Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Síða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004
11. Stjórnarmenn kveðja
Nú verðum við að sjá á bak stjómarmönnum.
Kristinn Þorlákur Kristjánsson, tók sæti í aðal-
stjóm 1997 og kveður nú eftir farsælt starf í þágu
félagsins, hann hefur þjónað sem gjaldkeri, vara-
formaður og meðstjórnandi, auk þess sem hann hefur
síðustu árin verið tengill okkar við Þjóðskjalasafn,
þá hefur hann undirbúið félagsfundi okkar og lagt
með sér kaffibrauð, svo dæmi séu tekin.
Olgeir Möller, tók sæti í stjóm félagsins fyrir
þremur árum, hann hefur þjónað sem ritari, með-
stjórnandi og varamaður - auk þess hefur hann löng-
um tekið ljósmyndir af atburðum sem snerta sögu
félagsins, margar þeirra hafa birst í Fréttabréfinu.
Ragnar Böðvarsson tók sæti í stjóm félagsins fyrir
þremur árum, hefur hann þjónað sem meðstjómandi
og ritari - Þá hefur hann átt sæti í ritnefnd Frétta-
bréfsins, skarpskyggn og tillögugóður.
Mér segist svo hugur um að þessir menn hverfi
ekki alfarið á braut, en myndi eins konar bak-
varðarsveit, stjórninni til stuðnings, þá og þegar hún
leitar til þeirra.
Kann ég þessum mönnum mínar bestu þakkir fyrir
samstarfið á liðnum árum, góða viðkynningu og
góðan stuðning þau ár, sem við höfum unnið saman
og óska þeim góðs farnaðar á lífsins vegum.
Vil ég biðja fundarmenn að taka undir þessar
þakkir með því að klappa duglega fyrir þeim.
12. Tala félaga
Stjómin ákvað að senda skuldugum félögum bréf
með hvatningu um að gera skil á félagsgjöldum sín-
um, ella yrðu þeir strikaðir út af félagaskránni, enda
er dýrt að senda Fréttabréfið til manna, sem ekki hafa
gert skil á árgjaldi sínu við félagið. Samkvæmt upp-
gjöri kom eftirfarandi í ljós:
Eftirtaldir fá Fréttabréfið:
Heiðursfélagar 9
skuldlausir íslendingar 541
skuldlausir útlendingar 5
skulda árgjald 2003 58
kynningareintök 20
Samtals útsend blöð 633
Miðað við þetta hafa vel á annað hundrað manns
verið strikaðir út af félagaskránni.
13. Látnir félagar
Þá minntist formaður á látna félaga á liðnu ári, og
bað fundarmenn að rísa úr sætum og minnast þannig
með virðingu látinna félaga. Skrá yfir látna félaga
birtist annars staðar hér í Fréttabréfinu.
Munið að greiða gíróseðilinn
sem fyrst!
14. Að lokum
„Nú þegar ég stend hér á leiðarenda eftir fjögurra ára
formennsku í þessu ágæta félagi, er mér efst í huga
þeir fjölmörgu félagar í Ættfræðifélaginu, sem ég hef
kynnst á þessum tíma - þá er ég fullur þakklætis til
þeirra mörgu sem hafa lagt mér og þá um leið félag-
inu lið því til framdráttar. Þá óska ég væntanlegum
formanni og öðrum nýliðum í stjóminni og þeim sem
áfram eiga sæti í henni alls velfarnaðar á komandi
starfsári.
„Farið í friði.“
Nýr formaður
Ættfræðifélagsins
Eiríkur Þ. Einarsson
bókasafnsfræðingur var
kjörinn formaður Ætt-
fræðifélagsins á síðasta
aðalfundi.
Eirrkur er fæddur 5.
febrúar 1950 í Vest-
mannaeyjum. Foreldrar
hans eru Einar Haukur
Eiríksson f. 8. desember
1923 á ísafirði og k.h.
Guðrún Þorláksdóttir f.
20. september 1920 í Vík í Mýrdal.
Föðurætt Eiríks er frá Ingjaldssandi, Hrauns-
ætt hin yngri, ættfaðir EiríkurTómasson f. 1800.
(Hraunsættina má finna á netinu http://www.
hafro.is/~eirikur/Eirikur/eirtomas.html). Þar má
finna um 3000 niðja. Móðurætt föður hans er frá
Breiðafirði. Langafi Eiríks var Einar Pétursson
dannebrogsmaður úr Rauðseyjum. Kona hans
var Elín Jóhannesdóttir frá Blámýrum- af Amar-
dalsætt.
Eiríkur lauk stúdentsprófi frá MA 1970 og
prófi í bókasafnsfræði frá HÍ 1981. Hann hefur
unnið sem bókasafnsfræðingur á Hafrannsóknar-
stofnun og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
síðan 1971. Leiðsögumannsprófi lauk hann 2001
og hefur unnið við leiðsögn ferðamanna á sumrin
síðan. Eiríkur er kvæntur Önnu Gísladóttur f. 3.
október 1952. Þau eiga tvo drengi Einar Hauk f.
22. janúar 1973 og Finn f. 24. janúar 1983. Einar
Haukur er kvæntur og á þrjú börn.
Eiríkur kynntist ættfræðinni fyrst í „Helvíti"
en undir því nafni gekk kjallarinn á Amtsbóka-
safninu á Akureyri á menntaskólaárum Eiríks.
Þar sátu þeir félagarnir ásamt Gísla Konráðssyni
í hálfgerðu myrkri við ættfræðigrúsk og rýndu í
mikrófilmur. Fyrir 7-8 árum fékk Eiríkur sér svo
Espólín og þá var ekki aftur snúið.
http ://w w w. vortex. is/aett
22
aett@vortex.is