Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 24

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 24
Eyfirðingar! Vantar að komast í samband við afkomendur Guðrúnar Jóhannsdóttur hún var fædd um 1800 í Bjarnastöðum í Unaðsdal og Bárðar Stefánssonar fæddur 1796, voru þau búsett í Stóra Dal í Eyjafirði. Sigríður Lárusdóttir sími 455-4498 Magnús Ó. Ingvarsson skrifar: I síðasta fréttabréfi bað ég um aðstoð við að fmna út, hvort hjónin Christian Olsen og Guðrún Jónsdóttir, sem giftust í Hrafnagilssókn í Eyjafirði árið 1802, gætu verið foreldrar langalangömmu minnar, sem hét Anna Olsen og var alin upp í Önundarfirði. Mér til mikillar ánægju fékk ég strax góð viðbrögð. Sama dag og blaðið barst inn um póstlúguna hjá mér, hringdi síminn laust eftir kvöldmat og var þar Ásgeir Svanbergsson. Hann taldi fullvíst að tilgáta min væri rétt og benti mér á Sögu ísafjarðar eftir Jón Þ. Þór, þar sem Guðrún Jónsdóttir er oftlega nefnd. Einnig fræddi hann mig á því að hún væri fædd á Litlu-Brekku í Skagafirði. Hann benti mér jafnframt á frænda minn, sem ég vissi ekki af áður. Annar maður hringdi í mig, en vildi ekki segja til nafns. Hann benti mér hins vegar á að lesa um Jakob lóðs í Sögu ísafjarðar eftir Jón Þ. Þór. Jakob þessi var sonur Guðrúnar Jónsdóttur á Isafirði og bróðir langalangömmu minnar. Báðum þessum mönnum kann ég hinar bestu þakkir fyrir upplýsingarnar. Það er alveg ljóst af þessari reynslu minni að hægt er að fá gagnlegar ábendingar með því að spyrjast fyrir í fréttabréfmu. Fyrirspurn. Jón Sigurðsson fæddur um 1795, var sjómaður í Rimabæ í Eyrarsveit (Setbergssókn) Snæfellsnesi samkvæmt manntali árið 1845. Kona hans hét, Hallfríður Sigurðardóttir og börn, þá Ingveldur, 13 ára og Helga, 11 ára. Getur einhver frætt mig nánar hvort Jón átti fleiri börn og hvað varð um þau. Þorsteinn Kjartansson 23

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.