Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Blaðsíða 21
Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002 Nýtt Ættfræðirit: JÓELSÆTT I - II Nú í sumarbyrjun kom út hjá Bókaútgáfunni Máli og mynd Jóelsætt I - II, sem er niðjatal hjónanna Jóels Bergþórssonar f. 1759 í Hrísakoti á Vatnsnesi og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur f. 1772 í Saurbæ í Kolbeinsdal í Skagafirði. Þau voru bændur á Efri - Lækjardal í Engihlíðarhreppi í Austur - Húnavatnssýslu. Eignuðust þau hjón alls 13 börn og eignuðust 7 þeirra afkomendur. Ættliðir frá þeim hjónum eru nú 9 og afkomendurnir telja nú hátt á fimmta þúsundið. Um samtekt niðjatals þessa sá Guðrún Hafsteindóttir kennari f. 1928. í Brekkukoti í Sveinsstaðahreppi. Rit þetta er í tveimur bindum alls um 980 bls, ríkulega myndskreytt. Bæði er um myndir að ræða af fólki og landslagi. Nokkuð er um ítarefni um eldri afkomendur. Um skráningu upplýs- inga um einstaklinga skortir nokkuð á samræmi þ.e.a.s. meira er skráð um suma en aðra. Á ég þar við t.d. fæðingarstaði og starfsferil. Ugglaust má skrifa það á að treglega hefur gengið að fá upplýsingar frá fólki. Rétt er að ekki er hægt að ætlast til þess af þeim er skrá slík rit sem þetta að þeir leggi í það ótakmarkaða vinnu að innheimta slíkar upplýsingar. Það er þeirra að ákveða mörkin. Aftast í seinna bindinu er kafli um framættir þeirra hjóna. Einnig er þar nafnaskrá en skv. henni er milli 12 og 13 þúsund einstaklinga getið í ritinu. Niðjatal þetta er góður fengur fyrir áhugamenn um ættfræði á þessum landshluta því ekki hefur verið Guðrún Hafsteinsdóttri færði Ættfræðifélaginu Jóels- ætt að gjöf. Ólafur H. Óskarsson formaður tekur við gjöfinni. (Ljósmynd Olgeir Möller) gefið út mikið af ættfræðiritum úr Vestur - Húna- vatnssýslu á liðnum árum. Stjórn Ættfræðifélagsins óskar Guðrúnu Hafsteinsdóttur svo og öðrum er komu að útgáfunni til hamingju með verk þetta. Upplag er takmarkað en bæði bindin kosta kr: 12.960- og fást þau hjá Bókaútgáfunni Máli og Mynd sími 552 8866. Á.J. Bókagjöf Sigurgeirs Þorgrímssonar Sigurgeir Þorgrímsson ættfræðingur var Rangæingur í föðurætt. Ungur dvaldi hann löngum á sumrin í Deild í Fljótshlíð hjá frænda sínum og vinafólki og batt tryggð við héraðið sem entist honum til æviloka. Að honum látnum nýtur það góðs af verkum hans, Héraðsbókasafn Rangæinga hefur nú hlotið að gjöf allt bókasafn hans, bækurnar byrjuðu að berast austur seint á haustdögum 2000 og Sveinn og Magnús bræður Sigurgeirs afhentu safnið svo formlega 4. nóvember á nýliðnu ári. Mér gafst fyrir skömmu kostur á að líta á gjöf Sigurgeirs og naut við það góðra leiðbeininga Gunnhildar Kristjánsdóttur héraðsbókavarðar. I safninu eru nærri 2000 bindi og kennir margra grasa en fomritin, landafræði, bindindismál, trúmál og spíritismi em meðal helstu efnisflokka og gefa þeir nokkra hugmynd um hugðarefni þessa sérstæða fræðimanns. Sagnfræðirit em mörg og vitaskuld skipa ættfræðibækur nokkuð stóran sess. Sennilegt er þó að bæklingar þeir og smárit sem finna má í safninu séu líklegri til að vekja áhuga ættrýna en bækur sem fyrirfinnast víða. Sum smárit, t.d. eftir Einar Bjarna- son og Fríðu Sigurðardóttur fjalla um ýmis ættfræði- leg álitamál og em líkleg til að nýtast þeim sem rannsaka ættir á myrkum öldum Islandssögu. Athygli mína vakti bæklingur á dönsku eftir Guð- brand Jónsson þar sem hann slær því föstu að aðals- ættir hafi verið til á Islandi eins og annars staðar, þó að örugglega hafi fæstir íslendingar hugmynd um tilvist þeirra, jafnvel ekki þeir sem sjálfir eru afkom- endur aðalsmanna. Um þrjár þessara ætta fjallar Guðbrandur nokkuð. Bókagjöf þessi er Sigurgeiri og fólki hans til sóma og Rangæingum til heilla. Ragnar Böðvarsson http://www.vortex.is/aett 21 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.