Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Síða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011
Gottsvins, sonur Jóns yngra Gottsvinssonar. Hann var
albróðir Jóns Jónssonar „bláa“ í Votmúla-Norðurkoti.
Markið er enn hjá Jóni í töflunni 1883, en það er alveg
horfið árið 1890.
Páll segist ekki hafa fundið það síðan en markið
hamarsskorið sýltog gagnbitað kemur fyrir í töflunum
1883 og 1896 hjá feðgunum Þorkatli Erlendssyni í
Kringlu og Erlendi Þorkelssyni í Skálholti.
Tilbúningur
Páll segir því sýnt að klausan í Kambsránssögu um
gjafamarkið hans Gottsvins í Steinsholti sé einber til-
búningur. Hann segir Brynjúlf frá Minna-Núpi höfund
Kambsránssögu hafa verið trúgjarnan og gleypt við
þessari sögu um fjármarkið og rjólið. Mark Gottsvins
segir Páll er hins vegar dæmigert erfðamark. En eins
og að ofan greinir tókst honum að rekja það í þrjá ætt-
liði.
Páll virðist því með óyggjandi hætti hafa sýnt
fram á að mark Gottsvins fór ekki úr ættinni held-
ur hélt áfram til sonar hans og sonarsonar. Fróðlegt
væri að leita uppi sögu Gosamarksins sem bænd-
urnir í Austurhlíð hafa markað með hátt á aðra öld.
Gat Gottsvinn hafa átt fleiri fjármörk? Hefði Páll þá
ekki átt að finna þau? Hvað gerði sögu Gosamarksins
svona lífseiga ef hún var ekki sönn? Osvöruðu spurn-
ingarnar eru margar og óvíst hvort nokkurn tímann
fást svör við þeim öllum.
Borgfirskar æviskrár
Þuríður Kristjánsdóttir f.v. prófessor við Kennara-
háskóla íslands hélt erindi á janúarfundi Ættfræði-
félagsins og sagði frá vinnu sinni við útgáfu
Borgfirskra æviskráa. Hún tók við úgáfunni þegar 8.
bindið fór í vinnslu og hefur sinnt verkinu síðan. Hún
hafði aldrei ætlað sér að koma nálægt þessari ætt-
fræðivinnu, enda segist hún ekki vera ættfræðingur.
Hún átti sem nýráðinn framkvæmdastjóri Sögufélags
Borgfirðinga aðeins að stjórna þeim sem sáu um
verkið. Atvikin höguðu því þó þannig að hún sat allt
í einu uppi nánast ein með verkið. Hún segir þetta
hafa bjargast þar sem Ari Gíslason, sem þá var orð-
inn heilsulítill, hafi kennt sér til verka. Hann var, seg-
ir hún, eins og sporhundur, ótrúlegur að róta og leita í
heimildum og grafa upp fróðleikinn og samhengið.
Nú er að ljúka vinnslu á 14. heftinu og átti það að
vera lokaheftið, segir Þuríður. Ef það ætti að launa
þetta í samræmi við vinnuframlag kæmi engin bók út.
Þetta hefur rétt staðið undir sér þótt það mesta sé gert
í sjálfboðavinnu. Ein bók veltir þeirri næstu. Þegar
Þuríður lítur til baka segir hún að þetta hafi auðvit-
að líka verið mjög skemmtilegt og afar fróðlegt. Hún
sagði á sínum tíma að hún mætti hvorki kalka né
deyja fyrr en verkinu væri lokið og segir það góða til-
finningu að sjá nú fyrir endann á verkinu.
En 14. bindið verður ef til vill ekki það síðsta
eins og við var búist. Astæðan er sú að Guðmundur
Sigurður Jóhannsson, ættfræðingur á Sauðárkróki,
var fenginn til þess að gera leiðréttingar og viðbæt-
ur við öll fyrri bindinn og eins og hans var von og
vísa gróf hann upp svo mikinn fróðleik að nú stefn-
ir í að gefa þurfi út 15. bindi Borgfirskra æviskráa.
Því ber að sjálfsögðu að fagna, því aldrei fáum við of
mikið af ættarfróðleiknum, og betri mann til verks-
ins en Guðmund Sigurð Jóhannsson hefði ekki verið
hægt að fá. Við lítum því spennt til komandi binda af
Borgfirsku æviskránum.
Ritstjórinn
Þuríður Kristjánsdóttir sagði frá útgáfu Borgfirskra
æviskráa á janúarfundi Ættfræðifélagsins. Hún sagði
viðauka og leiðréttingar,sem Guðmundur S. Jóhannsson
ættfræðingur á Sauðárkróki vinnur að, svo viðamikla
að allt stefni nú í að gefa verði út aukabindi, sem yrði
það 15. i röðinni. (Ljósmynd Guöfinna Ragnarsdóttir)
Það er enginn vandi að vera trúlofaður
- en að vera í hjónabandi er ævistarf
http://www.ætt.is
7
aett@aett.is