Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011
Fjármark hjúpað dulúð fortíðar
Fjármörk hafa í þrígang orðið á vegi mínum undan-
farin ár, þótt lítil sé ég fjárkona. Fyrst var það Páll
Lýðsson sem hafði orð á því við mig að hann vœri að
athuga sögu fjármarka og það hvernig fjármörk hefðu
gengið í œttir mann fram af manni. Pví miður entist
honum ekki aldur til þess að Ijúka því verki en hann
hafði þó ritað athyglisverða grein í Arnesing, ritll, árið
1992. Sú grein mun koma hér nokkuð við sögu. Nœst
var það œttarsaga fjármarks Magnúsar Grítnssonar
bónda og kennara á Neðra-Apavatni, en fjármark hans
á œttir sínar að rekja til langalangafa hans, Kristjáns
Magnússonar bónda og hreppstjóra í Skógarkoti í
Þingvallasveit. I þriðja sinn kom fjármark til tals þeg-
ar Gunnlaugur Skúlason, dýralœknir, frá Brœðratungu
sagði mér frá frá langafabróður sínum, Magnúsi í
Bráðrœði, sem eignaðist fjármark sitt á einkennileg-
an hátt. Við nánari athuganir kom í Ijós að fjármark-
ið sem Páll Lýðsson ritaði um í Arnesingi var einmitt
það sem Gunnlaugur sagði mér frá. En þá kom tiú babb
í bátinn því athuganir Páls bentu til þess að frásögn
Gunnlaugs vœri algjörlega tilhœfulaus! Úr þessu verð-
ur seint skorið, hvað er rétt og hvað er ekki rétt, en ég
lœt hér fylgja báðar þessar frásagnir. Þcer sýna okkur
eftil vill að sannleikurinn liggur ekki alltafá lausu, en
líka að það geta verið margar hliðar á hverju máli. Ég
lœt lesendum mínum eftir að spá í svarið og taka af-
stöðu eða leyfa dulúð fortíðarinnar að halda áfram að
hjúpa þetta gamla fjármarksmál.
Ritstjórinn
Samantekt: Guðfinna Ragnarsdóttir
Ránið, markið og rjólbitinn
„Sá á ekki að stela sem ekki kann að fela.“
Þessi orð eru höfð eftir Gottsvin Jónssyni,
öðru nafni Þjófa-Gosa eða Gosa gamla.
Gottsvin kom oft við sögu í þjófnaðarmál-
um og af honum eru margar frásagnir í
Kambsránssögu Brynjúlfs frá Minna-Núpi.
Við hann er kennt Gosamarkið sem er uppi-
staðan í eftirfarandi frásögn.
Gottsvin Jónsson var faðir Sigurðar Gottsvinssonar
á Leiðólfsstöðum í Flóa, sem var forsprakki
Kambsránsmanna. Ránið var framið 9. febrúar
1827 á bænum Kambi í Flóa. Ránið var síðar kennt
við þann bæ og kallað Kambsránið. Ránsmenn voru
grímuklæddir, heimilisfólkið var bundið og hirslur
brotnar upp í leit að peningum. Höfðu ránsmenn um
1000 ríkisdali upp úr krafsinu.
Ymiss vegsummerki, svo sem skór og vettlingur,
leiddu til handtöku. Þuríður, formaður á Stokkseyri,
taldi sig t.d. þekkja handbragðið á skó sem fannst eft-
ir ránið og leiddi það til handtöku ránsmannanna.
Sigurður Gottsvinsson átti ekki langt að sækja
glæpahneigðina því faðir hans, Gottsvin Jónsson,
(1767-1844) var oft tekinn fyrir þjófnað. Hann lá
alla tíð undir grun um afbrot af ýmsu tagi en aldrei
sannaðist neitt á hann, þótt sonur hans endaði á
Brimarhólmi, dæmdur til hýðingar, brennimerking-
ar og ævilangs þrældóms og væri hálshöggvinn þar
árið 1834.
Vel gefínn
En Gottsvini var ekki alls varnað. Hann þótti vel gef-
inn og var góður lítilmagnanum og var vinsæll með-
al almennings. Guðrún Gísladóttir frá Hæli, fædd
1814, skýrleikskona, fróð og minnug, sagði Gottsvin
hafa verið sér góður og gaf hann henni oft syk-
urmola og brauðkökur. I sögunni af Þuríði formanni
og Kambsránsmönnum eftir Brynjúlf Jónsson frá
Minna-Núpi er honum lýst sem fríðum, geðprúðum
og vinsælum.
Hann þótt góður nágranni og til allra mannrauna
var hann hinn öruggasti og þrautbesti og hverjum
manni skjótráðari og úrræðabetri ef vanda bar að
höndum. Aldrei bilaði honum hugur og aldrei þóttust
inenn vita til að honum mistækist handtök. Hann var
lengi formaður í Þorlákshöfn og hásetar hans höfðu
bæði elsku og traust á honum, segir Brynjúlfur.
Hann hneigðist snemma til drykkju og var þá svo
uppstökkur að eigi mátti orði halla og að sama skapi
illskiptinn ef í það fór, en hlífði þó alltaf vesalmenn-
um. Þótt Gottsvin væri sakaður um ótal þjófnaði þá
bar aldrei á þjófnaðartilhneigingunni hjá honum á
æskuárunum.
Til merkra að telja
Kristín kona hans var sögð hafa marga ókosti, svo sem
sjálfsþótta, hræsni, geðfrekju, ágimd og eyðslusemi.
Hún þótti svipmikil en ekki svipgóð að sama skapi.
Gottsvin þótti fá betra orð áður en hann giftist en eft-
ir.
Gottsvin var fæddur 1767 að Minni-Völlum á
http://www.ætt.is
3
aett@aett.is