Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1993, Síða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1993, Síða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS 6. tölublað 11. árg. Október 1993 Sumarferð á sögufrægar slóðir Laugardaginn26.júní s. l.fórÆttfræðifélagið ísína árvissu sumarferð. Að þessu sinni lá leiðin í Dalasýslu. Fararstjóri var Guðmar Magnússon. Til leiðsagnar voru fengnir tveir valinkunnir Dalamenn; þeir Einar Pétursson cand. mag. frá Stóru-Tungu á Fellsströnd og sumarbónd- inn Eggert Th. Kjartansson frá Fremri-Langey á Skarðsströnd. Miðluðu þeir ferðalöngum óspart af viskubrunnum sínum um menn og málefni, ömefni, sögur og sagnir úr fortíð og nútíð. Auk þess fræddi undirrituð viðstadda um jarðfræði og rakti ættir og uppruna hinna ýmsu hrauna og bergmyndana svæðisins. En þar er oftlegajafnerfitt með feðrunina og hjá mannanna bömum. Leiðin lá um Heydalinn á vesturleið en Bröttubrekku suður. Hádegisverður var snæddur á Laugum í Sælingsdal og þar skoðuðu menn byggðasafnið undir leiðsögn safnvarðarins Magnúsar Gestssonar. Þar næst var ekið um Fellsströnd, Skarðströnd og Saurbæ og suður Svínadal. Sumarnáttúran skartaði sínu fegursta og í Ytrafellsskógi á Fellsströnd skein sólin á ferðalangana þar sem þeir fengu sér kaffísopa og rifjuðu upp sögur um fjölskrúðugt mannlíf Fellsstrandar fyrr á tímum, allt frá því hetjur riðu um héruð og fram til þess dags er Hjálpræðisherinn hafði þar völdin um síðustu aldamót. Áð var á Staðarfelli, gengið í kirkju og kirkjugarð og rifjuð upp saga þessa fomfræga staðar sem skreytt er nöfnum á borð við Þórð Gilsson föður Hvamms- Sturlu, Guðbrand Þorláksson biskup og síðast en ekki síst Boga Benediktsson sem bjó þar síðustu 22 ár ævi sinnar, en rit hans Sýslumannaœvir telst til höfuðrita í íslenskri ættfræði. Við Klofning brá Eggert upp myndum úr eyjunum, þessari matarkistu sem forðum fæddi hundmð mannaen geymir nú aðeins auðn og minningu og einstaka sumarbónda. Þar blasti einnig við Fremri-Langey en þar bjó einn helsti ættfaðir Dalamanna, Ormur bóndi Sig- urðsson, f. 1748, en ætt hans, Ormsætt, er í vinnslu hjá Þjóðsögu og fyrstu bindin væntanleg á þessu ári. Við sóttum heim stórbýl- ið Skarð líkt og þjóðskáldið Matthías Jochumsson forðum: Heilsar skáld Skarði skjöldungs hofgarði gœddum auðs arði undir svalbarði, fegurð frjódala, feiti búsmala, auðlegð eybala, arði hlésala. Einar rifjaði upp sögu þessa höfuðbóls þar sem ættir hafa verið auðraktari en á flestum öðrum stöðum, en Skarð hefur verið í eigu sömu ættar að minsta kosti frá því á 11. öld og ef til vill frá landnámsöld. Þar býr nú 27. ættliðurinn frá Húnboga Þorgilssyni sem talinn er hafa verið bróðir Ara fróða. Steinhellurnar við Skarðskirkju rifjuðu upp hörku og festu hinnar sögufrægu konu Ólafar ríku sem hefndi Björns bónda með því að drepa hóp Englendinga og taka 50 til viðbótar til fanga og láta þá vinna þrælkunarvinnu m. a. við að gera steinstétt mikla úr hellum við Skarðskirkju. Goit var að fá sér kaffisopa framhald á bls.8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.