Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Qupperneq 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Qupperneq 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004 annarri sagnfræði á söfnum hér í Reykjavík lægi meira eftir hann en það sem hann vann við erfið skil- yrði í veiðikofum vestur í óbyggðum Kanada í fjóra áratugi. Erfið æska Eins og Steinn getur um í dagbókabrotum sínum „Hodie" sem varðveittar eru í Landsbókasafninu lenti hann og fjölskylda hans í miklum hrakningum á hans uppvaxtarárum. Bæði komu þar til veikindi og fjárfellir á þessum harðindaárum. Foreldrar hans þurftu því að leita aðstoðar til fæðingarsveitar sinnar Þverárhlíðarhrepps. Oddviti sveitarinnar var afi minn Eggert Sigurðsson bóndi í Kvíum. Hann vildi stuðla að því að fjölskyldan væri saman. Hann tók því fjölskylduna á heimili sitt og konu sinnar Margrétar Olafsdóttur. Steinn skyldi vera smali og til snúninga, Jónas faðir hans varð fjósamaður en Margrét móðir hans var sjúklingur að mestu rúm- liggjandi. Þetta skyldi létta á sveitarþyngslum að Jónas skyldi að mestu vinna fyrir konu sinni sem þurfti að annast sem sjúkling. Afi minn sem var bæði dugnaðarmaður og mikill framkvæmdamaður hefur sjálfsagt ekki kunnað að meta lestrarhneigð né fræði- iðkanir smaladrengsins. Því gætir mikils kala Steins til afa míns í þessum dagbókarbrotum hans. Hann virtist ekki skilja á þeim árum að verið var að hugsa um hag fjölskyldunar í heild. Það hefur hver haft sitt tilfinningalíf og lífsviðhorf. Samt var það nú svo að þegar hann kom til landsins eftir nær því fjögra áratuga fjarveru var eins og hann væri kominn til gamalla vina þegar hann dvaldi í Kvíum í nokkrum sumarleyfa sinna. Foreldrar hans eignuðust nokkur böm sem dóu ung nema Steinn og Helga. Helga giftist Tryggva Jónssyni frá Húsafelli og fluttu þau til Ameríku. Itarlega frásögn af þeirri sambúð, sem lauk með skilnaði, er að finna í æviminningum Tryggva „Árblik og aftanskin". Mikill ættfræðingur Ég minnist frásagnar föður míns frá þessum árum þegar fjölskyldan var í Kvíum. Þeir feðgar Jónas og Steinn voru báðir mjög myrkfælnir. Þegar Jónas var að moka fjósið á kveldin í rökkrinu læddist Steinn stundum bak við fjóshauginn og rak upp mikið öskur til að hræða föður sinn. Það tókst honum allvel. Sjálfur var Steinn svo myrkfælinn að hann þorði ekki einn í þessar ferðir og dró pabba með sér sem þá var sennilega þriggja eða fjögurra ára gamall. Þetta sagði pabbi að væri með því fyrsta sem hann myndi eftir sér. Steinn hafði snemma gaman af að glettast. Sennilega hefur föðurkærleikurinn ekki verið of mikill. Myrkfælni hans hefur sennilega læknast því ekki hefði slíkt hentað þegar hann var einbúi í kofanum sínum vestur í Kanada. Sumarið 1942 þegar heimstyrjöldin stóð sem hæst sagði Steinn okkur að Þjóðverjar myndu aldrei sigra Rússa sem var mjög tvísýnt á þessu tímabili. Hann sagðist sjálfur vera eini sanntrúaði kommúnistinn á Islandi sem léti engar kreddur hafa áhrif á sig. Mér finnst leitt hve þessa íslenska „væringja" og fræðimanns hefur lítt verið getið í bókmenntum okkar. Steinn var örugglega einn af mestu ættfræð- ingum okkar Islendinga og mikill fræðimaður. Hand- rit hans eru nú í eigu Landsbókasafnsins. Auk þess skrifaði hann mikið um ættfræði í tímarit Sögu- félagsins. Margar ættartölur gerði hann einnig fyrir einstaklinga. Hann sagðist hafa nóg að bíta og brenna á þessum árum og virtist nokkuð ánægður og sáttur við hlutskipti sitt. Ég mætti honum á götu hér í Reykjavík líklega síðasta árið sem hann hafði fótavist. Við tókum tal saman og var hann hinn hressasti. Ég ætlaði alltaf að heimsækja hann og ræða við hann. Því miður gleymdist það, sem ég sé mikið eftir. Ég ræddi eitt sinn við kunningja minn Indriða G. Þorsteinsson rithöfund um að hann ætti að skrifa ævisögu Steins Dofra. Ég bauðst til að útvega honum þau gögn um ævi hans sem ég hefði aðgang að og útvega honum viðtöl við nokkra menn sem hefðu þekkt Stein. Indriði tók þessu vel en ekkert varð úr framkvæmdinni. E.t.v. hefur það verið mér að kenna að fylgja þessu ekki betur eftir. Báðir vorum við Indriði á kafi í öðrum verkefnum sem tilheyrðu okk- ar brauðstriti. Þannig verður oft með verkefni sem maður sér eftir að ekki hafi verið framkvæmd. Fyrirspurn Tore Trollsaas frá Noregi sendi eftirfarandi fyrirspum: Getur einhver aðstoðað mig við að finna forfeður Sigríðar Þorláksdóttur eða Þorkelsdóttur sem fædd var á íslandi um 1719. Hún fór með föður sínum til Finnmarkar í Noregi þar sem faðir hennar vann við "Det Islandske Handels- compagnie". Hún giftist í Finnmörk og á marga afkomendur í Noregi. Hún lést á Leirbotten í Alta 1812. Svör má senda Fréttabréfinu og Tore Trollsaas Riisalleen 41 2007 Kjeller, Norway tore.trollsaas@skedsmo.online.no Ólafur H. Óskarsson fráfarandi formaður spurði um tölvunotkun félagsmanna á almennum félagsfundi í vetur. í ljós kom að aðeins einn viðstaddra notaði ekki tölvu við ættfræðiathuganir sínar! http://www.vortex.is/aett 13 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.