Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1993, Síða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1993, Síða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFEL AGSIN S 5. tölublað ll.árg. júní1993 Laugardaginn 26. júní n.k. verður haldið í hina árlegu sumarferð Ættfræðifélagsins. Leiðin liggur að þessu sinni um hina sögufrægu Dalasýslu. Lagt verður af stað frá Umferðar- miðstöðinni, vestanmegin, kl. 8.00 - stundvís- lega. Heimkoman ræðst nokkuð af veðri en ætti að verða um kl. 22.00. Leiðsögumenn í Dölum verða Einar G. Pétursson cand. mag. frá Stóru Tungu og Eggert Th. Kjartansson, sumarbóndi í Fremri-Langey. Fararstjóri í ferðinni verður Guðmar Magnússon. Áætlað er að fara um Heydal á vesturleið en Bröttubrekku suður. Keyrt verður, eins og fram kemur á meðfylgjandi korti, um Suðurdalina, Hvammssveit og Fellsströnd, fyrir Klofning, inn Skarðsströnd og Saurbæ og Svínadalinn til baka að Laugum. Snæddur verður hádegisverður á Edduhót- elinu að Laugum í Sælingsdal og geta þeir sem þess óska keypt sér þar heitan mat. Matarkaupin þarf að panta sérstaklega um leið og ferðin er pöntuð. Kaffistopp fer eftir veðri og vindum en þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti til dagsins. Fargjald er krónur 2500 fyrir 13 ára og eldri, 1000 krónur fyrir yngri, sem taka sæti. Samið hefur verið við hótelið að Laugum um kjötsúpurétt og kaffi á eftir og er verð ca. 1300 krónur. Þátttöku skal tilkynna til einhvers eftirtalinna aðila: Guðmar Magnússon, sími 625864 e. kl. 17.00 Klara Kristjánsdóttir, sími 51138 Kristín H. Pétursdóttir, sími 12937 e. kl. 17.00 Guðfinna Ragnarsdóttir, sími 681153 AKRANES^^ SELTJARNARNES^ Siufwyft' a/\ V1 w w Ko»*<lir REYKJAVll Alftane^ GARÐABÆR§ HAFNARFJÖROU^

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.