Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Síða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Síða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 Hér stillir ein tæplega 400 kinda Magnúsar í Austurhlíð sér upp og sýnir hið umdeilda Gosamark sem notað hefur verið í Austurhlíð í Biskupstungum mann fram af manni. Landi. Hann átti til ýmissa merkra manna að telja, bæði presta, biskupa og sýslumanna. Gottsvin dó 77 ára á Baugsstöðum 1844. Kristín Magnúsdóttir, kona Gottsvins, var ekki jafn ættgöfug, hún var sögð dóttir Torfa nokkurs flökkukarls, en ekki dóttir Magnúsar. Þau Gottsvin og Kristín reistu bú í Steinsholti í Gnúpverjahreppi 1794 og bjuggu þar til 1826 er hann lét af búskap. Magnús, tengdafaðir Gottsvins, byggði þeim hluta af Steinsholtinu. Gottsvin og Kristín áttu átta börn sem komust úr barnæsku: Jón, Sólveigu, Sigurð, Guðbjörgu, Gottsvein, Jón yngri, Kristbjörgu og Kristínu. Sagt var að allir bræðurnir, nema Jón eldri, hneigðust til drykkjuskapar og mörg voru þau systkinin orðuð við þjófnað. Þau Gottsvin og Kristín slitu samvistir síðar á ævinni. Kristín var oftast kölluð Kristín Gottsvinskona. Slyngur að fela Gottsvin virðist hafa verið duglegur að fela því sjald- an var hann dæmdur fyrir þjófnað. Sagan segir að þessi fleygu orð um að fela og stela hafi komið til þegar ungur piltur kom hlaupandi til Gottsvins, undan Þorsteinn Jónsson varfœddur 15. október 1814 í Skálholti í Biskupstungum. Hann var sonur Jóns Jónssonar umboðsmanns konungsjarða, seinast á Stóra Armóti, sem drukknaði um sextugsaldur þegar hannféll niður um ís á Þjórsá. Þorsteinn fór til Kaupmannahafnar og lauk lagaprófi, og var settur sýslumaður í Suður-Múla- sýslu 1850. Hann sat á Ketilsstöðum á Völlum. Hann var skipaður sýslumaður í Arnessýslu 1867 og fluttist að Kiðjabergi ári síðar. Hann lést á Kiðjabergi 8. mars 1893. Hér má sjá Gosamarkið, tvístýft aftan hægra, sneiðrif- að aftan vinstra, sem á að vera komið frá Gottsvin í Steinsholti sem oft var kallaður Þjófa-Gosi eða Gamli- Gosi. yfirvaldinu, með fullan brennivínskút, og bað hann um að fela hann fyrir sig. Þá á Gottsvin að hafa sagt: „Sá á ekki að stela sem ekki kann að fela,“ og stakk kútnum ofan í grútarkerald. Leitarmenn höfðu ekki lyst á að fara ofan í keraldið þótt þá grunaði að kút- urinn gæti leynst þar og við það sat. Önnur saga um að vera slyngur við að fela er í bók- inni„SaganafÞuríðiformanniogKambsránsmönnum“ eftir Brynjúlf frá Minna-Núpi. Þar er sagt frá því að Gottsvin hafi stolið peningum en það ekki uppgötvast fyrr en hann var riðinn af stað heim til sín. Honum var veitt eftirför sem hann hefur sjálfsagt orðið var við. Þegar eftirleitarmenn nálguðust hann bar eitt sinn hæð á milli hans og þeirra. Þegar þeir komu yfir hæðina stóð Gottsvin þar yfir hesti sínum dauðum og harmaði mjög að þessi efnilegi gæðing- ur skyldi hafa sprungið á sprettinum þegar hann tók hann til kostanna. Leitarmönnum þótti það leitt að hesturinn skyldi hafa verið veill fyrir hjarta og skildi þarna með þeim og Gottsvini. Eftir á fengu menn bakþanka en þá var orðið of seint að gera neitt í málinu. Þótti mönnum líklegt að Gottsvin hefði sjálfur drepið hestinn, sett peningana inn í hann og látið hann liggja þannig að sárið leynd- ist undir honum. Skatan og málbeinið Gunnlaugur Skúlason, dýralæknir, frá Bræðratungu, sagði mér eftirfarandi sögu, sem varð kveikjan að þessari samantekt: Sumarið eftir Kambsránið var Gottsvin í varðhaldi hjá Jónsen umboðsmanni á Armóti, ákærður fyrir þjófnað. Jónsen þessi hét fullu nafni Jón Jónsson og var lögsagnari á Stóra-Ármóti. Hann var langalangafi Gunnlaugs Skúlasonar. Gottsvin harðneitaði allri sök og beitti Jónsen hann ýmsum brögðum til að reyna að fá hann til að játa. Lét hann m.a. bera fyrir hann harða skötu, en það var trú manna að þeir sem slíkt eti verði svo kjöftugir að þeir geti ekki þagað yfir leyndarmáli. En Gottsvin vissi hvað við lá og neitaði sér um sköt- una, þótt soltinn væri. http://www.ætt.is 4 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.