Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Side 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004
Ólafur H. Óskarsson:
Skýrsla formanns 2003 - 2004
1. Stjórn og stjórnarfundir
Stjóm Ættfræðifélagsins hélt 11 formlega fundi á
árinu auk fjölda annarra funda. Starfið einkenndist af
góðri samvinnu og öll málefni félagsins hafa verið
rædd innan stjómar og teknar sameiginlegar ákvarð-
anir varðandi þau og þeim fylgt eftir sameiginlega.
Auk formanns Olafs H. Oskarssonar voru í stjóm:
Ólöf S. Bjömsdóttir, varaformaður, Þórður Tyrfings-
son, gjaldkeri, Ragnar Böðvarsson ritari og Kristinn
Kristjánsson meðstjómandi. I varastjórn voru þau
Anna K. Kristjánsdóttir og Olgeir Möller.
Vil ég nota tækifærið að þakka meðstjómarmönn-
um mínum fyrir góða samvinnu á liðnu starfsári.
2. Fréttabréf Ættfræðifélagsins
Aðalviðfangsefni félagsins hverju sinni er Fréttabréf
Ættfræðifélagsins, á síðasta almanaksári komu út
fjögur tölublöð af því.
Fréttabréfið er málgagn félagsins inn á við sem og
út á við. Til þess að styrkja stöðu Fréttabréfsins var
ákveðið árið 2000 að miðað skuli við að tala tölu-
blaða yrði fjögur á ári og við ákveðna útgáfudaga. í
fréttabréfinu komi almennar upplýsingar um það,
sem í vændum er á vegum félagsins, en birta það sem
vitað er fyrir ritlok hvers blaðs. Til þess að kynna
slíkar uppákomur hefur félagið einnig notfært sér
fjölmiðla, sem hafa verið fúsir til að birta tilkynn-
ingar frá því.
A árinu 2003 komu út fjögur tölublöð af
Fréttabréfinu:
1. tbl. kom út í janúar 2003 24 bls.
2. tbl. kom út í febrúar 2003 24 bls.
3. tbl. kom út í maí 2003 24 bls.
4. tbl. kom út í október 2003 24 bls.
Samtals 96 bls.
Síðasti árgangur var 21. árgangur Fréttabréfsins.
Enn er unnið að efnistöku þess frá upphafi til loka
20. árgangs, en að því verki vinnur Oddur Armann
Pálsson. Honum til ráðuneytis er Kristín H. Péturs-
dóttir. Stefnt er að því sú samantekt komi í sérstöku
tölublaði sem 5. tölublað 2002, þó það komi út
seinna en ráð var fyrir gert í upphafi.
Ritnefnd skipuðu á árinu 2003/4: Guðfinna
Ragnarsdóttir ritstjóri, Ragnar Böðvarsson og Ólafur
H. Óskarsson (ábyrgðarmaður). Ritnefnd til aðstoðar
við umbrot var Þórgunnur Sigurjónsdóttir prent-
smiður. Kann stjómin ritnefnd, Þórgunni og öllum
þeim, sem lagt hafa Fréttabréfinu lið sínar bestu
þakkir.
3. Opið hús
Flesta miðvikudaga er Opið hús hjá félaginu í
Ármúla 19, kl. 17:00 - 19:00 eða lengur ef vill, nema
miðvikudag beri upp á lögbundinn hátíðisdag. Þar
hittast menn, spjalla og fá sér kaffitár. Opið hús hefur
verið í gangi alla miðvikudaga nema í júlí og ágúst.
Allmargir hafa litið inn, spjallað, borið saman bækur
sínar og kíkt í bókasafn ÆF.
4. Bókasafn ÆF
Fjölmargir færðu safninu góðar gjafir á síðasta ári.
Það yrði hér of langt mál að telja upp allar þær bækur
sem safninu hafa borist, og þá, sem hafa fært safninu
bókagjafir, og það eflist stöðugt. Þangað geta menn
leitað fanga t.d. í Opnu húsi eða á öðrum tíma.
5. Manntalið 1910
Stærsta verkefni Ættfræðifélagsins á þessu starfsári
var útgáfa manntalsins 1910 Reykjavík 1910, V. og
VI. bindi, sem kom út í maí á liðnu ári - og var það
mikið fagnaðarefni öllum sem að því hafa staðið (því
miður voru þessi tvö bindi merkt VI og V2 í stað V.
og VI og er beðist velvirðingar á því). I raun er
útgáfa Ættfræðifélagsins á manntalinu 1910 þó
eignuð sé Ættfræðifélaginu sameiginlegt átak þess,
Þjóðskjalasafns Islands, sem lagði til handritið og
Erfðafræðinefndar Háskóla íslands, sem lagði til
tölvuútskrift að grunnhandriti, sem Ættfræðifélagið
lét yfirfara og bera saman við kirkjubækur, leiðrétta
og lagfæra eftir föngum. Hefur verkið verið í gangi á
undanförnum árum, en ýmislegt tafði útgáfu á
manntalinu fyrir Reykjavík - aðallega annir þeirra
sem að verkinu stóðu. Var því þörf á að fjölga hönd-
um við það - og veittu nokkrir félagsmanna leið-
veislu sína.
Náðist góð samvinna við Þjóðskjalasafnið vegna
vinnu við Manntalið 1910 V.-VI, þannig að félagar,
sem unnu við handritið fengu inni á safninu nokkra
laugardaga frá kl. 10:00 til 16:00 og góð sveifla
náðist í þeirri vinnu, svo verkinu miðaði vel áfram.
Þessi vinna hefur byggst á starfi Eggerts Th.
Kjartanssonar, sem hefur unnið gott afrek með þessu
mikilvæga verki. Honum til halds og trausts hefur
verið Hólmfríður Gísladóttir eiginkona hans og
fyrrverandi formaður Ættfræðifélagsins. Honum til
aðstoðar hafa verið þau Kristinn Kristjánsson,
stjómarmaður, sem tók að sér samskiptin við Þjóð-
skjalasafnið, Anna Kristín Kristjánsdóttir, Ágúst
Jónatansson, Olgeir Möller, Ragnar Böðvarsson,
Þórður Tyrfingsson, Valgeir Már Ásmundsson og
Ólafur H. Óskarsson. Starfsmenn Þjóðskjalasafns
http://www.vortex.is/aett
19
aett@vortex.is