Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Qupperneq 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Qupperneq 16
Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002 Löng og ströng leið Guðríðar Símonardóttur úr ánauð til frelsis. þá sem bakgmnn atburðanna í sögunni nema hafa kynnst staðháttum af eigin raun. Trúarbrögðin gegna stóru hlutverki í stóru myndinni sem og í lífi einstakl- inganna, Tyrkjaránið á sér að verulegu leyti rætur í langvarandi trúarátökum kristinna manna og múslima. Og á leiðinni norður Evrópu er fólkið að ferðast í útjaðri 30-ára stríðsins á milli kaþólskra og prótestanta í álfunni. Síðast en ekki síst reiknast til hinna almennu heimilda allt sem hægt var að finna um sögu kvenna á tíma sögunnar, jafnt kristinna sem múslímskra. Heimildaskráin með skáldsögunni telur 120 titla. Merkasta beina heimildin um Guðríði Símonar- dóttur og sú eina sem er frá henni sjálfri komin er bréfið sem fyrr var nefnt og hún skrifaði bónda sínum, Eyjólfí Sölmundssyni, sjómanni í Vestmannaeyjum, úr ánauðinni í Alsírborg. I því bænheita ástarbréfi kynnir hún sig til sögunnar í fyrsta sinn og það hlýtur að vera skrifað einhvem tíma á árabilinu frá 1630-1632 í seinasta lagi 1633. Dagsetning þess er glötuð því bréfið er aðeins varðveitt að hluta í bréfabók Gísla Oddssonar biskups í Skálholti og kom honum í hönd 1635. Nafni hennar bregður síðan fyrir á nokkmm nafnalistum yfir útlagana í Barabarínu sem vom fylgigögn með bænaskjölum til Kristjáns IV. í Kaupinhöfn, þar sem hinir herteknu íslendingar fóru fram á lausn úr ánauðinni. Og til er reikningur yfir útlausn hennar, þann 12. júm 1636, þar sem hún er metin til fjár (262.-Rd + 62 Rd í hafnartoll). Þar kemur m.a. fram að hún hefur átt peninga í sjóði, (20,- Rd). Á öðrum reikningi kemur fram kostnaðurinn af uppihaldi hennar þá tíu daga sem hún var frjáls í Algeirsborg (10.- Rd) áður en haldið var á brott 22. júní. Það er mjög gagnsætt hvemig ég nota þessar heimildir í Reisubók. Eftir heimkomuna bregður henni fyrir í sakafallsreikningi á Suðumesjum 1638, þegar hún og Hallgrímur Pétursson em sektuð um einn ríkisdal fyrir frillulífi. Þau höfðu eignast saman soninn, Eyjólf, sem hún varð ófrísk af veturinn þeirra í Kaupmannahöfn. Fræðimenn þóttust lengi hvergi sjá henni bregða fyrir í skáldskap Hallgríms, en við nánari skoðun kemur annað á daginn. Á Handritadeild Landsbóka- safns fannst m.a. Leppalúðakvæði fyrir fáum áram sem Jón Samsonarson birti í október 1996 og eignaði Hallgrími. Þar er dregin upp mynd af heimilislífinu í Hvalsnesi þar sem Guðríður er svefnlítil og þreytt þriggja barna móðir. Börnin em Eyjólfur, Guðmund- ur og Steinunn litla, sem er lasin. 26. Sagt er mér hún Steinunn hríni svo hátt, hún banni henni móður sinni svefninn um nátt. 27. Hún banni henni móður sinni vinnuna og vœrð, oft er húnfyrir œrslin og óvandann kœrð. o.s.frv. í þessu skemmtilega kvæði (53 erindi) þar sem Leppalúði er notaður sem grýla á bömin. Kvæðið er heimild um að þau Hvalsneshjón hafa stuðst við góðar og gildar uppeldisaðferðir síns tíma! Þessa heimild gat ég að vísu ekki nýtt mér beint í Reisubók, sem nær ekki lengra en til þess að þau hjónaleysin taka land í Keflavík, en í leikriti mínu Heimi Guðríðar sem nær til æviloka beggja geri ég ráð fyrir að þannig hafi Hallgrímur skemmt konu sinni og börnum í Hvalsnesi. Hallgrímur gerði fjölskyldu sína að yrkisefni eins og listamenn gera gjarnan. Það gerði samtímamaður þeirra Rembrandt. Og eins og þeir vita sem lesið hafa Reisubók, þá kem ég því þannig fyrir að Guðríður hittir hinn þrítuga Rembrandt og fjölskyldu hans í Amsterdam. Sú sviðssetning er dæmi um það hvernig ég leyfi mér að nota óbeinar heimildir og almennar heimildir þar sem beinar heimildir skortir. I Heimi Guðríðar nýtti ég mér einnig það hvernig fjölskyldunni bregður fyrir í andlátssálmum hans: Ástkœra þá ég eftir skil, afhenda sjálfum guði vil. Andvarpið sér liann sárt og heitt. Segja þarfhonum ekki neitt. Og í öðrum sálmi segir hann: Allt hvað minn góði Guð gafmér í heimi, einn taki aftur við annist og geymi. http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.