Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Side 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Side 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004 Hjónin Eggert Sigurðsson og Margrét Ólafsdóttir, Kvíum. úr byssu sinni í handlegg hans og ætlaði að koma honum niður í vökina. Slíkt hafði oft komið fyrir á þessum svæðum. Sá sem hafði betur varð þá eigandi að kofanum og veiðiáhöldum þess sem hann hafði drepið. Steinn sagðist ekki hafa verið alveg óviðbúinn og ráðist á félagann, þrátt fyrir skotsárin á öðrum handlegg, og kom félaganum ofan í vökina og lét hann sverja sér trúnaðareið að fara sem lengst í burt frá vatninu og skilja eftir allt sitt hafurtask. Félaginn yfir- gaf veiðisvæðið en Steinn sat eftir með skotsárið og eignir félagans. Ég man að Steinn sýndi okkur örin á handlegg sínum. Þar voru líka ör eftir hnífstungur svo eitthvað hefur gengið á í bardaga þessum. Þá sagði hann okkur frá því þegar hann ungur drengur strauk frá bæ einum í Þverárhlíðinni og bóndinn elti hann. Steinn gat komist yfir læk í gilinu sem var í háflóði eftir miklar rigningar. Hann kastaði svo grjóti til bóndans þegar hann ætlaði að vaða yfir lækinn svo hann hrökklaðist til baka. Svona gekk það fram í myrkur. Þá gat Steinn í skjóli myrkursins hlaupið burtu og náð sér í hest sem var fram í nesinu og sundreið Þverá og baðst gistingar á bæ þar fyrir sunnan ána. Þar vissi hann að sér var óhætt hjá góðu fólki. Þær voru margar sögumar sem Steinn sagði með sinni óviðjafnanlegu frásagnarlist. „Jósi“ Stundum gat frásögnin truflast þegar faðir minn sagði óvart „Jósi" við hann eins og þegar þeir voru drengir. Verra var ekki hægt að segja við hann en rifja upp nafn það sem hann hafði aflagt. Steinn minntist vegavinnu sinnar á Grjóthálsi (milli Þverárhlíðar og Norðurárdals) þegar verið var að leggja póstleiðina yfir hálsinn. Þar var fjörugt og ýmsar brellur manna á milli eins og svo oft var í vegavinnu hér áður fyrr. Þar voru samankomnir menn sem ekki höfðu starfað saman áður og mis- jafnir persónuleikar. Einn sem starfaði á hálsinum þetta sumar varð síðar kunnur söngvari síðar hér í Reykjavík, Gísli að nafni. Gísli fékk fæði hjá fátæku heimili þama í sveitinni. Var honum færður matur flesta daga. Heldur þótti honum grautur vera fyrirferðamikill í þessum aðsenda mat. Nú vildi svo illa til að eitt sinn fældist hestur þess sem færði Gísla matinn og grauturinn fór mest allur niður. Gísli fékk víst lítið að borða í það skiptið. Eftir þetta festist nafnið Gísli grautur við hann um sumarið. Um þetta orti Steinn nokkrar vísur. Eg átti þessar vísur uppskrifaðar en hef sennilega týnt blaðinu. Þetta man ég úr vísunum: Gísli þekkir grautarsmekk í grautarsafamýrum. Grautarkekkir gleðja rekk í grautarœvintýrum. Hann úrflestu gerir graut grautar sönn tilvera. Hafið þið séð hann Gísla graut graut á fjöllin bera. Grautarsnati gerði á ferð grautar þúsund lykkjur. Þegar greypti hann grautarsverð grautar fœldust bikkjur. Steinn gerði Gísla þann heiður að nefna einn af köttunum sínum Gísla graut svo þar komst hann meðal nafna þekktra fommanna og biskupa. Fórnaði kápunni Steinn sagði okkur frá því þegar hann fór til Ameríku með 24 krónur í buddunni. Það voru öll fararefnin ásamt tveim koffortum. Annað var með bókum hans sem voru miklir dýrgripir í hans huga en hitt var með fatnaði og fleira dóti. Bókakoffortinu varð hann að koma í land. Engin efni voru til að greiða fargjaldið. Hann gat þó fengið að fara í land með bókakoffortið en bað skipstjórann að geyma hitt koffortið og mjög góða kápu sem hann átti. Mig minnir að úrið hafi líka verið í geymslu hjá skipstjóra. Þannig komst Steinn til fyrirheitna landsins kápulaus og klukkulaus en bókakoffortinu var bjargað í land. Auðvitað lét Steinn ekki sjá sig nálægt skipinu eftir þetta. Oft sagðist hann þó hafa séð eftir kápunni þegar fór að kólna. Ég hef hér að framan minnst kynna minna af Steini þegar hann dvaldi á bemskuheimili mínu í nokkur skipti þegar ég var ungur drengur og getið nokkurra frásagna hans. Ymsu er ég búinn að gleyma og margt skal látið ósagt. Síðustu árin fyrir Ameríkuför sína dvaldi Steinn að mestu í Reykjavík. Þar varð hann mjög hand- gengin Hannesi Þorsteinssyni ritstjóra og fleiri þekktum mönnum. Hann mun þá hafa verið einn af aðalhvatamönnum að stofnun Sögufélagsins. Skap- gerð hans mun hafa valdið því að hann hvarf af þeim vettvangi fyrr en skyldi, íslenskum fræðum til mikils tjóns. Hefði Steinn unnið að ættfræðirannsóknum og http://www.vortex.is/aett 12 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.