Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Qupperneq 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011
sagnaritun heldur en af öðrum héruðum þessa
norræna menningarsvæðis sem náði raunar yfir
nokkru stærra og annað svæði en það sem við í dag
köllum Skandinavíu.
Af hverju fræðimenn?
I aldir hafa menn brotið heilann um af hverju þessi
náttúra til fræðaiðkunar hafi stafað. Meðan frænd-
ur okkar Færeyingar geymdu með sér hljómfall og
fótmennt einstakra sagnadansa var texti sömu dansa
varðveittur á pergamenti á íslandi.
Meðan Norðmenn og Svíar byggðu og brenndu
glæstar kirkjur og virki, áttu dreka og knerri stóra
sem sögur fóru af, þá voru það Islendingar sem öðr-
um fremur björguðu þessum verðmætum með miklu
meira afgerandi hætti en nokkur borgarsmiður getur
gert. Við festum lýsingar þessa á blað.
A öldum þeim þegar örfáir íslendingar hleyptu
heimdraganum voru það samt þessir mikið, mikið
fáu, örfáu, sem skildu eftir sig fleiri heimildir heldur
en fjöldi erlendra samferðamanna og er þó margsann-
að það sem vinur minn doktor Haraldur Matthíasson
sagði á mínum menntaskólaárum að útlendingar eru
vissulega misjafnir eins og annað fólk.
Jón Indíafari er einn þessara löngu gengnu landa
okkar sem er trautt að skilja nema hafa þekkt íslenska
fræðimenn í sveit, þessa einmana sál í sveitakytrunni
sem skrifar. Guðrúnu frá Lundi, Magnús á Vöglum,
Pál í Sandvík og Snorra í Reykholti.
Jón þessi Olafsson var úr Djúpinu og fór ungur til
Danmerkur og þvælist þaðan suður til nýlendu Dana
á Indlandi. Frásögn þessa eina Islendings sem kem-
ur til Indlands á 17. öld verður helsta og langbesta
heimild Dana um nýlendu sína suður og þar fyrir utan
að Jón lýsir dönskum borgarmannvirkjum af þeirri
nákvæmni að enn þykir fengur að við rannsókn á 17.
öldinni þar heima í borginni við Eyrarsund.
Bölvaðir beinasnar
Fræðaarfur íslenskra miðaldamanna, með Snorra
Sturluson fremstan meðal jafningja, er í sögunni
frægstur og mun einn sér halda nafni þessarar litlu ey-
þjóðar á lofti um ókomin árþúsund. í þeim arfi er að
finna meiri bóklegar heimildir um líf og hætti hinna
germönsku forfeðra allrar norður Evrópu en meðal
nokkurrar annarrar þjóðar. Og samt erum við smæstir
og afskekktastir þessara þjóða. Þetta fer nú að skaga
í lofræðu af þeirri gerð sem fluttar voru á nýliðnum
blómadögum útrásarvíkinga, er það ekki? En bíðum
við.
Menn hafa um langan aldur velt fyrir sér hvað hafi
ráðið þessum mun Islendinga og annarra skandinava.
Jafnvel látið sér detta í hug að menningar- og gena-
blöndun við kelta hafi ráðið hér mestu um að gera
okkur að þessari sagnaþjóð. Hér hafi með gena-
blöndun verið búin til einhver sérstök og einkar fær
merkileg tegund, einhver homo neftóbakis sem skrif-
ar allt sem hann sér og heyrir.
Bjarni Harðarson telur að sagnahefð Islendinga stafi af
einsemd og ,jákvæðum“ leiðindum í einangruninni á
Islandi. I stað þess að ræða við nágrannabóndann sneri
bóndinn sér að bókfellinu. Bjarni varpar fyrir róða þeirri
hugmynd að Islcndingar hafi orðið sagnaþjóð vegna
hagstæðrar gcnablöndunar Kelta og Norðmanna.
Og þar með erum við ekki bara lentir á glapstig-
um mannræktarfræðinnar, sem ég ráðlegg engum að
halda inn á, heldur líka á villigötum sem fljótgert er
að slá út af borðinu. Algerlega sambærileg blöndun
átti sér stað í Færeyjum og í ýmsum norðurhéruðum
Bretlandseyja.
Kenningin gerir enda ráð fyrir að við íslendingar
séum öðrum þjóðum vitrari og þessvegna svona
duglegir við skriftir. Þegar ég heyri slíkt fimbulfamb
verður mér hugsað til sveitunga míns Bergs gamla
Jónssonar á Laug í Biskupstungum sem átti þar í
Haukadal allar ættir sínar og ól sinn aldur. Kominn
af því höfuðbóli og því fólki sem fyrst stofnaði skóla
á Islandi.
Þegar talið barst eitt sinn að sveitungum hans sagði
Bergur blátt áfram og af einlægni þess sem aldrei tal-
aði um hug sér:
- Tungnamenn, þetta eru allt bölvaðir beinasnar, ég
held ég ætti að vita það, búinn að vera með þeim í
áttatíu ár.
Við hin segjum þetta ekki upphátt en eigum, líkt
og Bergur, bágt með að trúa að Islendingar séu öðr-
um þjóðum vitrari, miklir eru þá beinasnarnir í öðrum
sóknum. En ef ekki af viti og ekki af genum og varla
iðjusemi, hvað er það þá? Af hverju kemur þetta?
Byggðamynstur fremur en gen
Til þess að svara slíkri spurningu verðum við að horfa
til þess hvað er hér með öðrum hætti en meðal grann-
þjóða okkar og jafnvel meðal þjóða yfirleitt. Hvað
skilur okkur frá?
Og þá erum við komin að upphafinu í þessu erindi,
leiðindunum. Það sem skilur okkur fremur en nokkuð
annað frá öðrurn þjóðum er byggðamunstrið. Það var
ekki bara að á íslandi vantaði í þúsund ár borgir, án
http://www.ætt.is
15
aett@aett.is