Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Side 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Side 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 Jón Torfason er félögum Ættfræðifélagsins að góðu kunnur og margir komu til þess að hlusta á hann segja frá Hallgrími djákna. Hér má sjá þrjá formenn Ættfræðifélagsins: Hólmfríði Gísladóttur og Ólaf H. Óskarsson, fyrrverandi formenn, og Önnu Guðrúnu Hafsteinsdóttur, núverandi formann. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir) Þorsteinsson kapellan að Hólmum í Reyðarfirði. 26. september stúd. Jón Jónsson kapellan til Flateyjar og Múla. 3. október stúd. Sigurður Jónsson kapellan að Rafnseyri í Isafjarðarsýslu og stúd. Jón Hallgrímsson Bachmann kapellan að Miklaholti og Rauðamel í Hnappadalssýslu.3 Útskrifaðir úr Reykjavíkurskóla: Páll Guð- mundsson, Magnús Arnason, Grímur Jónsson, Oddur Jónsson, Benedikt Magnússon, Jón Guðmundsson. Úr heimaskóla: Vigfús Eiríksson, Einar Bjarnason, Bjarni Vigfússon, Otti Guðmundsson, Gunnar Þorsteinsson, Þórður Sveinbjörnsson. Úr Hólaskóla í síðasta sinni: Hallgrímur Hannesson, Olafur Þorleifsson, Hallgrímur Jónsson, Páll Erlendsson, Baldvin Þorsteinsson. 7. Ýmislegt Kóngsbréf kom inn, af 2. október 1801, með hverju biskupsstóll og skóli á Hólum var af tekinn en fastsett að einn biskup skyldi vera yfir öllu Islandi og Hólastiftis skólapiltar megi njóta kennslu og ölmusu í Reykjavíkurskóla. Þetta ár kom hér og að kóngsboði nefnd manna er verðleggja skyldu allt jarðagóss á Islandi, samt selja við opinbera auction Hólastól og allt hans jarðagóss. Þessir kommiss- arii voru: Kammerráð Lodvík Eirichsen, assessor í Islands yfirrétti Stefán Stephensen og lögsagnari í Eyjafjarðarsýslu Gunnlaugur Guðbrandsson Briem. Hólastóll var af þeim seldur og tilsleginn 7. ágúst amtmanni Stefáni Thorarensen fyrir 2010 rd. Hafði biskupsstóll þá staðið á Hólum í rétt 700 ár og skóli nærfellt eins lengi. Þann 12. janúar varð vart við jarðskjálfta norð- anlands sem þó gjörði engan skaða. Bóndanum Guðmundi Jónssyni á Skildinganesi var þann 19. nóvember af kóngi veitt gullmedalían Fyrir Eðaldáð og leyft að bera hana á brjóstinu sem heiðursmerki fyrir björgun manns úr sjávarháska. 8. Erlendis Friður var nú stiftaður milli allra að undanfömu stríð- andi þjóða um heim allan. Arferði gott í Danmörk og matvæli í lágu verði, til dæmis 1 tunna rúg 3 rd., 48 sk.; mjöl 4 rd., 48 sk.; grjón 7 rd.; 1 pund smjörs 16 sk., kaffibaunum 28, sykri 28 sk. Þann 2. apríl var úthlutað þeim heiðurspeningi, er sleginn var í minningu orrustunnar 2. apríl, eður á skírdag 1801, til þeirra stríðsmanna er þá höfðu sýnt drengilega framgöngu. Stríðsmanna yfirboðarar fengu hann af gulli en lægri stéttar stríðsmenn af silfri. Þann 5. febrúar gjörði nefnd sú, er kóngur hafði til- sett að veita móttöku og ráðstafa fríviljugum gjöfum föðurlandsins borgara til endumæringar þeim særðu og limlestu í skírdagsbardaganum og til aðstoðar eft- irlifandi ekkjum og börnum þeirra föllnu, skýrslu yfir þá meðteknar gjafir er hlupu til 252.434 rd., 66 sk. fyrir utan víst árlegt tillag, 1485 rd. Meðal gjafanna voru 14.702 rd., 69 1/2 sk. gefnir fyrir áheymarleyfi hátíðlegra söngleika hins konunglega gleðispilameist- ara Knudsens, til hvers hann varði miklu ómaki og fyrirhöfn og ferðalagi allt sumarið og fram á vet- ur, í hverju skyni kóngur eftir lét Knudsen alla inn- tekt gleðispilahússins eitt kvöld (sem hlaupið getur til 700 rd. þó enginn gefi meira en venjulegt er, en nú gáfu margir miklu meira til þakklætismerkis við Knudsen). Þar til gaf kóngur honum heiðurspening- inn Að Verðugleikum úr gulli. Ferjumaður Bagge fékk og sama slags heiðurspening úr silfri og 30 rd. pension fyrir björgun manna af hafskipi úr lífs- háska og fimm hans hásetum hverjum fyrir sig fimm dúkata. Stórkaupmannafélagið í Kaupmannahöfn gaf http://www.ætt.is 12 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.