Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004 1. Jón Halldór Eiríkur. 2. Valgeir Guðmundur. 3. Friðrik. 4. Daníel Jakob. 5. Guðni. Guðni mun hafa fæðst um 1893 og þá dó móðir hans af afleiðingum bamsburðarins. Bjöm bað fyrir þessar upplýsingar um böm Guðnýjar til Blinda Jóns -að mér skilst eftir að hafa fengið fyrirspum frá Jóni. Minna vissi hann um Helga Magnús. Hann hafði gengið í bandaríska herinn um 1898. Þá stóðu Bandarrkjamenn í stríði við Spánverja og Helgi tal- inn hafa farið til Kúbu. Eftir það hafði Björn ekki spurnir af honum. Þannig tókst um síðir að finna deili á Guðnýju Jónsdóttur og syni hennar sem send vom til Vestur- heims sumarið 1884, þegar örlögin höguðu því svo, að tveir afabræður mínir urðu til að greiða götu þeirra á áfangastað. Sr. Jón Þorsteinsson Sr. Jón Þorsteins- son var fæddur 22. apríl 1849 á Hálsi í Fnjóskadal, d. 7. maí 1930 á Hjalt- eyri Eyjafirði. Foreldrar hans voru Þorsteinn Pálsson f. 1806, prestur og alþingis- maður og f.k. hans Valgerður Jóns- dóttirf. 1808. Þorsteinn varð stúdent frá Lærða skólanum 30. júní 1869 og Cand. Theol frá Prestaskólanum 1873 með II. einkunn lakari. Jón var heimiliskennari á Hálsi í Fnjóskadal 1873-4, var veitt Mývatnsþing 1874, Húsavík 1877 og Lundarbrekka 1879. Honum var vikið frá embætti 1898. Veittir Skeggjastaðir við Bakka- fjörð 1906 og Möðruvallaklaustursprestakall sama ár. Því prestakalli þjónaði hann til 1928. Jón átti son sem skírður var Jón, f. 30. júní 1869 d. 1872 með Kristbjörgu Helgadóttur f. 1842. 1873 kvæntist sr. Jón Helgu Magneu Kristjánsdóttur Möller f. 1850. Sonur þeirra var Kristján Ludvig f. 1873. Guðný hét fullu nafni Guðný Jónína Jónsdóttir f. 2. maí 1858. Faðir hennar var Jón „blindi“ Jónsson f. 28. 5. 1829 Geirastöðum Mývatnssveit og k.h. Anna Jóhannsdóttir f. 11.6. 1831. Björn Jónasson og Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir kona hans bregða í bréfum sínum frá Vesturheimi upp mynd af örlögum ungrar, einstæðar móður sem send er vestur um haf með son sinn ungan. Ymsu er þó enn ósvarað. Fór Guðný ef til vill af fúsum og frjálsum vilja til Vesturheims eða vildi Jón prestur koma henni úr augsýn? Og hvers vegna var Kristján að skipta sér af þeim mæðginum? Var hann að gera presti sínum einhvem greiða eða hvað? Getið í eyðurnar Um þetta hef ég ekki heimildir en nú er freistandi að geta í eyðurnar. Það er til dæmis hægt að gera á þessa leið: Guðný er kölluð hjú á Skútustöðum 1877 (hugsanlega hjá presti), en hjú í Heiðarbót árið 1880. I millitíðinni hefur verið lagður grunnur að Helga Magnúsi. Þegar líður að fæðingu hans tekur prestur þann kostinn að forða sér fram í Bárðardal en fær áður nefndan Jón í Saltvík til að gangast við barninu. Nokkxu síðar fæðist sú snjalla hugmynd að koma þeim mæðginum báðum til Vesturheims - úr augsýn og af framfæri sinna nánustu eða viðkomandi sveitarfélags. Hins vegar má virða þeim til vork- unnar sem skipulögðu vesturförina, þótt þeir áttuðu sig ekki á fjarlægðum eða ferðalögum í sælureitnum vestra. Hugsanlega hafa þeir álitið hvern þann hólpinn sem kæmist vestur og því ekki nauðsynlegt að hafa betri heimanbúnað en Guðnýju var ætlaður. Lengra verður þessi saga ekki rakin að sinni. Þó að nútímafólki þyki hún ef til vill með nokkrum ólíkindum er rétt að hafa í huga, að aðstæður forfeðra okkar voru býsna óblíðar og kjör þeirra hörð, hvort sem þeir fluttu til nýja landsins eða þraukuðu í sinni heimabyggð. Heimildir: Björn Jónasson, sendibréf. Jakob Helgason, sendibréf. Vesturfaraskrá. Þingeyingaskrá, Konráð Vilhjálmssonar. Ragnar Arnason, Viðar Vagnsson, Sigurjón Jóhannesson og Indriði Indriðason - munnlegar heimildir. Sr. Jón Þorsteinsson, lengst af prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal, átti sér litríkan feril bæði í kvenna- og drykkjumálum. http://www.vortex.is/aett 15 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.