Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Page 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Page 22
Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002 Sumarferð ættfræðifélagsins Sumarferð Ættfræðifélagsins verður farin helgina 23.-25. ágúst í Skagafjörð. Lagt verður af stað kl. 18:00 frá Ármúla 19. föstudagin 23.8. Á leiðinni verður m. a. stoppað við Arnarstapa, sem er hóll austast í Vatnsskarði, en þar er minnisvarði um skáldið Stephan G Stephanson (1853-1927). Komið verður í náttstað á Hofsósi kl. 20.00-20.30. Á laugardaginn verður ekið um helstu sögustaði Skagafjarðarhéraðs. Komið verður við í Safnahúsinu á Sauðárkróki og Vesturfarasetrið á Hofsósi heimsótt. Komið verður við á Víðimýri, sem er kirkjustaður og fornt höfðingjasetur, en þar sátu fyrirmenn Ásbirninga m.a. þeir frændur Kolbeinn Tumason og Kolbeinn ungi Arnþórsson. Kirkja úr torfi var reist þar 1834-35. Flugumýri er kirkjustaður og höfuðból, þar bjó Gissur jarl Þorvaldsson um skeið og þá varð Flugumýrarbrenna 1253. í kirkju- garðinum á Flugumýri er legsteinn yfir Jóni Espolín sýslumanni og sagnaritara sem bjó í Viðvík: og á Frostastöðum. Aðrir helstu sögustaðir héraðsins eru: Viðvík, kirkju- og prestssetur, þar bjó Þorbjörn öngull sá sem drap Gretti. Af seinni aldar mönnum má nefna Jón Pétursson lækni sem komst til Uppgönguvík í Drangey. (Ljósmynd Björn Jónsson) Bænhúsið í Gröf. (Ljósmynd Björn Jónsson) Algeirsborgar, líklega um 1770 er hann var læknir á dönsku kaupfari, frekar en herskipi. Hann bjó í Viðvík til dauðadags um 1802. Á Neðra-Ási bjó til forna Þorvaldur spak Böðvarsson sem fyrstur Islendinga reisti kirkju á bæ sínum árið 984. En Þorvaldur var ættfaðir Ásbirn- inga. Hólar í Hjaltadal, biskupssetur 1106-1798. Latínuskóli frá siðaskiptum til 1802, svo og prent- smiðja. Hólakirkja er reist úr sandsteini úr Hóla- byrðu, vígð 1763, endurvígð 1988. Sjávarborg, þar var ritaður Sjávarborgarannáll. Reynistaður, bær Þorfinns karlsefnis, og var staðurinn í eigu ættmenna hans til 1259. Þaðan voru Reynistaðabræður er urðu úti á Kili 1780. Glaumbær er kirkju- og prestssetur. Þar er byggðasafn Skagfirðinga. Þar er einnig minnisvarði eftir Ásmund Sveinsson um víðförlustu konu Islandssögunar, Guðríði Þorbjarnardóttur, og son hennar Snorra Þorfinnsson, fyrsta Evrópumann- inn sem fæddist í Vesturheimi. Á gamals aldri lagði Guðríður land undir fót og gekk til Rómar. Hér er aðeins tæpt á litlu af því sem merkilegt er í þessu sögufræga héraði og mörgu sleppt. Gert er ráð fyrir að koma heim á sunnudaginn milli kl. 18. og 19. Rit sem gott væri að líta í um Skagafjörð eru: Árbók Ferðafélagsins 1946; Landið þitt ísland; Þjóðsögur Jóns Árnasonar; Vegahandbókin; Geislar yfir kynkvíslum, grein Hallgríms Jónassonar um Guðríði Þorbjarnardóttur í ársriti Útivistar no.6; Af Skagfirðingum; Skagfirskur annáll og ýmsar ætt- fræðibækur. Gisting verður í uppbúnum rúmum. Kostnaður fyrir gistingu í tvær nætur, tveir morgunverðir, ein sameiginleg máltíð og allur akstur kosta 14.000 kr. Verð ferðar með gistingu en án matar er 10.600 kr. Þátttaka tilkynnist til Kristins Kristjánssonar í síðasta lagi 10. ágúst, í síma 567 2747 eða á netfang hans: sigkri@islandia.is. eða til Olgeirs Möller í síma 553 1076 eða á netfang hans: olmoller@simnet.is. http://www.vortex.is/aett 22 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.