Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Síða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Síða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 og sama Bagge silfurkönnu er vó 105 lóð en hverjum hásetanna bikar 25 lóð að vigt. Þjófnaður, rán og manndráp fóru nú víða í vöxt svo í Danmörk sem Þýskalandi og víðar af umflakk- andi erfiðis- og brauðlausum stríðsmönnum, er sleppt var lausum úr herþjáningum þeirra stríðandi þjóða þá almennur friður á komst. í Noreg var kuldinn 11. til 14. janúar 21 1/2 til 29 gráður. I Rússlandi var einhver hinn mildasti vetur í manna minnum og stóra stöðuvatnið, Ladoga, lagði aldrei. Þar á móti var vorið kalt mjög með snjó og frostveðráttu í maí mánuði. Hjá staðnum Kolúga sást lítið ský hátt á lofti er stækkaði og nálgaðist skjótt, en þá það hafði snert jörðina varð hún alþakin af ormum sem víða hvar lágu sex þumlunga þykkt. Ormamir vom tveggja þumlunga langir og hvítleitir að lit. I Frankaríki var árferðið yfrið gott, sérdeilis mjög frjósamt af vínberjum og alls konar ávöxtum. Katólsk trúarbrögð fastsett að skyldu ríkja helst í landinu og þau protestantisku viðhaldast. Prestar og kapellanar skulu vera 10-12.000. Biskupa laun áttu að vera 2 til 3.000 rd. en prestanna eins mörg hundrað. Páfinn staðfesti sölu allra kirkjum og klerkum áður tilheyr- andi fasteigna. Hann fyrirgaf þeim geistlegu er höfðu gift sig en segir þá hér eftir fría frá prestslegu standi. I Englandi upp kom á ný mikill stríðs útbúningur sem þó ekki varð meira af. Englands floti er nú 133 línuskip, 20 skip upp á 50 fallstykki, 197 fregátur; þar að auk 65 línuskip sem ekki eru að öllu útbúin. I Hollandi leiddist inn ný stjórnarbylting, þó án blóðsúthellingar. Þann 16. maí kom í Schlesien álnar djúpur snjór á þjóðbrautum og um sama leyti lagði hálfs þuml- ungs þykkan ís á vötn í Englandi. Vatnsflóð mikil í Þýskalandi víða nálægt Rín er spilltu mjög vínyrkju. Við þorpið Pústachjel í Ungaríalandi féll í haglviðri 28. maí eitt ískom niður, 10 vættir að þyngd, ferkantað, þrjú fet á lengd og breidd, tvö á hæð. Átta manns gátu ekki lyft því. Önnur haglkorn vom á kofforts stærð. Dr. Gauss í Brúnsvík fann nýja plánetu er gengur kringum sólina og kallast Ceres. I Vallandi var hart og kalt vor, eins og víðast í Norðurálfu, með sterkum næturfrostum (þar sjaldgæf- um á vordag) er olli silkiormum líftjóns og undir eins almenningi neyðar, hvers bjargræði mikið er undir silkiaflanum komið. Um sumarið hrapaði og sökk milli Chieti og Popoli fjall mikið sem gjörði þjóðbraut ófæra um 11/2 mílu, 500 manns dóu undir þessu skelfilega hruni. Sardiníu kóngur sagði af sér stjómina en bróðir hans settist í hásætið og kallar sig Victor Emanuel I. BÆKUR TIL SÖLU Búalög, ekkert útgáfuár. Réttur,tímarit l.ár 1915-1916,2. ár 1917,3. ár 1918. Lögbók Magnúsar lagabætis útg. 1858. Dactylimus Ecclesiasticus - Fingrarím, ób. gotneskt letur, útg. 1838. Gömul biblía, vantar fremstu blaðsíður. Om den Trojaniske krig, gotneskt letur, afgömul. Símaskrá 1937. Utför Jóns Sigurðssonar útg. 1880. Lögfræðingur tímarit 1.-2. árg. 1897-1898. Almanak Þjóðvinafélagsins 1912-1913. Saga af Parmes loðinbimi útg. 1884,43. bls. Brautryðjandinn, saga Jóhannesar Oddssonar verkalýðsfor- ingja á Seyðisfirði eftir Benjamín Sigvaldason 63 bls. ób. Drangey, 87 bls. pési. Guðni Jónsson: Isl. sagnaþættir og þjóðsögur VIII ób. Sögusafn ísafoldarVIIútg. 1894, IX útg. 1896. Uundværlig haanbog - for kunstnere og haandværkere útg. Khöfn 1870. Heimsstyrjöldin, einkabréf frá hermönnum útg. 1915. Heimilisvinurinn útg. 1911; þar í Ævisaga George Múller, útg. 1906; þar í Leo Tolstoy. Þrjú ævintýri eftir Sigurbjörn Sveinsson í sömu bók. Ljóð Steingríms Thorsteinssonar, m.a. Redd-Hannesarríma. Ljóðheimar eftir Einar Markan. Augnabliksmyndir, ljóð eftir Lilju Björnsdóttur. Munarósir. ljóð eftir Hjálmar Þorsteinsson Hofi, smábækl- ingur Geqtir tímarit, 1947-vantar 1 hefti, heilir árgangar 1948, 1949,1950,1951. Lille handelsgeografi, útg. 1920,112 bls. 1 einni bók: Arni eftir Björnstjerne Björnson útg. 1897, Heimtur úr helju-leynilögreglusaga útg. 1905, Fjárdrápsmálið í Húnaþingi eftir Gísla Konráðsson útg. 1898, Ríma af Ármanni og Helgu eftir Símon Dalaskáld útg. 1891, meiri kveðskapur eftir Símon. Skáld-Rósa eftir Jósep Húnfjörð, lítill ljóðapési. Hvar er Hvinverjadalur eftir Jón Eyþórsson, pési útg. 1965, 20 bls. Afgömul sálmabók, forsíðu vantar. Reykjavíkurför, gamansöm ástarsaga eftir St. Daníelsson. 48 bls. pési. Hallsteinn og Dóra, leikrit eftir Einar H. Kvaran, ób. Rímur af Hænsna-Þóri, kveðnar af Sveini lögmanni Sölvasyni og sr. Jóni Þorlákssyni, útg. 1919. Fagra veröld, leikrit byggt á ljóðum Tómasar eftir Karl Ágúst Úlfsson, 120 bls. ób. Chicagoför mín 1893 eftir Matth Jochumsson, útg. 1893, 160 bls. Rastir, tvær smásögur eftir Egil Erlendsson, útg. 1911. Lélegt band. Þingvöllur eftir Matthías Þórðarson, útg. 1945,285 bls. ób. Kort fylgir. Jón Sigurðsson eftir Pál Eggert Ólason I-V, útg. 1929-1933. Árbækur ferðafélagsins: Fuglabókin, Kerlingarfjöll, Amarvatnsheiði og Tvídægra, Vestur-Húnavatnssýsla, Austur-Húnavatnssýsla. Húnavaka 1963-1965,1967,1968,1971,1973,1976,1978,2002. Húnvetningur 1998 Skagfirðingaþættir útg. 1956,71 bls.ób. ÞorvaldurThoroddsen: Minningabók - Safn fræðafélags- ins 1923. Ættartölubækur Espólíns í góðu ástandi. How to do it encyclopedia mechanix illustraded, 16 b. ib. 19 stk. ástarsögur. Uppl. gefur Ragnar Böðvarsson Selfossi símar 4823728 og 8496385. http://vvww.ætt.is 13 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.