarlega upptalningu á þeim sem borið hafa læknisheiti eða verið kenndir við lækningar má lesa um í inngangi læknatalsins "Læknar á íslandi” 1945, sjá heimildir. Séra Hrafn Sveinbjörnsson, læknir (f. um 1170 d. 1213) var frægastur prestur og læknir frá því um 1100 og bjó á Eyri - sem nú heitir Hrafnseyri við Amarfjörð. Margt sem sagt er um hann er með helgisagna blæ. Hrafn fór víða um lönd í pílagrímsferð til að efla sig í fræðunum. Sagt er að hann hafi komið til Englands, Frakklands, Spánar og Rómar og jafnvel gist í Salemo á Ítalíu. Á hans tíma stóð arabíska læknislistin með miklum blóma og læknaskólinn í Salemo á Ítalíu var í fararbroddi í læknavís- indum á þessu tímaskeiði. Hrafn var af þekktri ætt lækningamanna og sýnir okkur gott dæmi um það sem algengt er að saman fer hæfni og starfshefð í sömu ætt. Atli Höskuldsson langafi Hrafns var valinn til læknis- verka eftir omstuna á Hlýrskógarheiði 1043, sem Magnús konungur háði. Atli var nefndur ,algjör” læknir. Svein- bjöm faðir Hrafns var kallaður ,læknir góður”. Séra Þorkell Arngrímsson, læknir (f. 1629 d. 1677) var sonur Amgríms lærða og er talinn fyrsti lærði læknir- inn hér á landi. Hann samdi merka lækningabók "Curationes”, sem Vilmundur Jónsson landlæknir bjó til útgáfu hjá Helgafelli 1949. Sú bók gefur fróðlega mynd af fræðilegu stigi lækninga á 17. öld. Þótt menntun Þorkels til læknisstarfa væri í besta lagi á þeirra tíma mælikvarða, lét hann ekki mikið til sín taka við læknisstörf. En sonur hans Þórður (um 1661-1742) mun vera hinn fyrsti hér á landi, sem gerði sér lækningar að höfuðstarfi. Annar var Jón Steinsson læknir Bergmann (1696-1719) biskupsson frá Hólum er dó ungur. Séra Þórður Vídalín læknir (f. 1661 d. 1742) var fæddur í Görðum á Álftanesi um 1661 og dáinn í Bræðra- tungu í Biskupstungnahreppi 14. janúar 1742. Foreldrar hans vom Þorkell prestur og læknir í Görðum Amgríms- son og kona hansMar- grét Þorsteinsdóttir prests í Holti undir Eyjafjöll- um Jónssonar. Hann lagði einkum stund á náttúmvísindi og lækn- isfræði en tók póf í guðfræði 1684. Hann var heyrari í Skálholti 1686og rektorþar 1688- 1690 en var embættis- laus upp frá því og helg- aði sig aðallega lækn- isstörfum og mun tíðast hafa stundað kennslu jafnframt. Jón Steinsson (Bergmann) læknir (f. 1696 d. 1719) var fæddur í Hítardal 1696, dáinn á Hólum í Hjaltadal 4. febrúar 1719. Foreldrar hans voru Steinn (1660-1739) prestur í Hítamesi, síðar biskup á Hólum Jónsson og kona hans Valgerður Jónsdóttir. Hann var skráður í stúdenta- tölu Hafnarháskóla 1715 og Iagði stund á læknisfræði, en lauk ekki prófi en mun hafa fengist við lækningar og til hans er rakin lækningabók. Fyrsti landlæknir: Ljósmæðra- og læknaskóli Til að gera sér gleggri grein fyrir því framfaraskeiði, sem hófst í landinu um miðja 18. öld er nauðsynlegt að muna eftir tveim hugsjónarstefnum í Evrópu, sem höfðu mikil áhrif á viðhorf manna og athafnir. Önnur var hreintrúarstefnan, pietisminn innan Iúthersku kirkjunnar en hin upplýsingin eða fræðslustefnan. Báðar þessar stefnur hófust til vegs um 1700 og öldur þeirra risu hátt og bárust til landsins um og eftirmiðjaöldinaog höfðu mikil og varanleg áhrif hérlendis eins og erlendis. Fulltrúi Danakonungs og boðberi hreintrúarstefnunnar hér á landi var Lúðvík Ilarboe, sem var Skálholtsbiskup eftir komu sína hingað 1742. Hann kannaði rækilega kristnihald í landinu meðan hann starfaði hér og setti skýrar reglur bæði um kristnihald og bamafræðslu. Hann hafði mikil áhrif á unga presta og kemur það einkar vel fram í sjálfsævisögu séra Þorsteins Péturssonar á Staðar- bakka í Miðfirði, sem prófaði Bjarna Pálsson við loka- próf úr Hólaskóla. Helstu boðberar fræðslustefnunnar voru fóstbræðum- ir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. Þeir vom eins og alkunnugt er gerðir út af Vísindafélagi Dana til að kanna náttúm og hagi landsins um miðja öldina. Greinargerð þeirra er Ferðabókin, sem kom út 1772, þekkt öndvegisrit um þjóðhagi á íslandi á þessum tíma. Bjarni Pálsson var skipaður fyrsti landlæknir á íslandi 18. mars 1760 og tók við embættinu það sama ár. Bjami Pálsson landlæknir hóf ljósmæðrakennslu fljót- lega eftir að hann setti sig niður og tók til starfa að Bessa- stöðum á Álftanesi. Við kennsluna naut hann liðs dansk- rar ljósmóður Margrethe Katarine Jensdatter Benedix Magnussen, sem fædd var um 1718 í Danmörku og dó 19. Ólafur Jensson 2

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.