Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Blaðsíða 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2002, Blaðsíða 23
Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002 Nýr heiðursfélagi Guðjón Óskar Jónsson fæddist 1. maí 1922 að Hellis- holtum í Hrunamannahreppi og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Jón Einarsson bóndi í Hellisholtum f. 4. aprfl 1882 d. 6. júní 1947 og kona hans Eyrún Guðlaugsdóttir f. 22. nóv. 1882 d. 20. nóv. 1967. Guðjón Óskar stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1943-1945 og í gagnfræðadeild 1945- 1946, tók svo landspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946. Vann fyrir og með skóla ýmsa verkamannavinnu. Starfaði í bókhaldsdeild SÍS frá 1947 til 1989. Hann sat í stjórn Starfsmannafélags SÍS og í stjóm Byggingasamvinnufélags starfsmanna SÍS. Hefur lengi verið annar endurskoðenda Ættfræði- félagsins, sækir fundi þess reglulega og er daglegur gestur á Þjóðskjalasafni. Iðkaði nokkuð skák um tveggja áratuga skeið og fylgist vel með á því sviði. Guðjón Óskar hefur lengi stundað ættfræðirann- sóknir og lesendur Fréttabréfsins þekkja vel nafn hans, svo oft hefur hann átt í því ritgerðir um ýmis ættfræðileg efni, þar sem gjarnan hefur verið leyst úr álitaefnum í þessurn vandasömu fræðum af glögg- skyggni og nákvæmni. í tilefni af áttræðisafmæli Guðjóns Óskars 1. maí sl. ákvað stjórn Ættfræðifélagsins að útnefna hann heiðursfélaga. Kom hann til fundar við stjórn í upp- hafi stjómarfundar 2. maí, þar sem formaður greindi frá þessari ákvörðun og afhenti honum skjal henni til staðfestingar. Ættfræðifélagið sendir Guðjóni Óskari Jónssyni heillaóskir. Fyrirspurn Getur einhver gefið mér upplýsingar um ætt Sesselju Jónsdóttur á Páfastöðum? I Ættir og óðal eftir Jón Sigurðsson á Reyni- stað bls. 41-42 stendur Helga búandi í Selhaga á Skörðum, en átti tvö börn með Oddi hreppstjóra Oddssyni í Geldingaholti, var dóttir Þorleifs bónda á Skarðsá Þorleifssonar en ekki Kristínar Sveinbjarnardóttur konu hans eins og talið er í Ættum Skagfirðinga. Móðir hennar var Sesselja Jónsdóttir á Páfa- stöðum. Samkvæmt dómsmálabókum Skaga- fjarðarsýslu var fæðing Helgu tilkynnt sýslu- manni með bréfi dagsettu 16. aprfl 1779. Helga Þorleifsdóttir var fædd 1766. Kristín Sigurðardóttir Heiðarlundi 11,210 Garðabæ sími 5656203 Ólafur H. Óskarsson, formaður, gerir Guðjón Óskar Jónsson að heiðursfélaga Ættfræðifélagsins 2. niaí s.l. (ljósmynd Olgeir Möller) Fyrirspurn frá Kanada Mig vantar upplýsingar um afa minn og ömmu. Eg veit mjög lítið um þau en afi minn hét William Sigurbjörn Byron fæddur 1861 og dáinn 1950. Hann flutti ungur vestur um haf til Bandaríkjanna og settist trúlega að í Norður-Dakoda. Amma mín hét Guðbjörg Octavía, hún var tvíburi, fædd 1875 dáin 1956. Tvíburabróðir hennar var Samúel Helgason. Ég veit ekki hvort afi og amma giftu sig í Bandaríkjunum eða Kanada. Mig grunar að ættamafnið Byron sé dregið af einhverju íslensku orði eða nafni. Afi og amma reistu bú í Swan River dalnum í Manitoba nálægt aldamótunum 1900 ásamt mörgum öðrum íslenskum fjölskyldum. Frændi ömmu minnar á Islandi heitir eða hét Pálsson og hún átti ættingja á íslandi sem sat á Alþingi eða var hátt settur í landbúnaðarráðuneyt- inu. Hann kom í heimsókn til Winnipeg Manitoba á vegum Alþingis. Ég væri þakklátur ef einhver gæti veitt mér upplýsingar um þau afa minn og ömmu og fólkið mitt á íslandi. Wilmer Byron Penticton B.C., Canada http://www.vortex.is/aett 23 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.