Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1993, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1993, Blaðsíða 4
aðkreppti ásíðarihelmingi 19 .aldar. Áíslandinutuþessi úrræði hvorki fylgis ráðamanna né bænda að því er virðist, andúð ríkti á húsmönnum og þurrabúðarmönn- um. Andúðin áþurrabúðarmönnum er skiljanlegri vegna þess að með þeim misstu bændur af vinnukrafti, en einnig óttuðust þeir sveitarþyngsli af þeirra völdum ef hamaði í ári. “Tómthúss- og þurrabúðarfólks lífhefur um aldur og æfi þótt hið skaðvænlegasta landinu”, skrifar landsfaðir- inn Magnús Stephensen árið 1812. “Svipull sjávarafli hefur leitt margan ítóman kofa, til að eyða þar dögum og mánuðum saman í ómennsku, ala upp við sömu, og óþrifnað, já alloft óknytti, fjölmennan ungdóm, er fátt gagnlegt eða gott lærði.” (Hentug handbók fyrir hvöm mann). Óbeitin áhúsmönnunum var kanski ekki eins sterk enda vom þeir oft bændafólk í einhvers konar biðstöðu eða millibilsástandi. Samt stóð bændum stuggur af íjölgun þeirra. Hugmyndin um markvissa uppbyggingu húsmannastéttarkomstádagskráaðminnstakosti tvisvar, um 1770ogafturumaldamótinl900. Tilgangurinnvarað ráða bót á vinnuaflsskorti þannig að þessir húsmenn ynnu fyrir húsbóndann meðfram sínum smábúskap líkt og gerðist í Noregi og Danmörku. Hugsuðu menn sér þetta þannig að húsmaðurinn hefði einhvern lítinn bústofn fyrir sig og fjölskyldu sína, fengi hluta úr túni og engjum bónda til eigin nota, en ynni fyrir bónda meðfram. Ólíkt bændum í Noregi og Svíþjóð vildu íslenskir stéttabræður þeirra lítið með húsmenn hafa, þeir væru gróðrarstía örbirgðar og volæðis og gætu orðið búandi mönnum til mikilla þyngsla ef harðnaði í ári. Haganlegast væri að skylda þá sem bj uggu ekki á j örð að gerast vinnufólk, slíkt þjónaði bændum best auk þess sem vinnumennskan hafði ómetanlegt uppeldislegt gildi fyrir ungt fólk. Vinnuvistarskyldu var af þessum sökum viðhaldið sem svo var hert á undir lok 18. aldar að slíkt átti sér vart hliðstæðu í öðrum Evrópulöndum. Lausamannstilskip- unin frá 1783 bannaði svo að segja alla lausamennsku og skipaði búlausu fólki að takasér vist hjá bændum. Kanna þyrfti sérstakleganánustu tildrög þessarar ströngu löggjaf- ar en tilefni hennar var vafalaust hin mikla sókn fólks til sjávarsíðunnar vegna fjárkláðans sem geisaði á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar og breytt verðlag á afurðum landsmanna með nýjum taxta einokunarverslunarinnar 1776, sem hækkaði sjávarvöru en lækkaði landvöru. Margir ungir menn gerðust lausamenn á þessum árum og þyrptust vestur undir Jökul þar sem þeir höfðu miklu hærra kaup en vinnumenn bænda. Bændur þoldu ekki vaxandi lausamennsku, manneklu og hærra kaup verkafólks til lengdar og hafa kallað á hert lög með lausamönnum. Vistarbandið var hluti af félagsmálalöggjöf sem sett var upp til að stjóma vinnuaflinu og halda röð og reglu í samfélaginu sem samboðin var hagsmunum og viðhorfum landbænda. T akmarkanir á þurrabúðarsetu og húsmennsku vom af sama toga en saman stuðluðu öll þessi lög að því að gera vinnuhjúastéttina svo fjölmenna sem raun varð á. Einhverjir kunna að segja að vistarbandið hafi verið óhjákvæmilegt úrræði til að halda örbirgðinni í skefjum. Þeirmynduþví vafalaust samsinnaþeirri útbreiddu skoðun sem hampað var áður fyrr að þurrabúðarmennska væri volað líf sem mætti við litlum hnekki. Rétt er það að