Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Qupperneq 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004
Hólmfríður Gísladóttir fyrrverandi formaður Ættfræði-
félagsins afhenti Ættfræðifélaginu að gjöf bók sína
Guðríðarætt.
Þórður Tyrfingsson gjaldkeri Ættfræðifélagsins þakk-
ar fráfarandi formanni Olafi H Oskarssyni fyrir farsæl
störf í þágu félagsins.
nú. Til ferðarinnar fékkst um 30.000 kr. ferðastyrkur
frá Norrænu ráðherranefndinni.
A ráðstefnunni gerðist Ættfræðifélagið aðili að
norrænum samtökum - NORDGEN (Nordisk genea-
logisk samarbeidskommité stofnuð 1993) - samtök
ættfræðifélaga á Norðurlöndum, sem hafa það að
markmiði sínu að samræma vinnubrögð í ættfræði og
efla samvinnu ættfræðifélaga á Norðurlöndum.
ísland er fullgildur aðili á þeim vettvangi, en fulltrúi
Noregs, Jan Eri, „leder DOS-Norge (Databehandling
í slektsforskning)“ bar upp umsókn okkar á fundi
stjómar NORDGENs og var hún samþykkt sam-
hljóða. NORDGEN beitir sér m.a. fyrir að efla tölvu-
notkun við ættfræðirannsóknir. Þá var samþykkt af
stjóm NORGENs að gefa Ættfræðifélaginu færi á að
standa fyrir norrænni ráðstefnu á vegum þess.
Dersom Island önsker a sto som vertskap, ble det
sluttet at Ættfræðifélagið far forrang som arrangor
eget önske.
Á ráðstefnunni fengust frekari upplýsingar um
sérstök ættfræðifélög, sem eru starfandi á Norður-
löndum nema á íslandi, sem einnig eru aðilar að
NORDGEN og nefnast DlS-Danmark, DIS-Finn-
land, DIS-Norge og DlS-Sverige, sem hafa á stefnu-
skrá sinni að skrásetja (að mestu í sjálfboðavinnu)
ýmis frumskjöl, svo sem kirkjubækur, dóinabækur,
manntöl o.þ.h. sem lúta að ættfræði, lýðfræði, félags-
fræði, hagfræði, og fleiri fræðigreinum, auk þess
sem þessum frumgögnum er bjargað frá hugsanlegri
eyðileggingu, og þar með gerð aðgengileg öllum
þorra manna.
Ættfræðifélagið stofnaði nýverið til stjórnar-
nefndar - DIS nefndar -, sem huga skal að leiðum til
að virkja hina fjölmörgu tölvuvædda félaga í ÆF til
þess að taka upp samskonar vinnu við að tölvuskrá
frumskjöl, sem liggja í ýmsum skjalasöfnum lands-
ins - lítt eða ekki aðgengileg. Norræna ráðherra-
nefndinn hefur úr ýmsum sjóðum að ráða, sem hún
veitir styrki úr t.d. til „menningar-samstarfs í
almannaþágu". Hér gæti leynst gott tækifæri fyrir
Islendinga á öld upplýsinga að virkja sjálfboðaliða til
slíkrar vinnu. Þá væri einnig hugsanlegt að feta í
fótspor Svía, sem fyrir nokkrum áratugum virkjuðu
atvinnulausa í nokkrum dreifðum byggðum
Svíþjóðar til að tölvuskrá kirkjubækur og skyld skjöl
með því að tölvuvæða nokkra staði og ráða
atvinnulaust fólk til starfsins.
Tekist hefur samvinna við Þjóðskjalasafn um
þetta verkefni, en þar er í fyrirsvari Eiríkur Guð-
mundsson, en Þórður Tyrfingsson og Hálfdán Helga-
son hafa hitt hann að máli og munu væntanlega halda
málinu við.
Á fundi sínum 5. febrúar sl. samþykkti stjórn Ætt-
fræðifélagsins samhljóða eftirfarandi tillögu: „Stjórn
Ættfræðifélagsins lýsir ánægju sinni með undirbún-
ingsvinnu að tölvuvinnslu ættfræðiupplýsinga með
DIS starsemi í huga. Stjómin samþykkir að tilkynna
Þjóðskjalasafni að hún sé reiðubúin til þess að reyna
að virkja félaga Ættfræðifélagsins til þess að tölvu-
skrá manntöl og kirkjubækur. Jafnframt beinir
stjómin því til næstu stjómar félagsins að hún móti
stefnu um það hvernig vinna skuli verkið“.
10. Fjármál
Reikningar félagsins verða lagðir fram hér á eftir,
sýna þeir erfiða stöðu fjármála, þar sem félagið
skuldaði um 1,4 Mkr. um síðustu áramót. En mér er
ljúft að tilkynna, að félaginu barst í dag góður
styrkur frá fyrrv. menntamálaráðherra Tómasi Inga
Olrich að upphæð 750 þús. kr. í gær barst félaginu
tilkynning um styrk frá SPRON að upphæð 250 þús.
kr, svo vænkast nú hagur strympu. Félagið endur-
nýjaði umsókn sína um styrk frá menningarmála-
nefnd Reykjavíkurborgar, eins og áður segir. Þórður
Tyrfingsson gjaldkeri, hefur haldið vel um fjárreiður
félagsins á þessu erfiða fjárhagsári. Kann ég honum
miklar þakkir fyrir.
Stjómin kannaði leiðir til að koma félaginu á fjár-
lög Alþingis, m.a. með því að ganga á fund Davíðs
Oddssonar, forsætisráðherra, sem hvatti hana til að
hafa samband við fjárveitinganefnd Alþingis í tíma
fyrir næstu fjárlög, og kvaðst þá myndi styðja félagið
í þeirri veiðleitni, ef hann fengi við það ráðið.
http://www.vortex.is/aett
21
aett@vortex.is