Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Page 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Page 20
Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002 Foreldrar Sigmundar Bjarnasonar Maður er nefndur Sigmundur Bjarnason, f. 1761. Hann var vinnumaður á Núpi í Dýrafirði 1785 og næstu ár, átti Guðrúnu Ingimundardóttur frá Leiti, áttu 10 börn. Svo segir í Arnardalsætt bls. 48 að foreldrar hans væru Bjarni Jónsson og Ragnhildur Jónsdóttir f. 1752 sem bjuggu í Sæbólshúsum 1785. Nú sést það í manntali 1801 að tvö börn Sig- mundar eru í fóstri á Laugabóli, þau Ingimundur og Halldóra, sem raunar er rangnefnd Halldór í prentaða manntalinu. Húsfreyja á Laugabóli er Ástríður Bjarnadóttir f. 1756 í Núpshúsum og virðist ekki djarft að álykta að hún sé systir eða hálfsystir Sig- mundar á Núpi. Af því leiðir að hjónin í Sæbóls- húsum geta ekki verið foreldrar þeirra aldurs vegna. Enda er faðir þeirra á næstu grösum, Bjarni Jónsson sem er vinnumaður og ekkill á Núpi 1785, f. 1721. Hann er svaramaður Sigmundar er hann kvænist, sagður faðir hans, og skírnarvottur tveggja af þrem elstu börnum hans. Líklega er þetta sá Bjarni Jónsson sem býr í Lambadal 1762. Gróa Bjamadóttir, vinnukona á Núpi er dóttir hans og það sést 1816 að hún er fædd í Lambadal. Þorgerður kona Narfa Péturssonar á Klukkulandi er einnig dóttir Bjarna. Bjarni er talinn sonur Jóns, bónda í Hólum 1762 Bjamasonar, bónda í Haukadal 1703, Jónssonar bónda í Hólum Ásbjörnssonar (Hannes Þorsteinsson ath.s. við Snók. 666) og er sagður hafa átt Upplýsingar óskast Upplýsingar óskast um eftirfarandi fólk og framættir þeirra: Hallgrímur Pétursson Fæddur 1748, dáinn 27.8.1810. Bóndi Fremra-Koti Silfrastaðasókn Akra- hreppi Skag. frá fyrir 1781 til dd. Kona Hallgríms var Guðlaug Jónsdóttir fædd um 1756 á Silfrastöðum og dáin eftir 1816. Hún bjó í Fremra-Koti í eitt ár eftir lát maka síns, en fór í húsmennsku eftir það. Abraham Ottesen Fæddur 1747 Bessastöðum (?) Bessastaða- hreppi, dáinn 4.3.1796. Móðir hans getur hafa verið Rebecka Rabéns Ottesen sem dó í mars 1784, 62 ára gömul, en það er ágiskun. Kona Abrahams var Guðrúnn Árnadóttir fædd um 1751 og búsett á Eyvindar- stöðum Bessastaðasókn 1801. Anna Kristjánsdóttir Krummahólum 6,111 Reykjavík annakk@simnet.is Höllu Guðmundsdóttur bónda í Lokinhömrum Bjamasonar - þau systkinaböm (Esp. 5507). Rétt er að hafa í huga að Espólín segir á bls. 3551 að móðir Ástríðar væri Halldóra Bjarnadóttir. Það væri ekki eina dæmið um misvísandi upplýsingar í syrpu hans. En Bjami Jónsson á Núpi 1785 getur svo hafa átt tvær konur eða bamsmæður. Hafi hann átt Höllu fyrir konu væri þar skýring á vist hans á heimili Olafs Magnússonar en þau Ólafur og Halla vom skyld að 3. og 4. frá Bimi Þorvaldssyni í Hvammi. Bjarni Jónsson og Gróa dóttir hans fluttust með Ólafi að Eyri í Önundarfirði 1792 og þar dóu þau, hann 1798, hún 1840. Ingimundur Sigmundsson sem var á Laugabóli 1801 var kominn aftur í Dýrafjörð og dó þar 1834 en Halldóra fór í Önundarfjörð, átti Bessa Jónsson, ekkjumann á Vöðlum og dó 1854 á Þórustöðum. Ekki em ættir frá þeim. Sigmundur Bjarnason og Guðrún kona hans eru forfeður margra manna á Vestfjörðum og víðar, þar á meðal Valdimars Bjöms Valdimarssonar, útgefanda og eins af höfundum Arnardalsættar. Ber því að leiðrétta grein 59,5 á bls. 48 um móðurætt Valdimars samkvæmt framansögðu. Ásgeir Svanbergsson. Fyrirspurn Mig vantar upplýsingar um framættir Kristins Ásgeirssonar fæddur 15.11. 1932, líklega búsettur fyrir sunnan. Ef einhver gæti komið mér á sporið væri það vel þegið. kveðjur, Árni Dan Ármannsson, Grenivík Svar til Halldóru Gunnars- dóttur frá síðasta fréttabréfi: 3. liður. Jónína Jóhannsdóttir var fædd 30. okt. 1886. Foreldrar hennar vora Jóhann Jónsson bóndi í Vorsabæ f. 24. okt. 1843 d. 11. nóv. 1919 og kona hans Sigríður Oddsdóttir f. 1. júlí 1848 d. 10. nóv. 1922. Sjá nánar um þau í Landeyingabók bls. 418 o.v. Kristmundur var f. 8. ágúst 1895. Foreldrar Gróa Pétursdóttir f. 18. febr. 1868 í Gaulverjabæjarhreppi d. 27. des. 1838 og fyrri maður hennar Jón Ingimundarson f. 13. ágúst 1872 d. 2. des. 1898. Ragnar Böðvarsson http://www.vortex.is/aett 20 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.