Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Side 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Side 17
Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002 Hallgrímur er þakklátur fyrir konuna sem guð gaf honum. Hann ber umhyggju fyrir fjölskyldunni til hinstu stundar. Hann veri faðir fús, föðurleysingja, miskunn og matarhús minna veslinga. Ei lœt þeim eftir mig auð, gull né silfur heldur Guð, helst bið þig hjálpa þeim sjálfur. Hallgrímur stóð á sextugu þegar hann dó úr holds- veiki 27. okt. 1674 eftir nokkurra ára sjúkdómslegu. Guðríður var 16 ámm eldri en hann. Aldursmuninn hafa menn ráðið af síðustu heimildinni um hana. Eftirmaður séra Hallgríms í Saurbæ, séra Hannes Bjömsson, getur um dánardægur Guðríðar Símonardóttur og aldur „í árstíðaskrá þeirri er hann hélt“, segir í ævisögu Hallgríms Péturssonar eftir dr. theol. Magnús Jónsson (bls.71). „Og er hún þar milli þeirra séra Sveins Símonarsonar, föður Brynjólfs biskups, og Odds biskups Einarssonar.“ Þessa staðsetningu í árstíða- skránni telur Magnús henni til tekna því hann segir: „Hún átti svo gott sálufélag skilið eftir alla hrakningana, sem hún varð að þola fyrr og síðar, lífs og liðin.“ Já, Guðríður hefur enn lent á hrakningi í ellinni því, því eina barnið þeirra sem komst til fullorðins- ára, Eyjólfur bóndi á Ferstiklu, lést 1679. Þá bauð séra Hannes henni í hornið til sín og hún andaðist í Saurbæ þann 18. des. 1682, 84 ára að aldri. Þannig eru heimildirnar um Guðríði Símonardótt- ur, fáar en skýrar á sinn hátt og gefa margt til kynna. Og fleira er að hafa, sem fáir hafa gefið gaum en Ari Gíslason tekur upp í formála Niðjatalsins. Þar birtir hann einu útlitslýsinguna sem til er af Guðríði þótt lýsingar á Hallgrími séu kunnar, m.a. sjálfslýsing: „Svo vill til að varðveist hefur lýsing á þeim hjónum frá þessum árum [þ.e. Suðurnesjaárunum]. I Kirkju- vogi og Kotvogi hefur sama ætt búið mann fram af manni. I þessari ætt hefur geymst eftirfarandi lýsing samtímamanna á Guðríði og Hallgrími: „Hallgrímur er stór og kraftalegur, dökkur á brún. Hún er dökk yfirlitum, en fríð sýnum, lítil vexti með dimma djúpa rödd, jarðsvart, liðað hár, tindrandi svört augu sem glampa af óvenjulegri fegurð.“ Guðríður hefur sem sagt verið falleg, sérstök og hæfilega framandleg þegar fundum þeirra Hallgríms bar fyrst saman. Hann var líka sérstakur. Og þrátt fyrir að mikið miseldri sé með þeim, hún 38 ára, hann 22, er um girndarráð að ræða því sagt var um Hallgrím að hann hefði „svo fullkomlega hugfest sér að ekta Guðríði að hann varð ekki frá því talinn." Þessi ummæli hafa verið mér leiðarljós og sterk- ustu vamarorðin fyrir Guðríði sem heimildir geyma um leið og þau eru til vitnis um hiklausan ungan mann sem veit hvað hann vill þegar um makaval er að ræða. Guðríður er konan í lífi Hallgríms Péturs- sonar. Hvort þeirra sem hefur haft frumkvæði að sambandinu skiptir litlu máli, þau hafa líklegast mæst á miðri leið. Þau unnu sigra hvort um sig og saman stóðust þau mikið andstreymi og þungar raunir. Þau nutu einnig velgengni um hríð. Og þrátt fyrir illkvittinn tón í nokkrum þjóðsögum í garð Guðríðar og uppnefnið Tyrkja-Gudda sem þjóðin hefur stimplað á minningu hennar eru áreiðanlegri vitnisburðir þess eðlis að við hljótum að álykta að hún hafi verið merkiskona og að 38 ára sambúð hennar og Hallgríms Péturssonar hafi verið farsæl og þjóðinni æ síðan til heilla. Tekin frá móðurinni þegar þau misstu barnatennurnar í umræðum og fyrirspumum að fyrirlestri Steinunnar loknum sagði hún nánar frá ferð sinni til Alsír. Þar kom m.a. fram að sjórán voru stunduð af miklum móð á Miðjarðarhafi um meira en þriggja alda skeið og ránsferðir voru farnar til einstakra landa. Einkurn voru strandbyggðir við norðan og vestanvert Miðjarðarhaf í stöðugri hættu. í förinni til íslands 1627 var fleira fólki rænt en í öðrum slíkum ránsferðum sem vitað er um, eða nær 400 manns. Smábörn sem hertekin voru fengu að fylgja móður sinni í fyrstu en um það bil sem þau misstu barnatennur, við 6-8 ára aldur, voru þau tekin frá henni. I bréfi því sem Guðríður skrifaði manni sínum frá Alsírborg kemur fram að syni þeirra var rænt með henni. Steinunn telur lfklegt að hann hafi þá verið 3- 4 ára. Hann hefur því verið orðinn 12-13 ára þegar fólkið var leyst úr ánauð árið 1636, kominn úr umsjá móðurinnar og varð eins og önnur börn eftir í múslímsku samfélagi í Alsír. Leiðréttingar við síðasta Fréttabréf I síðasta hefti Fréttabréfsins hafa slæðst villur. 1. Látnir félagar, bls. 11. Þorsteinn S. H. Á. Hraundal lést 1. júní 2001, ekki 5. júní. 2. Skýrsla formanns, námskeið, bls. 20. Sá sem stóð fyrir námskeiðinu heitir Guðvarður Már Gunnlaugsson, ekki Guðmundur. 3. Félagsfundur 30. maí, baksíða. Fyrirlesar- inn heitir Guðrún Ása Grímsdóttir, ekki Guðrún Ásta. Ritnefnd biðst afsökunar á þessum villum. http://www.vortex.is/aett 17 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.