Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1993, Síða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1993, Síða 1
FRETT ABREF rFRÆÐIFELAGSINS 1. tölublað 11. árg. Janúar1993 Frá félagsfundi. Almennur félagsfundur í Ættfræðifélaginu, fimmtu- daginn 3. des. 1992 að Hótel Lind við Rauðarárstíg. Húsið var opnað klukkan 19.30 fyrir bókakynningu. Fonnaður setti fundinn og stjómaði honum. Aðalefni fundarins var litskyggnusýning Þorsteins Jónssonar bókaútgefanda. Ættfræðistofa hans hefur á undanfömum árum komið sér upp safni af gömlum bæjar- myndum víðsvegar af landinu. Þorsteinn bað fundargesti um að láta sig vita ef þeir vissu af slíkum myndum. Hluti af þessu safni er óskráður og reyndu fundargestir að geta sér til um af hvaða bæjum og húsum skyggnurnar væm. Fundarstjóri þakkaði Þorsteini Jónssyni fyrir athyglis- verða sýningu. Eftir kaffihlé gaf formaður orðið laust. Fyrstur tók til máls Jóhannes Kolbeinsson og þakkaði Þorsteini Jónssyni fyrir myndasýninguna og ritstjóm Fréttabréfsins fyrir gott blað sem hafi stórlega batnað. Siðan tók Jón Valur Jensson til máls og þakkaði Þorsteini Jónssyni sömuleiðis fyrir góða myndasýningu. í máli hans kom meðal annars fram að ráð væri fyrir Þorstein að halda fund með gömlum Reykvíkingum, sem kynnu að þekkja einhveija myndanna. Ekki tóku fleiri til máls og var fundi slitið kl. 22.25. Fundarsókn var mjög góð. Fundarritari Stjórn Ættfræðifélagsins sendir félagsmönnum öllum, bestu nýársóskir og þakkar samstarf á liðnu ári. 1

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.