Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Blaðsíða 19
Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002 Þjóðskjalasafn Islands 120 ára Þann 3. apríl 1882 auglýsti Hilmar Finsen, þáverandi landshöfðingi, stofnun Landsskjalasafns. Ástæðan var m.a. sú að pláss hafði losnað á Dómkirkjuloftinu þegar Landsbókasafn og Forngripasafn fluttu í nýreist Alþingishús. Landshöfðingi greip því tækifærið til að skapa skjalasöfnum æðstu stofnana landsins betri aðstæður en verið höfðu. I auglýsingunni var mælt fyrir um, að skjalasöfn landshöfðingja, stiftsyfirvalda, amtmanns yfir Suður- og Vesturamti, biskups, landfógeta og hins umboðslega endurskoðanda skyldu geymd hvert í sínu herbergi á dómkirkjuloftinu, og áttu viðkomandi embættismenn að gæta hver síns skjalasafns eins og þeir höfðu gert að undanförnu. Landsskjalasafnið hlaut nafnið Þjóðskjalasafn árið 1915. Frá ofangreindum atburðum í apríl 1882 eru nú liðin 120 ár. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tíma. Safnið hefur vaxið að umfangi og afli. I fyrstu var enginn sérstakur starfsmaður sem annaðist safnið. Og það var ekki fyrr en árið 1900 að fyrsti forstöðumaðurinn, Jón Þorkelsson, var ráðinn. Nú eru starfsmenn tuttugu og þrír. Skjalamagnið var nokkur hundruð hillumetrar þá en nú eru hillumetrarnir meira en 30.000. Anna Kristjánsdóttir vill láta þess getið að hún hefur nú fengið svar frá íslendingabók varðandi Guðrúnu Eyjólfsdóttur, þar sem fallist er á kenningar hennar um uppruna Guðrúnar og tilkynnt að því hafi þegar verið breytt í íslend- ingabók. Ritnefnd. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti. I húsakynnum safnsins verða tvær sýningar opnar almenningi. Önnur nefnist: Hvað viltu vita? Sýningunni er ætlað að vekja athygli á heimildum sem snerta sögu einstaklinga. Síðar verður opnuð sýning til að minnast þess að 400 ár eru liðin frá því að einokunarverslun var komið á hér á landi. Á heimasíðu safnsis er verið að setja upp síðu sem er tileinkuð afmælinu. Þar má lesa um viðburði afmælisársins og einnig getur fólk notið þar einfaldra sýninga sem kynna safnið á þessum tímamótum. Tvö veggspjöld verða gefin út á afmælisárinu. Hið fyrra, er mynd af elsta skjali sem í safninu er, Reykholtsmáldaga. Þetta veggspjald var gefið gestum lestarsals í upphafí aprílmánaðar í tilefni afmælisins. Hægt er að festa kaup á plakatinu á lestarsalnum og á skrifstofunni. Hitt plakatið er til að minnast einokunarverslunarinnar og kemur út í júníbyrjun. Þá má geta þess að í haust er ráðgert að efna til stuttra ráðstefna eða funda um hlutverk og þjónustu Þjóðskjalasafns. Nánari upplýsingar eru eða verða á vef safnsins: www.skjalasafn.is. Starfsmenn Þjóðskjalasafns senda félögum Ættfræðifélagsins kveðjur í tilefni afmælisins. Margir félagsmanna Ættfræðifélagsins eru tryggustu gestir safnsins og velunnarar. Þá á stjórn Ættfræði- félagsins skyldar þakkir fyrir sérstaklega gott samstarf síðustu misserin. Samstarf og samráð um útgáfu manntalsins 1910 ber þar hæst. Vonandi verður framhald á því samstarfi á komandi árum. Ljóst er að samvinna er beggja hagur. Eiríkur G. Guðmundsson Sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni Islands http://www.vortex.is/aett 19 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.