Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Page 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Page 2
Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002 Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. © 588-2450 aett@vortex.is Heimasíða: http://www.vortex.is/aett Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir © 568-1153 gudfragn@ismennt.is Olafur H. Oskarsson © 553 -0871 oho@li.is Ragnar Böðvarsson © 482 - 3728 bolholt@eviar.is Umsjónarmaður Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4 105 Reykjavík S 568-1153 gudfragn @ ismennt.is Ábyrgðarmaður: Ólafur H. Óskarsson form. Ættfræðifélagsins © 553-0871 Umsjónarmaður heimasíðu: Haukur Hannesson S 588-7510 hah@vortex.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efrti sem óskast birt í blaðinu berist umsjónarmanni á rafrœnu formi (tölvupóstur/disketta) Prentun: Gutenberg Fyrirlestur Guðrúnar Ásu Grímsdóttur 30. maí næstkomandi: Ættartölur ríkismanna á 17. öld. í fyrirlestrinum verður gerð nokkur grein fyrir inntaki og handritum þeirrar gerðar ættartölubókar sem séra Þórður Jónsson í Hítardal setti saman um miðja 17. öld. Sú ættartölubók er undirstaða ættrakninga í seinni tíma mannfræði- ritum svo sem Sýslumannaæfum, Islenzkum æviskrám o. fl. Ættartölurit af þessum stofni eru til í geysimörgum handritum og eiga það sammerkt að rekja ættir frá meiriháttar mönnum niður til samtíðar þeirra sem skrifuðu, en hvert rit hefur sín sérkenni í mannvali og efnisskipan. Uppspretta þeirra er ættvísi sem gengið hefir öldum saman frá manni til manns í sveitum landsins. Áhugi á ættvísi er öðrum þræði runninn af fróðleiksfýsn manna, en hinum af þörfum yfirmanna sam- félagsins til þess að henda reiður á eignarhaldi á jarðeignum, erfðarétti, löglegum giftingum og framfærsluskyldu. Að hluta var Ættartölubók séra Þórðar prentuð í Biskupasögum II sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út í Kaupmannahöfn árið 1878 (bls. 265-477 og 599-709). Stofnun Árna Magnússonar hefir lengi haft á stefnuskrá sinni að gefa Ættartölubók séra Þórðar í Hítardal út á prenti í heild sinni ásamt greinargerð fyrir handritum. Ingvar Stefánsson þjóðskjalavörður hóf það verk, en hann lést í blóma lífsins 1971. Um áratug síðar tók Guðrún Ása Grímsdóttir upp þráðinn og hefur með hríðum starfað að undirbúningi útgáfunnar. Hér er Dagur, alskeggjaður, í góðra vina hópi á Opnu húsi í Ármúla 19 31. október s.l. (Ljósmynd Olgeir Möllcr). Þann 27. apríl s.l. lést í Reykjavík Dagur Óskarsson, en hann var um árabil virkur félagi í Ættfræðifélaginu. Dagur fæddist í Klömbur í Aðaldal 14. apríl 1917. Hann var elsta barn hjónanna Óskars Jónssonar og Hildar Baldvinsdóttur. Dagur Iærði flugvirkjun og varð meist- ari í þeirri iðn. Kona hans var Hólmfríður Jónsdóttir frá Kaldbak. Hún lést fyrir nokkrum árum. Eftir lifa tvær dætur og tveir synir. Dagur lét sig aldrei vanta á Opið hús og lagði þar margt og gott til málanna. Ættræðifélagið saknar vinar í stað og sendir börnum hans samúðarkveðjur. Stjórnin. http://www.vortex.is/aett 2 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.