Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Page 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Page 15
Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002 ríðar Þorsteinsdóttur voru Steinunn og Sigríður, rnóðir Rósu konu Gríms Bergssonar í Ytri-Njarðvík, þar sem Guðríður Símonardóttir og Hallgrímur leituðu skjóls þegar þau komu til landsins." Og eftir upptalningu fleiri hugsanlegra ættmenna segir Ari: „Ýmislegt gæti bent til að hér væri fundið ættfólk Guðríðar Símonardóttur. Þá væri m.a. fengin skýring á þvf að þau Hallgrímur skuli leita fyrir sér á Suðurnesjum þegar þau flytjast til Islands þar sem móðurfólk hennar er að finna.“ Ari endurtekur að ýmsu sé enn ósvarað um ætt og uppruna Guðríðar en hvort sem tilgátur hans verða hraktar síðar meir eða ekki þá hef ég hent þær á lofti sem nýtileg „sannleikskorn" í sögu Guðríðar eins og ég segi hana. Tilgátur Ara fá svo margt til að ganga upp. Sé það rétt að Guðríður hafi verið náskyld Kláusi Eyjólfssyni og báðum Eyjaprestum er t.d. orðið auðvelt að rökstyðja það að hún hafi skrifað bréfið sitt með eigin hendi. Mennirnir þrír eru allir nafnkunnir fyrir skrif sín. Sr. Jón Þorsteinsson í Kirkjubæ var virt sálmaskáld á sinni tíð, sr. Olafur Egilsson í Ofanleiti ritaði hina frægu Reisubók, eina merkustu heimild okkar um Tyrkjaránið, sjóferðina suður til Algeirsborgar og fyrsta mánuð fólksins í ánauðinni. Og Kláus Eyjólfsson var í hópi þeirra sem fyrstir komu til Eyja eftir ránið og könnuðu valinn. Hann ritaði áhrifamikla vettvangslýsingu sem telst til grunnheimilda um atburðinn og Þorsteinn Helgason sagnfræðingur hefur kallað hann fyrsta íslenska „stríðsfréttaritarann“. Það var ættarfylgja að grípa til pennans og það gerir Guðríður í nauðum sínum. Hún getur hafa verið kunnug á heimilum allra þessara manna, getur hafa lært að lesa og skrifa undir handa- rjaðri þeirra, hún getur hafa lært hannyrðir af prestmaddömunum og þannig menntast til munns og handa umfram það sem algengast var um stúlkur á hennar tíð. Slíkir möguleikar hjálpa til að útskýra ýmislega sérstöðu hennar í útlegðinni. Guðríður er eina konan í hópi hinna herteknu sem heimildir eru um að hafi ritað bréf heim. Þegar kom að því að leysa hana út eftir 9 ár í ánauð, er lausnargjaldið fyrir hana með því hæsta sem greitt er fyrir konu og það sem er enn merkilegra er að hún greiðir umtalsverð- an hluta gjaldsins sjálf. Aðeins tvær aðrar konur í hópnum lögðu fram fé sjálfar. Guðríður hefur því átt eitthvað í handraðanum sem hún gat selt fyrir peninga og er ekki ósennilegt að það hafi verið hannyrðir. Og þegar hún hittir Hallgrím Pétursson í Kaup- mannahöfn eftir sumarlanga Evrópu-reisu haustið 1636 hefur hún enn aukið við reynslu sína og mennt- un. Hún hefur séð og reynt svo miklu meira en 22 ára latínuskólapilturinn í Vorfrúarskóla. Ættfræðirann- sóknir Ara má því nýta til að kollvarpa kenningunni um ójafnræði þeirra hjóna. Þær gera það sennilegt að stéttarleg staða Hallgríms og Guðríðar hafi verið áþekk í æsku, þau hafi í raun alist upp í svipaðri nálægð við höfðingjana og hina skriftlærðu hvort á Steinunn Jóhannesdóttir hreif fundargesti með sér í líflegum og spennandi fyrirlestri sínum um Guðríði Símonardóttur. (Ljósmynd Olgeir Möller) sínum stað, hann, hringjarasonur á Hólum í Hjaltadal, frændi Guðbrands biskups, hún, frænka sýslumanns- ins í Vestmannaeyjum og beggja Eyjapresta. Þau hafa bæði verið góðum gáfum gædd og fær um að mæta óvæntum atvikum sem lífið færði þeim að höndum. Þegar ég tók ákvörðun um að skrifa Reisubók Guðríðar Símonardóttur var mér ljóst að efnisöflun til bókarinnar yrði flókið mál. Heimildir um konur liðinna alda eru af skornum skammti og sama gildir um Guðríði Símonardóttur þótt nafn hennar hafi varðveist og þó enn frekar uppnefni hennar, Tyrkja- Gudda. Ævisögu Guðríðar Símonardóttur í strangasta skilningi orðsins gat ég því ekki skrifað, ég varð að skrifa skáldsögu, þrátt fyrir það að ég hyggðist leggj- ast í umtalsverða heimildakönnun og rannsóknar- vinnu. Undirtitill Reisubókar Guðríðar Símonar- dóttur varð því Skáldsaga byggð á heimildum. Heimildir um líf Guðríðar má flokka í þrjá flokka: I fyrsta lagi: beinar heimildir þar sem nafn hennar kemur fyrir í opinberum skjölum eða henni er lýst með einhverjum hætti. I öðru lagi: óbeinar heimildir: þá á ég við allar heimildir um Tyrkjaránið, þar sem vitað er að hún er ein Vestmanneyinganna sem í því lentu og ein í hópi þeirra 36 þræla og ambátta sem leystir voru 1636 og fóru reisuna löngu frá Alsírborg norður um Evrópu til Kaupmannahafnar. I þriðja lagi: almennar heimildir um tímabilið, 17. öldina á Islandi og í Alsír, með megináherslu á útlegðarárin tíu frá 1627-1637. Til þessara almennu heimilda reiknast einnig brot úr sögu borganna sem hún fór um sumarið 1636, Palma á Mallorca, Marseille, Narbonne, Cacassonne, Toulouse og Bordeaux í Suður-Frakklandi, Sophire, sem er óþekkt borg á suðurströnd Englands, eyjunnarTexel og Amsterdam í Hollandi og Gliickstadt í Norður- Þýskalandi með fókus á sumarið 1636. Og svo er það Kaupmannahöfn frá hausti 1636 til vors 1637. Alla þessa staði heimsótti ég, því ég taldi mig ekki geta nýtt http://www.vortex.is/aett 15 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.