Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Qupperneq 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011
Þá var hann bundinn ofan á kistulok úti í skemmu,
með járn á höndum og fótum, látinn líða sult, og vænn
rjólbiti hengdur í spotta ofan við hann. Svo stutt var í
spottanum að Gottsvin gat með engu móti náð rjólinu.
Er haft eftir honum að þá kvölina hafi hann átt verst
með að þola, því munntóbaksmaður var hann mikill.
Rjólbitinn
Á bænum var þá ungur drengur, sonur bóndans, 14
ára, Magnús að nafni, en hann var langafabróðir
Gunnlaugs dýralæknis. Jónsen afhenti einhverju sinni
Magnúsi syni sínum lyklana að skemmunni og átti
hann að leggja járnin á Gottsvin um kvöldið og gekk
það vel. Get ég þá ekkert fleira gert fyrir þig, spurði
drengurinn. Ekki nema þú gæfir mér brennivínstár
eða tóbakslús, segir Gottsvin. Brynjúlfur frá Minna-
Núpi segir Magnús hafa fært fanganum bæði víntár
og rullutuggu en Gunnlaugur segir langafabróður
sinn hafa lengt svo í bandinu að Gottsvin náði rjólbit-
anum.
Svo mikils mat Gottsvin þennan greiða drengs-
ins að hann bað Magnús þiggja af sér fjármarkið sitt,
það hefði reynst sér farsælt. Sagan segir að Þorsteinn,
bróðir Magnúsar, hafi einnig skotið að Gottsvini
brennivíni og tóbakstuggu án þess að faðir þeirra
vissi. Þorsteinn varð síðar sýslumaður, hann var
langafi Gunnlaugs Skúlasonar dýralæknis. Þorsteinn
var oft kallaður „kansellíráðið á Kiðabergi.“ Markið
var síðan í eigu Magnúsar Jónssonar, sem oftast var
kenndur við Bráðræði, d. 1889 og afkomenda hans.
Núverandi eigandi þess er Magnús Kristinsson
bóndi í Austurhlíð í Biskupstungum, fæddur 1953,
en Magnús í Bráðræði var langalangalangafi hans.
Magnús í Bráðræði bjó líka í Austurhlíð á árunum
1835-1861.
Markið er tvístýft aftan hœgra, sneiðrifað aftan
vinstra. Magnús, notar alltaf, og eingöngu, þetta gamla
mark sem hefur alla tíð verið kallað Gosamarkið. Eins
og áður sagði gekk Gottsvin oft undir Gosanafninu
sem Þjófa-Gosi eða Gamli-Gosi. Á hverju ári markar
Magnús í Austurhlíð öll sín lömb með þessu marki en
hann er nú fjársterkasti bóndinn í Biskupstungunum
með tæplega 400 fjár. Magnús erfði markið eftir
Jóhann, bróður sinn, sem dó ungur. Markið kom til
hans frá afa þeirra, Guðmundi Magnússyni, bónda í
Austurhlíð, sem notaði það allan sinn búskap. Magnús
í Bráðræði var langafi Guðmundar. Sama ættin hefur,
Markið tvístýft aftan hægra, sneiðrifað aftan vinstra,
kom til Magnúsar Kristinssonar frá afa hans, Guðmundi
Magnússyni, bónda í Austurhlíð, sem myndin er af, sem
notaði það allan sinn búskap. Magnús í Bráðræði var
langafi Guðmundar. Sama ættin hefur, segir Magnús
Kristinsson, búið óslitið í Austurhlíð í um 300 ár.
segir Magnús Kristinsson, búið óslitið í Austurhlíð í
um 300 ár.
Helstu heimildir:
Sagan af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum eftir
Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi með viðaukum og
fylgiskjölum í útgáfu Guðna Jónssonar, 1954.
Islenskir sagnaþættir og þjóðsögur III eftir Guðna
Jónsson, 1942.
Magnús Sigurðsson bankastjóri eftir Eirík Einarsson,
Merkir Islendingar VI 1967
Munnlegar heimildir:
Gunnlaugur Skúlason dýralæknir frá Bræðratungu
Páll Skúlason lögfræðingur frá Bræðratungu
Eyvindur Erlendsson kvikmyndagerðarmaður
Magnús Kristinsson bóndi í Austurhlíð í Biskups-
tungum, eigandi Gosamarksins
4. Gunnlaugur Skúlason f. 1933 dýralæknir 6. Magnús Kristinsson b. Austurhlíð f. 1953 5. Sigríður Guðmundsdóttir f. 1934 4. Guðmundur Magnússon f. 1902
3. Skúli Gunnlaugsson f. 1888 bóndi Bræðratungu 3. Guðrún Hjartardóttir f. 1870
2. Gunnlaugur Þorsteinsson f. 1851 2. Guðrún Magnúsdóttir f. 1834
1. Þorsteinn Jónsson kanselíráð f. 1814 1. Magnús Jónsson í Bráðræði f. 1807
Jón Jónsson lögsagnari Stóra-Ármóti (,,Jónsen“)
1779-1842
http://www.ætt.is
5
aett@aett.is