Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 7
en röðun visit-mynda verið í stafrófsröð og þar hafa verið færð tilvísunarspjöld til mynda af öðrum stærðum og til hópmynda af viðkomandi einstaklingum. Arið 1915 varð til annað myndasafn í Þjóðminjasafninu svonefnt Ljós- og prentmyndasafn. Það tengdist upphaflega Listasafninu, sem þá varð á tímabili deild í Þjóðminjasafninu. I það eru skráðar atburða- og staðamyndir. Um það gildir hið sama og Mannamyndasafnið að myndirnar eru af ýmsum gerðum. Þar eru t.d. prentmyndir af ýmsu tagi og syrpur af blýantsteikningum og vatnslitamyndum erlendra ferðamanna. Ljósmyndir eru þó í miklum meirihluta í safninu. I dag eru skráðar í Ljós- og prentmyndasafnið um 11.000 myndir. Skráning mynda í Ljós- og prentmyndasafni hefur verið færð yfír í tölvu. Þar er m.a. hægt að fletta upp myndum eftir sveitarfélögum og efnisatriðum. Til hliðar við Ljós- og prentmyndasafnið eru þrjú söfn sem hefúr verið haldið sem sérstökum sjálfstæðum einingum. Það eru safn Morgunblaðsins frá árunum 1954-65, safn Sambands Islenskra Samvinnufélaga, bæði frá Sambandinu sjálfú en einnig frá þeim ritum sem tengdust því, svo sem Samvinnunni og Hlyni og frá útgáfúfélaginu Norðra og safn frá fréttastofú Rikisútvarpsins-Sjónvarps. Safn fréttastofúnnar kom skráð til safnsins, en hin söfnin tvö óskráð og hefúr verið hafin skráning á þeim báðum. Þriðja safnheildin innan myndadeildarinnar er Póstkortasafnið. í raun er um að ræða tvö aðskilin póstkortasöfn; safn Andrésar Johnsonar í Ásbúð og almennt póstkortasafn, sem safnað hefúr verið til frá ýmsum eigendum. Póstkortin eru ekki formlega skráð þó að þau hafí öll verið númeruð, en þeim er raðað í möppur eftir efnisflokkum og staðfræði. í póstkortasafninu eru um 8.000 kort. I fjórða lagi eru varðveitt á vegum myndadeildar tæplega 90 filmu- og plötusöfn frá einstökum ljósmyndurum. Þar eru bæði söfn áhuga- og atvinnumanna. í sumum safnanna eru aðeins innan við 10 plötur en í öðrum eru 150.000 plötur. Fyrsta plötusafnið sem Þjóðminjasafnið eignaðist var frá ljósmyndastofú Sigfúsar Eymundssonar, en það var keypt til safnsins árið 1915. Síðan hafa bæst við söfn margra leiðandi ljósmyndara í Reykjavík eins og Árna Thorsteinssonar, Sigríðar Zoéga, Ólafs Magnússonar, Ólafs Oddssonar, Jóns J. Dahlmann, Lofts Guðmundssonar, Jóns Kaldals, Sigurðar Guðmundssonar, Guðmundar Erlendssonar og Gests Einarssonar. En þar er einnig að finna áhugaverð söfn frá atvinnuljósmyndurum sem störfúðu utan Reykjavíkur eins og Nicoline Weywadt og Hansínu Bjömsdóttur á Teigarhomi við Berufjörð, Haraldar Blöndal á Eyrarbakka og feðganna Jóns Guðmundssonar og Guðmundar Jónssonar í Ljárskógum í Dölum. Skráning myndasafna frá atvinnuljósmyndumm er mjög mismunandi. Flestir hafa haldið formlegar skráningarbækur með nöfnum þeirra einstaklinga, sem pantað hafa myndirnar, í tímaröð. Upp úr skrám nokkurra ljósmyndara hafa í tímans rás verið gerðar spjaldskrár. Það auðveldar mjög alla leit í myndasöfnunum. Um miðbik aldarinnar unnu Sigríður Björnsdóttir, Jón Auðuns, Friðrik Á. Brekkan og fleiri við gerð slíkra spjaldskráa. Meðal merkari safna sem borist hafa hin síðari ár eru söfn ýmissa áhugamanna. Má þar nefna Helga Arason á Fagurhólsmýri, en í safni hans eru merkar þjóðlífsmyndir úr Skaftafellssýslu, Sigurð Tómasson úrsmið sem var framsækinn áhugaljósmyndari og byrjaði t.d. að taka litmyndir snemma, Björn M. Arnórsson stórkaupmann sem var leiðandi áhugaljósmyndari um skeið og Þorvald Ágústsson stjómarráðsfúlltrúa, en eftir hann liggur merkt heimildaefni, aðallega frá tímabilinu 1950-70. Þá er ótalið safn Ara Kárasonar blaðaljósmyndara Þjóðviljans um árabil. Flestar myndanna berast safninu við uppgjör dánarbúa. Nýjir eigendur þekkja ekki til þeirra sem myndirnar sýna og myndirnar hafa því ekki lengur tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Safninu em þá gefnar myndirnar frekar en að þeim sé kastað eins og hverju öðm msli sem hendir þó alltof oft ! Þegar rekstri er hætt á ljósmyndastofúm hafa ljósmyndarar 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.