Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1993, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1993, Blaðsíða 1
FRETTABREF TTFRÆÐIFÉL AGSIN S 7. tölublað 11. árg. Nóvember 1993 Ættin í bókinni Gullnir strengir (Reykjavík 1973) sem þeir Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur og Tómas Guðmundsson skáld rituðu saman er ritgerð Sverris um Bjama Thorarensen amtmann og skáld er ber nafnið Fannhvítur svanur. í þeirri ritgerð er eftirfarandi kafli. "í Þjóðskjalasafninu við Hverfísgötu má oft líta fullsetinn lestrarsal. Þeir, sem þar sitja, eru oftar en ekki menn nokkuð við aldur og bogra yfir kirkjubókum, sóknarmannatölum og manntalsskýrslum. Þetta eru ætt- fræðingamir okkar, sem stunda einhverja elztu andlegu iðju fslendinga. Þessar ættarheimildir hafa verið mikið notaðar, enda leyna sér ekki förin eftir sleikjufíngur á neðra horni blaðsíðnanna, þegar þurfti að fletta opnu. Meðal þjóða í Evrópu var ættfræðin löngum tóm- stundagaman aðalsmanna, enda voru þeim oft hæg heima- tökin að því er varðaði heimildir. í Ameríku er ættfræði töluvert stunduð í sumum fylkjum, hvergi þó meir en í ríki mormóna. En sá áhugi er af trúarlegum rótum runninn. Þeir trúa því, að unnt sé að koma heiðnum eða trúvilltum forfeðrum sínum inn í himnaríki með sérstökum kirkju- siðaathöfnum. Mormónar eiga mesta ættartölusafn veraldarinnar og hafa leitað fanga um allan heim, meðal annars á íslandi. Kristnir íslendingar, sem rekja ættir sínar til Egils Skallagrímssonar, geta nú dáið rólegir í vissunni um að hitta þennan fræga forföður sinn heilag- an og hvítan hinumegin, því að Egill Skailagrímsson er kominn til himnaríkis fyrir atbeina mormóna. Svo mun einnig vera um aðra forfeður vora, sem ættir verða raktar til, en himnaríki er að því leyti frábrugðið jarðneskri tilvist, að húsnæðisekla fyrirfinnst þarengin." Munið Manntöl Ættfræðifélagsins, ómissandi hverjum áhugamanni um ættfræði. Manntal 1801, Suðuramt kr. 3000.-, Vesturamt kr. 2800.- Norður- og austuramt kr. 2500,- Manntal 1816, V. hefti kr. 600.-, VI. hefti kr. 600.- Manntal 1845, Suðuramt kr. 3000.-, Vesturamt kr. 2800.-, Norður- og austuramt kr. 3100.-. Öll manntölin saman fást á 15000 krónur eðamanntölin 1801 og 1845 á 14000.- Bækumar má panta hjá formanni félagsins, Hólmfríði Gísladóttur, hs. 91-74689 Takið eftir í Fréttabréfinu, 5. tbl. í sumar, er fyrirspum frá Sigrúnu Lytle, um ættingja Stefáns Guðmundssonar og konu hans, Eyhildar Einarsdóttur. Svo vill til, að síra Gísli Kolbeins bað mig, fyrir nokkmm árum, að athuga systkini Stefáns. Ég gerði það, og ég held að síra Gísli hafi sent Sigrúnu þær upplýsingar. Guðmundur Guðmundsson og Ragnheiður Bergs- dóttir bjuggu í Barmi á Skarðsströnd 1846 en fóm svo út á Skógarströnd og síðar í Eyrarsveit og þaðan voru þau flutt á Skarðstrandarhrepp 1853. Þau em sögð barnlaus í Dalamönnum, en það er ekki rétt. Þau áttu þessi böm: 1. Benedikt, f. 20. feb. 1846 á Krossi, er vinnumaður á Melum 1870. 2. Ólafur, f. 9. des. 1846 í Barmi, vinnumaður, dó 18. júní 1900 í Amarbæli. Var mállaus. 3. Kristján, f.9.des. 1847 áNarfeyri,dó9. nóv. 1894 í Rauðseyjum. 4. Jóhanna Soffía, f. 15. maí 1849 á Narfeyri, vinnu- kona, dó 21. júlí 1882 í Dagverðamesi. 5. Helga, f. 20. aprfl 1850íKirkjufelli,dó8.jan. 1858 á Skarði. 6. Stefán, f. 16. maf 1851 á Búðum, dó 7. maí 1853 á Búðum. 7. Sturlaugur, f. 8. júní 1852 á Búðum, dó 30. okt. 1858 á Stakkabergi. 8. Stefán, f. 7. júní 1853 á Búðum, fór til Vesturheims. 9. Sigurður, f. 15. ágúst 1854 á Akurtröðum, sjó- maður, dó 20. aprfl 1887 í Bjameyjum. 10. Júlíana Ragnheiður, f. 15. júní 1857 á Reynikeldu, dó 13. sept. 1858 á Stakkabergi. Ég get ekki fundið niðja frá þessu fólki, sem nær einhverjum aldri, nema auðvitað frá Stefáni, en Bene- dikt finn ég ekki eftir 1870, svo það er óvísst með hann. Eyhildur Einarsdóttir var úr Strandasýslu og má finna ættmenn hennar þar. Hólmfríður Gísladóttir 1

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.