Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Side 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011
Fjóluhólar kallast hólarnir framan við Sveinsstaði. Þeir hafa verið snöggtum hærri ósýnilegu hólarnir sem Hallgrímur
djákni horfði af þegar hann skrifaði annáiinn sinn, ekki aðeins út yfir landið sitt þvert og endilangt, heldur einnig út yfir
gjörvalla Evrópu. (Ljósmynd Magnús Ólafsson f.v. bóndi á Sveinsstöðum)
að bera út öskuna fann hún í henni parta af brunnum
og sködduðum barnslíkama er af tilkölluðum skoð-
unarmönnum var álitið að mundi af fullburða eða nær
því fullburða fóstri verið hafa, og þóttust allir vita að
þetta fóstur mundi vera þeirrar framliðnu, hvar að
margar líkur og svo lutu.
C. Sjálfsmorð og manndráp
Stúlka frá Hlíð í Lóni fargaði sjálfri sér (að mein-
ingu manna), fannst dauð í pytti. Bóndi nokkur fórst
í sjó á Reyðarfirði, gekk hann út í drykkjuvími eftir
ljósi á kaupskipi er hann hugði búð vera. Annan dag
jóla skaut danskur matrós félaga sinn til bana með
byssu af ógáti. Það var dæmt voðaverk og slapp hann
með peninga útlátum. Á Sjöunda[á] á Barðaströnd
hvarf bóndinn, Jón, fannst hann litlu síðar rekinn af
sjó og gegnum stunginn. Reyndist hann síðar myrt-
ur af sambýlismanni sínum, Bjarna Bjarnasyni, sem
ásamt konu Jóns, Steinunni, áður hafði myrt sína eig-
in konu, Guðrúnu.
3. Eldskaðar
Bærinn á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal brann til
kaldra kola á hvítasunnu í ofsaveðri. Fólk var við
kirkju. Á einum bæ í Suður-Múlasýslu brunnu inni
tvö böm af lyngkveikju er tvö eldri böm - er sjálf af
komust - höfðu gjört af rælni. Fólk var í kirkjuferð.
Bær brann á Reykjavöllum í Árnessýslu og dóu
þar tveir menn. Smiðja brann hjá bónda einum í
Brjámslækjarsókn með öllu því er hann átti í reiðtygj-
um, amboðum og fleiru. Um sama bil brann smiðja
Jóns bónda Sighvatssonar í Ytri-Njarðvík með tals-
verðu af fiski og fleiru. Var skaðinn metinn 200 rd.
virði. Þennan skaða fékk eigandinn bættan að miklu
með hjálp og gjöfum nágranna sinna. Eldhús brann á
Skeggjabrekku í Olafsfirði 26. september.
4. Stuldir
Á Syðri-Brekkum í Skagafirði stolið til 100 rd., mest í
peningum en þjófurinn varð ei uppvís, og stök þjófn-
aðaröld heyrðist úr flestum landsins héröðum.
5. Vanskapnaður
Nóttina milli 18. og 19. september fæddi ógift
kvenpersóna á Hellnahól í Holtskirkjusókn undir
Eyjafjöllum tvö stúlkubörn samangróin frá öxlunum
niður til naflans og sneru bæði einn veg rétt fram sam-
síða, að öllu öðru rétt sköpuð nema að bamið til hægri
handar hafði stórt skarð í efri vörina vinstra megin
upp að nefi, svo fyrir nösum var svo sem blaðka. Þau
voru hálf alin og fimm þumlungar á lengd og eins að
mestu bæði til samans yfir um herðamar.
6. Brauðaveislur og frami
Þann 21. apríl leyfði kóngur sýslumönnum Jóni
Espólín í Borgarfjarðar- og Jónasi Scheving í
Skagafjarðarsýslu að hafa sýsluskipti.
Prokonrektor Jóhann Árnason og Friðrik Abraham
Kolvig urðu skrifarar þeirrar konunglegu nefndar sem
sett er til að verðleggja allt jarðagóss á íslandi.
1. október varð kandidat kimrgis Ólafur
Brynjólfsson kirurgus í Vesturlands syðri hluta, í stað
kimrgs Hallgríms Bachmanns er fékk lausn í náð.
29. desember varð meðlimur hinnar konunglegu
jarða verðleggingar nefndar, kammerráð Lodvík
Eirichsen, amtmaður í Vesturamti.
Þann 8. apríl var Dvergasteinn og Mjóifjörður
veittur presti séra Salómoni Björnssyni. 14. sama
mánaðar Kross og Voðmúlastaðir í Rangárþingi
presti séra Auðuni Jónssyni. Sama dag Reynir
og Höfðabrekka í Vestur-Skaftafellssýslu séra
Sigurði Ögmundssyni, höfðu þeir brauðaskipti. 31.
maí Reynistaðarklausturkall veitt séra Gunnlaugi
Magnússyni á Ríp í Hegranesi. Sama dag Rípur
og Viðvík kapellani til Flugumýrarþinga, séra
Magnúsi Árnasyni biskups. 13. júlí Glæsibær og
Lögmannshlíð í Eyjafirði séra Jóni Þorvarðssyni
á Myrká og Myrká sama dag séra Jóni Jónssyni í
Glæsibæ. 2. maí vígðist á Hólum af stiftprófasti
Þorkeli Ólafssyni stúd. Gísli Ólafsson kapellan til
Benedikts prests Pálssonar á Stað á Reykjanesi. 15.
desember Kálfafell í Austur-Skaftafellssýslu veitt
kapellani Sveini Péturssyni. 16. ágúst vígðist stúd. Jón
http://www.ætt.is
11
aett@aett.is