Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 17
Kæra Ættfræðifélag ! 1906 á Sandeyri. Eg hef ekkert fundið um foreldra Helga, og þætti mér mikill Ég vil byrja á að þakka kærlega fen§ur 1 Þvf ef einhver vissu eitthvað fyrir fréttabréfm, þau veita mikla um Þau- ánægju í hvert sinn er þau berast. Nú langar mig að vita hvort félagar mínir í ættfræðifélaginu geta veitt mér einhverja aðstoð. Mig vantar upplýsingar um foreldra Helga Guðmundssonar sem var fæddur um 1810 í Ögursókn. Hann var niðursetningur í Vigur 1820 hjá Ólafi Olafssyni hattamakara og Guðlaugu Kársdóttur konu hans. Síðar var Helgi í mörg ár niðursetningur hjá Guðmundi Sigurðssyni sterka og konu hans Elínu Vilhjálmsdóttur á Kleifúm í Skötufírði, Helgi fór úr Ögursókn yfir í Kirkjubólssókn 1834, og var hann vinnumaður í Æðey 1835. Þar var einnig vinnukona Margrét Þorleifsdóttir (Þórðarsonar, Sveinssonar bónda í Hafnardal.) en hún varð seinna kona Helga. Helgi var vinnumaður í Unaðsdal 1845, þá var hann búinn að eignast son, Rögnvald Helgason fæddur um 1840, ég veit ekker um móður hans, ég hef grun um að hann gæti hafa átt fleiri böm. Helgi og Margrét gengu í hjónaband 1850. Þau eignuðust tvíbura sama ár, Þorleif (langafa minn) og Ragnhildi. Þorleifúr var lengi í fóstri í Múla í ísafirði, hann varð síðar bóndi í Kleifakoti í ísafirði. Samkvæmt manntali 1855 bjuggu Helgi og Margrét á Tyrðilmýri á SnæQallaströnd í tvíbýli, þá vom þau búin að eignast Sveinbjörn fæddur 1852 og Bjarna fæddur 1854 hann var faðir Arngríms Fr. Bjarnasonar fræðimanns á ísafirði. Samkvæmt manntali 1860 vom þau Helgi og Margrét skilin (kannski sökum fátæktar) ? , og vom þau vinnufólk víða á Langadalsströnd og Snæfjallaströnd. Helgi dó 1867, en Margrét varð háöldmð 89 ára hún dó Einnig vantar mig upplýsingar um fólk sem bjó í Garpdalssókn. 1. Guðrún Björnsdóttir, hún bjó á Litlu - Brekku 1801 ásamt manni sínum Þorkeli Guðmundssyni og dóttur sinni Sigríði, sem að hún átti áður en hún giftist, hún átti einnig son Jón (forfaðir minn hann kvæntist Þóm Bjarnadóttur Oddsonar). Guðrún átti bæði þessi böm með Jóni Jónssyni sem að var bóndi á Valshamri býli 2 1801, mig vantar einnig upplýsingar um hann. 2. Jón Jónsson bóndi á Bakka í Geiradal 1801 konaBjörg Guðmundsdóttir. Hann var áður kvæntur Þómnni Guðmundsdóttur, hún dó 1792 ffá mörgum börnum, meðal annars áttu þau Arna Jónsson (forfaðir minn) kona hans var Ingibjörg Ásmundsdóttir Þórðarsonar á Skógarströnd. Allar upplýsingar um þetta fólk em mjög vel þegnar. Ég vil einnig nota tækifærið og þakka Eggert Th. Kjartanssyni fyrir þær upplýsingar og fróðleik sem að hann sendi mér á síðasta ári. Með kæm þakklæti og góðum óskum til félagsins. Soffía G. Gunnarsdóttir Jórvík I., Álftaveri, 880 Kirkjubæjarklaustri, sími 487 - 1380. Athugið! vinsamlegast sendið okkur hér hjá fféttabréfinu línu ef einhver hefúr vitnesku um það sem spurt er um, svo að aðrir lesendur fái að njóta þeirra svara. Haukur Hannesson. 16

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.