Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1993, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1993, Blaðsíða 6
Saga Hagalíns um að þeir Skúli og Jón Gunnarsson á Skaga hafi þóst vera huldumenn úr Hraunshomi og Þorfínnshomi hefur ekki við neitt að styðjast. Til er dóma- og þingbók sýslunnar um öll þau ár sem til greina kæmu. Það var aldrei réttað í þessum málum, hvorki meintum þjófnaði á Hrauni, né heldur kröfu Skúla að Hraunsbóndi tæki aftur áburð sinn. Ekki er hægt að bendla Ebeneser sýslumann við þetta þar sem Jón Gunn- arssonáSkagadrukknaði íhákarlalegu 1807,enEbenes- er kom ekki í sýsluna fyrr en 1810. Jón Gunnarsson var vel metinp maður, hreppstjóri og sáttanefndarmaður þegar hann féll frá. Það er fremur ósennilegt að Skúli Hildibrandsson hafi verið mikill sundmaður. Ekki mun þykja góð aðstaða til sundkennslu á Birnustöðum. Hvergi hef ég séð ólánlegra bæjarstæði. Og ekki eru mér kunnar neinar heimildirum sundkunnáttu vesturí fjörðumum 1800. Ég held því að sagan um fjörráð Skúla við Gísla bónda og syni hans hafi ekki við neitt að styðjast frekar en sagan um sköturoðið sem Hraunsbóndi átti að éta. Dauða Skúla ber að 10. júní 1819. í kirkjubók eru þeir feðgar sagðir frá Sæbóli. Það bendir til þess að þá hafi Skúli verið fluttur frá Bimustöðum. Það er hrepp- stjórinn en ekki ekkja Skúla sem stendur fyrir skilum af Bimustöðum um haustið. Það breytir raunar litlu og engu um meint banatilræði. Það sannar heldur ekkert um heimili Skúla að þegar hreppurinn ráðstafar Kristínu dóttur hans er hún höfð hjá Eyjólfi á Hálsi. Hún er skráð ómagatölu 1820 en ekkert bókað um það hvað henni sé lagt. 1821 er skrifað að hún “verði bæði ennþá komandi ár hjá Eyjólfi á Sæbóli á sjálfs hans tíund 2 rd. og tillagi Jóns á Gerðhömrum hálfvætt fí ska og 2 vetra sauð á 5 rd. og verður þannig meðgjöfin 7 ríkisdalir". S vipað er árið 1822 og 23 “Kristín alist af Eyjólfi.” Hún hefur fengið að vera á sama heimili alla tíð. Og svo hverfur hún úr ómagatölu 5 ára. Og 1833 fermist hún og er þá hjá fósturforeldrum Eyjólfi Eyjólfssyni og Ingibjörgu Gils- dóttur. Kristín Skúladóttir giftist Jóni Jónssyni og bjuggu þau á Kjaransstöðum. Sonur þeirra var Kristján í Hvammi, faðir Þorvaldar í Svalvogum, Guðrúnar Helgu konu Lámsar Einarssonar í Hvammi, Kristjáns Agústs sjó- manns á Þingeyri og Guðmundar skipstjóra á ísafirði, föður Ágústs húsameistara og Bjöms sem hjólbarða- verkstæði rak. Guðrún Hildibrandsdóttir átti barn 14. september 1804. Það var dóttir sem hét Guðrún en faðir hennar var Gunnlaugur Guðbrandsson. Það barn mun ekki hafa orðið gamalt. Guðrún giftist síðan, 7. júní 1807, ekkjumanninum T orfa Þorlákssyni. Þau eignuðust tvær dætur Sól veigu og Gunnlaugu. Þær voru fermdar saman 1821, 14 og 13 vetra. Sólveig var “líkleg til framfara.” Gunnlaug “efni- leg og guðrækin.” Þær voru þá hjá foreldmm sínum á Ketilseyri. SólveigTorfadóttirgiftistNathanael Narfasyni. Hann var fæddur 8. mars 1807 en fermdur frá Stapadal 1821. Árið eftir flutti hann í Þingeyrarhrepp. Þau Sólveig bjuggu um skeið í Meðaldal en síðan á Brekku. Þar dó Guðrún Hildibrandsdóttir af “náttúrulegri elli” 5. janúar 1853 hjá dóttur sinni. Nú væri margt að segja um þessa kynþætti í Þingeyrarhreppi því að þau Nathanael og Sólveig urðu kynsæl. Jóhanna dóttir þeirra átti Stein Kristjánsson í Hvammi. Þeirra sonur var Þorbergur Steinsson, faðir Leifs skipstjóra. Valgerður Nathanaelsdóttir varð móðir Nathanaels Mósessonar kaupmanns og útgerðarmanns, föður Viggós íþróttakennara. Guðmundur Nathanaelsson átti hóp barna. Meðal þeirra var Stefán í Hólum, Jóhanna kona Steins bakara, Guðmunda kona Bjama á Kirkjubóli og Friðrika kona Sófaníasar á Læk. Enn skal nefna Guðmund sem lengi var oddviti í Keflavík suður. Þetta er fólk sem kennt hefur verið við aldamótin síðustu. Nú er orðin mikil saga af börnum þess og bamabörnum þó að hér sé ekki rakin. Þessa samantekt hef ég gert og kenni því um að einhverjir niðjar þessa fólks sem vita um frændsemi án þess að kunna að rekja hafa spurt mig hvernig henni væri háttað. Þetta nær einkum til þeirra sem eru af önfirsku kvíslunum en til er líka að þeir vilji vita hvemig háttað sé frændsemi sinni við fólk í Dýrafirði. Því hef ég rifjað þetta upp fyrir mér og fest á þessi blöð. Ég held að það sem hér er sagt sé rétt, þó að margt vanti sem mátt hefði fylgja. Stundum er hér ekki nefnt nema eitt systkina. Er þá treyst á það að kunnugir geti fyllt myndina. Um sumt er hægt að lesa sér til í mannfræðibókum. Sé t.d. um kennara að ræða geta menn fundið foreldra þeirra og böm í Kennaratali. Skyldleikinn er fljótur að fymast. Ég var og er kannske skyldur einhverjum jafnöldmm mínum í fjórða lið. Þar er nú víða 6. liður fullþroska og hinn 7. að vaxa úr grasi. Og okkur finnst langt bil frá fjórmenningum til þeirra sem skyldir eru í sjöunda lið. Um þann þáttinn sem snertir Skúla Hildibrandsson er það að segja að mig er farið að langa til að vinna betur og koma honum á prent. Sögu Hagalíns verða menn þá að meðtaka sem skáldskap fremur en sannan þátt úr byggðasögunni. Einn er laukur * í ætt hverri 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.