Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1993, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1993, Blaðsíða 3
Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli: Hugleiðingar Hildibrandur hét maður sem uppi var í Dýrafirði um miðja átjándu öld. Getið er fjögurra barna hans í mann- talinu 1801. Þaueru KolbeinnáNæfranesi, 38 ára, Skúli á Bimustöðum, 38 ára, Jón í Neðri-Hjarðardal, 35 áraog Guðrún, 32 ára. Hún er þá á Næfranesi hjá Kolbeini. Þar er þá líka Ingibjörg Skúladóttir, 71 árs ekkja, móðir húsbóndans. Hún hefur væntanlega verið kona Hildibrands og móðir þessara systkina allra. Þeir bræður, Kolbeinn og Jón, voru svilar. Kolbeinn átti Steinunni Grímsdóttur, en Jón, Þuríði. Faðir þeirra var Grímur Guðmundsson í Hrauni í Keldudal. Þriðja dóttir Gríms var Ráðhildur. Hún giftist Jóni Jónssyni í Meðaldal 1789, sama ár og þau Kolbeinn og Steinunn. Jón og Þuríður giftust 1792. Þeir bræður voru í Hrauni næstu árin en 1794 flytur Kolbeinn að Næfranesi en Jón 1797 að Hjarðardal. KonaGríms varÞuríður Jónsdóttir. Móðir hans hefur líklega heitið Þuríður og verið sú Þuríður Grímsdóttir sem dó í Hrauni 1791, sögð 77 ára en hafi orðið ekkja 28 ára. Sé aldur Gríms og Þuríðar þessarar rétt talinn, hefur hún verið 16 ára þegar Grímur fæðist, en oft hefur meira ruglast um aldur fólks á áttræðisaldri, en svo að sleppa þurfi þessari ættfærslu. Hafi Þuríður verið fædd um 1714 ætti Grímur faðir hennar að finnast í manntalinu 1703. Þar mun ekki annar líklegri en Grímur Teitsson sem vinnumaður var í Hvammi, 21 árs. Amma mín sagði að Steinunn amma sín hefði verið dóttir ríka Gríms í Haukadal. Hann var raunar í Keldudal svo lengi sem séð verður, en mun hafa verið vel bjargálna. Hann var jafnan þingvimi hjá sýslumanni. Kolbeinn tengdasonur hans bjó á 8 hundruðum af Næfranesi og átti þau en þau voru föðureign Steinunnar. Hafi Grímur átt jarðeignir svo að systurlóð næði 8 hundruðum hefur hann verið allvel fjáður því dæturnar voru a.m.k. 3 auk tveggja eða fleiri sona. En þeir Hildibrandssynir, Kolbeinn og Jón hafa búið við fátækt. Steinunn andaðist af barnssæng að ófæddu bami 14. aprfl 1810. Þá átti hún 5 börn á lífi, en 7 voru dáin. Kolbeinn bjó áfram á sínum 8 hundruðum, þar til hann hvarf til annarrar staðfestu með Þuríði dóttur sinni. Ingibjörg Skúladóttir móðir hans dó hjá honum 1813. Sjálfur flutti hann frá Næfranesi 1820 að Hesti með Þuríði og hjá henni dó hann 2. desember 1848. Þuríður Kolbeinsdóttir var fædd í Hrauni í Keldudal 8. ágúst 1790. Hún giftist 28. október 1821 Jóni Guðmundssyni, sem fæddur var í Alviðru 1788. Þau fluttu frá Höfða í Dýrafirði 1820 að Hesti og bjuggu þar síðan. Jón dó 11. okt. 1853, en Þuríður 21. ágúst 1881. Þau eignuðust fjórar dætur: Steinunni, Þuríði, Guðrúnu og Björgu. Auk þess átti Jón bam framhjá með Rósu dóttur Skúla Hildibrandssonar á Bimustöðum. Það var drengur, fæddur 1834 og dó á sama ári, hét Rósinkrans. Steinunn dóttir Jóns og Þuríðar var fædd 1822. Hún giftist 2. sept. 1843 Sveini Pálssyni, Oddssonar. Hann var fæddur á Efstabóli 16. maí 1819. Þau bjuggu á Hesti þar til Sveinn dó úr land- farsótt 25. sept. 1855, 37 ára. Steinunn bjó áfram á Hesti. Hún dó þar 11. okt. 1878,sögð58ára. Böm þeirra Sveins og Steinunnar voru þessi: Guðrún Pálína, fædd 1843, dáin sama ár. Guðrún, fædd 1845. Jónína Jóhanna, fædd 1851, dáin í bemsku. Þórður Guðmundsson, fæddur 1849, dáinn 1861. Kristín Pálína, fædd 1851, dáin 1861. Guðmundur Magnús, fæddur 1852. Jónína, fædd 1854. Af þessum systkinum er þetta að segja: Guðrún giftist 28. sept. 1868 Sigurði Jónssyni. Hann var fæddur á Veðrará ytri sumarið 1837. Þau bjuggu í Neðri-Húsum. Börn þeirra: Bjami Kristján, f. 1869. Sveinn Jón, f. 1870. Guðmundur, f. 1873. Jóna Guðrún, f. 1875, dáin 1883. Þórarinn Elías, f. 1877. Steinn, f. 1879. Sigríður, f. 1879. Fyrir þessum systkinum geri ég ekki nánari grein að þessu sinni. En Sigurður dó á Flateyri 1904 en Guðrún Sveinsdóttir 1924. GuðmundurSveinssongiftist27. sept. 1880Guðrúnu Bjarnadóttur frá Engidal og settist þar að. Guðrún dó 13. júlí 1885. Þau Guðmundur áttu 3 dætur: Steinunni Sveinfríði, f. 1880, Herdísi, f. 1881 og Bjarneyju sem fæddist og dó 1884. Herdís ólst upp hjá Ingileifu frænku sinni á Kirkjubóli og giftist síðar Þórarni Sigurðssyni frænda sínum. Guðmundur Sveinsson giftist aftur 18. okt. 1890. Seinni kona hans var Kristín Friðriksdóttir. Þau bjuggu áTannanesi um skeið, en þar dó Guðmundur 1910. Böm þeirra: 1. Guðrún Halldóra, f. 1890, átti Hermund Jóhannsson trésmið á Akureyri; 2. Guðmundur, f. 1893; 3. Elín, átti Halldór Snæhólm; 4. Friðrika Guðmunda, f. 1895,dáin samaár; 5. Helgi bakari áísafirði; 6. Kristján Þórarinn, rak Pípugerðina í Reykjavík; 7. Bergsveinn, átti Margrétu ffá Öxnafelli. Jónína Sveinsdóttir giftist 6. okt. 1878 Jóhannesi Kristjánssyni. Þau bjuggu á Hesti. Meðal bama þeirra voru þeir Kristján og Sæmundur sem bjuggu í Hjarðardal y tri og Steinunn, kona Finns Guðmundssonar á Kaldá, en meðal bama þeirra voru Jóhannes faðir Steinunnar leikkonu og rithöfundar og Gróa móðir Finns Torfa lögfræðings Stefánssonar. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.