margir þurrabúðarmenn stóðu tæpt í efnalegu tilliti, en það var meðal annars vegna þess hvemig var að þeim búið, ýmist máttu þeir ekki eiga báta sjálfir eða þeir urðu að róa skemmri eða lengri tíma úr árinu fyrir landeiganda þar sem á þeim hvíldu skipsáróðrarkvaðir. Því má heldur ekki gleyma að margir þeirra sem settust á þurrabúðir við sjóinn komu úr örbirgð og vonleysi heimasveitar sinnar þar sem þeir áttu enga framtíð fyrir sér. Þegar líða tók á 19. öld virðist ástandið í þéttbýlinu ekki vera nærri eins slæmt og margir bændur vildu vera láta. Árið 1871 voru mestu sveitarþyngslin á landinu í hreinum landbúnaðar- sveitum: Skaftafellssýslu, Mýrasýslu og Rangárvallasýslu, auk Vestmannaeyja, en lægst var hlutfall ómaga í Reykja- vík. Fyrir mörgu vinnufólki var vinnumennskan nokkurs konar biðtími þar tilþað var búið að öngla saman nægum efnum til að heíja sjálft búskap. Vinnumennskan var þannig eðlilegur áfangi í æ viferli bændafólks frá bamæsku til fullorðinsára. Þó gefur það auga leið að undir svo strangri löggjöf var stórum hluta fólks gert ókleift að komast í búandi manna tölu og varð vinnumennskan því hlutskipti þess alla ævi. Einnig að þessu leyti sker ísland sig úr öðrum löndum þar sem vinnumennska var yfirleitt tímabundin staða ungs fólks. Hversu stórt hlutfall vinnufólks var ævivinnuhjú er erfitt að segja en sjálfsagt hefur það verið breytilegt eftir árferði og fólksfjölda hversu vel því gekk að komast í bændatölu. Einna greiðlegast hefur því gengið að “ vinna sig upp” í góðærinu frá ca. 1830-1860 og færðist þá einnig í vöxt að fólk í vistum giftist og hafði sitt bú. Sumt efnalítið en gift fólk hafði þann hátt á að konan var í húsmennsku en maðurinn réði sig sem vinnumann á sama bæ. Hvort tveggja ber vott um að bændur voru að slaka á gagnvart vinnufólkinu til þess að halda í það og leyfðu því meira sjálfræði svo það gæti notið dálítils einkalífs. Samband húsbænda og hjúa var lengstum líkara sambandi foreldra og bama fremur en t veggj aj afnrétthárra aðila sem sömdu um kaup og kjör. í húsagatilskipuninni 1746 sem gilti allt til 1866 var mælt fyrir um hegðun vinnufólks í stóm og smáu. Þeim bar að sýna húsbændum sínum tryggð, hollustu og auðmýkt og ganga til allra verka sem þeim varfyrirskipað. Óhlýðnu hjúi mátti refsa með hendi eða vendi, en þó skyldu húsbændur ekki refsa hjúum með verkfærum sem kynnu að skaða heilsu þeirra eða limlesta. Húsaginn, eins og þetta vald húsbænda yfir hjúum varkallað, varþannignærótakmarkaður. Auðvitað höfðu húsbændur líka skyldur gagnvart hjúum sínum í húsagatilskipuninni og í vinnuhjúalögunum frá 1866 sem leysti hanaaf hólmi. Þeir áttu að veita vinnuhjúum sínum forsvaranlegt fæði og fatnað og annast það í veikindum. Víða var sú venja að bændur tóku að sér að framfæra gömul og heilsubiluð hjú sem höfðu þjónað þeim lengi eins og þau væru skylduómagar, en þessaauma fólks hefði að öðrum kosti ekki beðið annað en að segja sig á hreppinn. Vinnufólkið á venjulegum bæjum voru líka í nánu sambýli við húsbændur sína og allt að því hluti af fjölskyldunni: húsbændur og hjú bjuggu undir sama þaki, mataðist saman, gekk til sömu verka. Víða á Norðurlöndum og annars staðar var aðgreining húsbænda og hjúa meiri og því greinilegri sem húsbændumir vom efnaðri, vinnufólkið vann, mataðist og svaf oft í sérstökum

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.