Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1993, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1993, Blaðsíða 5
í Önundarfirði þar sem nú býr Jensína Ebba dóttir þeirra með Magnúsi bónda sínum. Ólafur Þórður Guðmundsson drukknaði í fískiróðri fráHnífsdal8.desemberl902.HeitkonahansvarIngibjörg Eggertsdóttir á Ánastöðum á Vatnsnesi. Dóttir þeirra er Ólöf, f. 7. júlí 1903. Hún átti Þórhall Jakobsson og bjuggu þau á Ánastöðum. Elstur bama þeirra er Ólafur sem bjó á Ánastöðum en er nú í Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson lærði skósmíði. Hann var um skeið á Hvammstanga, síðan í Hafnarfirði og loks á Flateyri. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir úr Miðfirði. Meðal bama þeirra var Ingileif, kona Gunn- laugs Sveinssonar kennara. SigurðurÓlafsson giftist Viktoríu Þorkelsdóttur. Þau voru ýmist búandi eða í húsmennsku á ýmsum stöðum. Þau áttu 11 böm en af þeim dóu 7 í bernsku og Ólafur frumburðurþeirradrukknaði liðlegatvítugur. Elín varð fyrri kona Sigurðar Kristjáns Sigurðssonar, en dó barnlaus 1904. Enn voru tveir synir, Þorkell og Kristján. Kristján átti Jóhönnu Kristjánsdóttur en Þorkell Jensínu Guð- mundsdóttur og fluttu til Isafjarðar og ólust börn þeirra bræðra upp þar. Kristín dóttir Ólafs Kolbeinssonar giftist Brynjólfi Davíðssyni. Þau bjuggu áMosvöIlumen voru síðustu ár sín á Flateyri. Meðal bama þeirra var Guðjón faðir Jóns vélsmiðs á ísafirði og Kristján sem var sparisjóðsstjóri á Flateyri, faðir Valgerðar hjúkrunarfræðings í Reykja- vík. Nú hefur verið gerð nokkur grein fyrir afkomendum Steinunnar og Kolbeins Hildibrandssonar. Hins er ógetið, að Steinunn átti bam fyrir giftingu, 6. janúar 1787 fæddist Guðmundur “óegtabam Snorra Auðunssonar og Steinunnar Grímsdóttur í Hrauni.” Guðmundur ólst upp í Hrauni hjá Þuríði Jónsdóttur ömmu sinni. Hann giftist Ingibjörgu Sigmundsdóttur. Meðal barna þeirra var Steinunn, móðir Guðrúnar Jónsdóttur konu Sigurðar Amlíns. Þau voru foreldrar Ingibjarts skipstjóra og Guðmundar vélsmíðameistara á Þingeyri. Annað barn Guðmundar Snorrasonar var Guðmund- ur á Arnarnúpi, faðir Bjarna á Kirkjubóli. Ég læt hér fylgja nokkur orð um Jón Hildibrandsson. Þau Þuríður bjuggu í Neðri-Hjarðardal 1797-1822, nánar til tekið í Frestuhúsum. Síðan bjuggu þau á Klukkulandi til 1830. Þá sleppir hann ábúð en hefur sennilega verið þar í húsmennsku því að hann er talinn meðal búslausra sem guldu til sveitar. Það var seinasta árið sem hann galt til sveitar. Þau hjón urðu háöldruð. Árið 1836 er Jón kominn á sveitarframfæri. Árið 1838 er hann sagður 78 ára, blind- ur og árið eftir áttræður. Þuríður gat unnið fyrir sér þar til 1845. Þá kemur hún áframfæri hreppsins, “örvasagamalmenni.” Áriðeftirer hún “karlægt gamalmenni, 85 ára.” Jón Hildibrandsson dó 31. janúar 1847. Þuríður 3. október sama ár. Nöfn þeirra geymast í dómabók sýslunnar. Þau voru dæmd fyrir að hafa árið 1810 tekið ófrjálsri hendi lamb frá Jóni á