Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Blaðsíða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004 Ragnar Ólafsson: Nokkrar minningar um Stein Dofra ættfræðing Jósafat Jónasson (Steinn Dofri) F. 11. apríl 1875, d. 1. apríl 1966. For.: Jónas Helgason og Margrét Gísladóttir, hjón í Lœkjarkoti í Þverárhlíð. Olst upp meðföður sínum í uppsveitum Borgarfjarðar og var þar í héraði líklega til 1897-98, fór þá til Rvíkur og mun hafa átt þar heima til 1903, fór þá til Ameríku og var þar aðalega í Kanada. Kom þaðan aftur til Rvíkur 1937 og átti þar síðar heima til dd. Var fræðimaður í sögu og mannfrœði. Rannsóknir hans og handrit öll eru nú í eigu Landsbókasafnsins. Fyrir eða um 1930 skipti hann um nafn og nefndi sig Stein Dofra, en áður hafði hann gengið undir ýmsum nöfnum íKanada. Hann var nokkuð sérsinna og „batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn". Var því ekki alltafvinsæll, en var líka vinfastur við þá er náðu hylli hans. Okv. og bl. (G. 1.) (Borgfirskar æviskrár VI, 1979) Það var sumarið 1937 að áliðnum túnaslætti þegar við vorum við heyvinnu á túninu í Kvíum að tveir menn komu til okkar. Það var Einar nágranni okkar á Hömrum og með honum maður sem fólkið nefndi Jósafat. Hann hafði verið smali í Kvíum fyrir alda- mótin þá ungur drengur. Faðir minn heilsaði honum mjög vinsamlega enda höfðu þeir þekkst vel sem ungir drengir. „Hvað heitir þessi fallegi hundur?" spurði aðkomumaðurinn, „Heitir svona myndarlegur hundur ekki Ólafur Thors?. Okkur var það strax ljóst að maðurinn hafði mikið dálæti á hundum og köttum sem við krakkamir skyldum vel á þeim árum. Hann sagðist hafa haft 16 ketti í veiðihúsinu sínu vestur á sléttum Kanada. Allir hétu þeir nöfnum þekktra Islendinga m.a. hinna gömlu biskupa og ýmissa þjóðþekktra Islendinga fyrr og síðar. Ég man eftir nöfnum eins og Ingimundur biskup skaðmígandi, Gísli grautur og Hermundur háloftamígur. Öðrum nöfnum hef ég gleymt. Steinn sagði okkur frá því að þegar hann var með þennan kattafjölda hefði eina nóttina gert 30 stiga frost. Þá hefðu þeir allir viljað ryðjast undir sængina til sín. Hann hefði þá orðið að klæða sig og elda handa þeim kjötsúpu. Steinn dvaldi ekki lengi í Kvíum í þetta skipti. Hann þurfti að heilsa upp á marga kunningja eftir 40 ára útivist. Ævintýramaður Sumarið 1938 dvaldi Steinn nokkra daga í Kvíum og var hinn rólegasti. Þetta var á engjaslætti og flestir voru á engjum við heyskapinn og talaði hann þá mikið við okkur bræðuma. Hann sagði okkur frá smalakof- anum sínum sem hann hafði fyrir um það bil hálfri öld byggt fram í Kvíafjalli þegar hann var smali. Kofinn stóð á bakkanum á litlum læk og nefndi hann staðinn Kaldalæk. Piltar í Kvíum minntust þess að lengi hefði verið til fjöl í kofarústunum sem Steinn hefði skorið út í nafnið Kaldilækur. Ég minnist þess að Stein langaði heilmikið að sjá heimilisköttinn sem var þá fjarverandi vegna nátt- úruerinda. Ég leitaði hluta úr degi með Steini um nágrennið. Ekki fundum við köttinn. Mikið töluðum við saman þennan dag. Ég man eftir að ég spurði hann hvort hann hefði hugsað á ensku eða íslensku þegar hann var búinn að vera svona lengi meðal enskumælandi fólks. „Þessa spurningu hefur enginn spurt mig nema þú og satt að segja get ég ekki svarað þessu. Ég hef aldrei velt þessu fyrir mér. En þetta er mjög merkileg spuming," sagði Steinn að lokum. Þegar sest var að máltíðum og fólkið kom heim af engjunum var mjög gaman að heyra frásagnir Steins af lífshlaupi sínu bæði heima og erlendis. Þetta var ævintýramaður sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Veiðimaður Fátækt bemskuáranna og ýmislegt mótlæti hafði hert skapgerð hans og vamarviðbrögð. Greind og minni hafði hann öðlast í vöggugjöf. Þótti hann því oft ófyrirleitinn og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna eins og það var oft nefnt. Hann hafði búið í kofa ásamt öðrum manni í óbyggðum Norður-Kanada og stund- uðu þeir fiskveiðar í vötnunum. Eitt sinn þegar þeir vom á veiðum að vetri til á ísalögðu vatninu og höfðu gert vök til að veiða í réðst félaginn á Stein og skaut Ragnar Ólafsson er fœddur 2. júní 1927 að Kvíum Þverárhlíðarhreppi. Foreldrar hans voru Ólafur Eggertsson b. þar og k.h. Sigríður Jóns- dóttir frá Litlu-Brekku í Reykjavík. Ragnar var um árbil varaskattstjóri í Reykajvík. Hann hefur fengist við œttfrœði um langt skeið og verið virkurfélagi í Ættfrœðifélaginu. http://www.vortex.is/aett 11 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.