Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011
Bjarni Harðarson:
Tómasi Sæmundssyni leiðist
✓
Hugleiðingar um ritmenningu Islendinga
Séra Tómasi Sæmundssyni Fjölnismanni
leiðist. Hann er kominn heim eftir margra
ára dvöl með þjóðum. Hann sat í skóla í
Kaupmannahöfn og fór eftir það í ársreisu
um Evrópu. Þegar ég var strákur hét það int-
errail, en varla lengur, og ekki heldur þeg-
ar Tómas er á ferðinni fyrir hartnær tveim-
ur öldum. Eftir Evrópuævintýrin tekur við
prestsstarf í einni fallegustu sveit lands-
ins, Fljótshlíðinni, og rómantískara getur
andrúmsloftið varla verið. Hann stendur á
söguslóðum Gunnars á Hlíðarenda en finn-
ur ekkert nema leiðann. Það eru þokuand-
ar í landinu sem gera hann daufan og hann
saknar þess að geta ekki farið út og hitt vin-
ina eins og hann gerði í bjórkjöllurum evr-
ópskum, ekki fundið í nándinni sálufélaga.
Og hann tekur sérstaklega fram hvað það sé
leiðinlegt að fá ekki til lestrar ný tölublöð af
Allgemeine Zeitung.
En því er ég að tala um þetta hér á ráðstefnu um
Guðrúnu Baldvinu Amadóttur frá Lundi. Þessar setn-
ingar eiga ekki einu sinni við á líftíma Guðrúnar,
heldur er hér vísað til atburða öld fyrr, ef það er þá
atburður að manni leiðist. Kannski frekar ástand og
það ástand sem við öll þekkjum.
A þeim dögum fullkomnunar sem nú ríkja, er það
vitaskuld skilgreint sem vandamál að manni leiðist
en það er vitaskuld misskilningur. Sjálfur ólst ég upp
við þau sannindi að það væri einmitt hollt að láta sér
leiðast og hefi sannfærst betur og betur um réttmæti
þeirra kenninga.
Stóriðja sveitanna
Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur bað mig að tala
hérna og nefndi í framhjáhlaupi hvort að það mætti
ekki vera um það hvemig menningin gæti orðið að
stóriðju sveitanna. En að betur athuguðu máli er við-
tengingahættinum ofaukið í þessari fyrirsögn. Það er
miklu frekar að við veltum fyrir okkur hversvegna og
Þessi grein byggir á erindi sem Bjarni Harðarson
hélt á málþingi um Guðrúnu frá Lundi norður í
Ketilási í Fljótum 14. ágúst síðastliðinn.
hvernig menningin sé og hafi verið stóriðja sveitanna
og hvort hún verði það ekki örugglega áfram.
Allt frá tímum Saxo hins málspaka á 13. öld hef-
ur menningarstarf í íslenskum sveitum vakið athygli.
Sjálfur telur Saxo þjóð þessa sögufróðari mörgum
þjóðum og segir meðal annars um þetta:
Ei skal ég heldur láta iðni íslendinga liggja í þagn-
argildi. Sökum þess hve hrjóstrug er feðrajörð
þeirra, hafa þeir orðið að lifa hófsömu lífi, og
leggja þeir í vana sinn að safna þekkingu um
afrek annarra og gera hana lýðum ljósa, bæta þeir
sér þannig veraldlega fátækt sína með auðlegð
andans. Þykir þeim góð skemmtan að fræðast um
það, er sögulegt gerist með öllum þjóðum, og skrá
það til arfs handa þeim, er eftir koma, og sýnist
þeim eigi minni heiður að segja frá stórvirkjum
annarra en sjálfir vinna þau. Fjárhirslur þeirra,
sem eru fullar af kostugum sögum um viðburði
fortíðarinnar, hefi ég gaumgæfilega rannsak-
að, og eigi alllítinn hluta af verki þessu hefi ég
grundvallað á sögum þeirra, því ég hefi ekki álit-
ið það ósamboðið virðingu minni að nota þá sem
heimildarmenn, þar eð ég vissi, hversu vel forn-
öld var þeim kunn.
Semsagt, alveg einstaklega merkilegt fólk, þess-
ir Islendingar. Fólk öðru fremra, að vísu ekki fyrir
vopnfimi, það kemur hvergi fram nema í okkar eig-
in grobbi og ekki fyrir klókindi umfram aðra menn í
meðferð fjár - þar áttum við fyrr helst þá menn sem
þekktir voru af endemum í græðgi eins og skáldið
Egill á Borg. Slíkt varð okkur ekki þá, frekar en nú,
til neinna fremda.
Fremd okkar þá var í því fólgin að héðan komu
meiri fræðimenn í sagnalist og kannski sérstaklega
Bjarni Harðarson kynnir sig sjálfur á eftirfarandi
hátt á heimasíðu sinni á netinu:
Bóksali á Selfossi, fyrrverandi blaðaútgefandi
og alþingismaður um skamma hríð. Fjögurra
barna faðir, Tungnamaður, óforbetranlegur forn-
aldardýrkandi og mótorhjólafrík, þjóðfrœðinemi,
umhverfissinni fram í fingurgóma, sveitamaður
og kjaftaskur,- já og framsóknarmaður af gamla
skólanum (þessvegna skráður í VG). Kvœntur
Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáldi. Börn: Eva,
Magnús, Egill og Gunnlaugur.
http://www.ætt.is
14
aett@aett.is