Gemlufalli. Þau áttu að sjálfsögðu að borga lambið, en auk þess að þola hvort um sig 20 vandarhögg. Mér er ekki kunnugt um, að þau Jón og Þuríður eigi nokkra niðja á lífi. í manntalinu 1801 eru talin 3 böm þeirra: Ingibjörg 7 ára, Daði 6 ára og Valbjörg 2 ára. Síðan bættu þau engu við. Daði var fermdur 14 ára, en dó 1812. Ingibjörg var fermd 4 ámm síðar en Daði, 19 ára. Þar hefur eitthvað verið í vegi, úr þ ví hún fylgdi ekki bróður sínum, sem var ári yngri. Valbjargar fmn ég ekki getið og grunar að hún hafi látist í bernsku. » .k, Allt er þetta næsta dapurlegt, en það ertrharla margir þættir úr sögu þessarar þjóðar. ,ti Skúli Hildibrandsson hefurþá sérstöðu meðal þessa fólks að um hann hafa verið sagðar sögur um ófyrirleitni sem kenna verður við glæpi. Guðmundur Hagalín segir þær í fyrsta bindi æviminninga sinna, “Ég veit ekki betur”. Hann kynnir Skúla með því að “hann var talinn misendismaður, þótti nískur, ágengur og ágjarn - og ófyrirleitinn með afbrigðum. Var það altalað vestra, að hann hefði selt Hollendingum son sinn, Mikael, í beitu, en skrifaðar heimildir skýra svo frá, að hann hafi týnst í fjárleit og aldrei komið fram.” Skal nú gera nokkra grein fyrir ferli Skúla áður en nánar er vikið að sögum Hagalíns. Skúli hefur ungur verið norðan Dýrafjarðar og farið á Ingjaldssand. Hann er í Álfadal 30. maí 1790 er hann giftist Ingibjörgu Jónsdóttur. Fyrsta dóttir þeirra, Ingi- björg, fæddist í ágúst um sumarið og dó í frumbemsku. Næsta barn þeirra fæddist 31. júlí 1791. Það var Kristján sem hvarf í ljárleit2. september 1802 “11 ára, finnstekki þó nokkrum sinnum hafi leitað verið.” Hollendingar munu venjulega hafa verið lagðir af stað heimleiðis um það leyti og því haft minni áhuga á beitukaupum en fyrr á sumri. Þegar Kristján fæddist voru þau Skúli í Hrauni. Þriðja bam þeirra var Mikael sem fæddist 28. sept. 1792 á Arnamesi. Af honum segir síðast í kirkjubók 1809: “Þann 13. febrúar meinast að hafa dottið niður um ís og drukknað, Mikael Skúlason frá Leiti á leið yfir Dýrafjörð til Gemlufalls.” Mikael hefur þá verið 16 ára og sennilega orðinn iyinnumaður á Leiti. Fjórða barn Skúla og Ingibjargar var Benjamín, fæddur 25.júní 1794. Fimmta barnið var Abraham, fæddur 28. júlí 1797. Hann dó liðlega ársgamall. Ágamlársdag 1798fæddistannarAbraham,“hjágetinn sonur” Skúla og “Herdísar Jónsdóttur á Mýmm, vinnu- konu ógiftrar.” Næstu böm þeirra hjóna voru Rósa, 3. maí 1799, María fædd 1. júní 1801, dáin sama ár og Kristján, fæddur 30. október 1802, dáinn 1803. Fleiri urðu ekki þessi alsystkini en Skúli eignaðist tíunda bam sitt 2. október 1818. Móðir þess var vinnu- kona hans, Margrét Jónsdóttir, ekkja. Öll böm Ingibjargar vom dáin á undan henni nema Rósa. Hún var á ýmsum stöðum í vinnumennsku, giftist ekki og átti aðeins eitt bam sem fyrr segir frá. Það em því engar ættir frá Skúla Hildibrandssyni komnar nema gegnum Kristínu dóttur hans.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.