Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Síða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011
saman á mörgum stöðum, virkja hug margra og safna
afrakstrinum saman. Þannig vinnur fræðimaðurinn og
þannig verður af þessu öllu stóriðja sem er ekki bara
helguð mörgum vinnustundum heldur líka ótrúlega
arðsöm til lengri tíma litið.
Sé það nú arðsemin, hugsa löngu burtsofnaðir strit-
vinnumenn. Island þessarar stóriðju er fátækasta land
Evrópu og heldur þeim titli alveg fram á 20. öldina.
Jafn vanþróað og verst gerist í Afríku, skítugt, daun-
illt og fullt af forpokun og skrýtilegheitum.
En hvað gerðist. Þegar okkur opnast dyr inn í nýja
veröld þá erum við móttækilegri en flestir, þökk sé
akademíu fræðanna, þökk sé því að við erum þrátt fyr-
ir daunilla, grimma og heimska fátæktina, bókaþjóð.
Enga menn er eins auðvelt að laga til og einfalt og
óbrotið almúgafólk sem lætur hafa sig út í það að lesa
bækur.
Og þá ætla ég í lotningu fyrir hinum sæla Skagafirði
að varpa fram annarri kenningu. Sú fyrri var að landa-
fræðin hafi gert okkur að fræðaþjóð. Sú seinni er að
þúsund ára fræðagrúsk hafi gert okkur móttækileg
fyrir því að verða rík þegar okkur stóð það til boða
og það sé auk sjálfstæðisins öflugu bóklæsi að þakka
að við gátum hratt og örugglega tileinkað okkur
nútímann.
Verðmæti hefðarinnar
Bóndinn sem ekki getur losnað við kláðann og óþreyj-
una með því einu að fara á þorpstorgið, en sest þess
í stað í sitt horn og skrifar, hann lendir í annarskon-
ar starfi en sá sem situr á torginu. Og það sem skil-
ur á milli í starfi þessara tveggja er margt. Bókfellið,
pappírinn og enn síðar ritvélarblað og tölvuskjár,-
allt eru þetta agasamari félagar en vinimir á torg-
inu eða knæpunni. Þessir mótendur orðanna fara
óhjákvæmilega fram á miklu meira, eru vísir með að
kasta ambögunum öfugum að þér næsta dag eða hve-
nær sem illa á stendur.
Þessari ögun fylgir svo líka örari þróun, það sem
skrifað er í dag hefur sér til hliðsjónar það sem skrif-
að var í gær og bætir við þekkingarmolum. Þessvegna
verður Saxo hinum málspaka svo tíðrætt um að
Islendingar muni öðrum lengra aftur í myrkviði sög-
unnar og þessvegna varðveitist hér það sem glatast
öðmm. Ekki af neinni sérstakri spekt þessarar þjóðar,
meðfæddum hæfileikum eða vel heppnuðum kynbót-
um í ræktum. Nei, eins og ég vék að hér fyrr, af hinum
dýrmætu leiðindum einsemdarinnar.
Nú skyldi enginn taka orðið leiðindi í þessu sam-
hengi sem mjög neikvætt hugtak, ekki rugla því sam-
an við leiðindi sem geta orðið af peningum og jafnvel
ástum. Nei, við erum að tala um þessi guðdómlegu
leiðindi hvunndagsins.
Eg veit svo ekki hvort og hvemig ég á í lokin að
sauma þetta saman við nútímann og jafnvel framtíð-
ina. Það mætti auðvitað gera til þess að tryggja þeirri
stóriðju, sem ég rökstuddi áðan að hefði verið hér í
1000 ár, að hún verði það áfram.
í Skagafirðinum var sægur af mönnum sem skrifuðu
niður ættartölur og aðrar leiðinlegar romsur, segir
Bjarni Harðarson um sagnahefð Islendinga. Og það
getur verið gott að leiðast!
Því er fljótsvarað að stóriðja þessi verður því aðeins
til að það séu til hefðir og það séu til sveitir. Ennþá
leita skáld í sveitirnar til sköpunar og finna spektina til
starfa í rósemd dreifbýlisins. Þessvegna og í anda sög-
unnar ber okkur að líta á það sem verðmæti í sjálfu sér
að hluti af íslenskri byggð sé sveitabyggð í anda þeirr-
ar hefðar sem gert hefur okkur að því sem við erum.
Daginn sem við hættum að eiga okkur Bör
Börsson sem andlegan leiðtoga og horfum þess í stað
til höfðingja eins og Guðrúnar frá Lundi og Gísla
Konráðssonar,- ja daginn þann, hefi ég ekki áhyggjur
af íslenskri menningu og íslenskum sveitum framar.
Fornbréfasafnið á Netinu
Benedikt Sigurðsson á Akranesi hafði samband
við Fréttabréfið og sagði okkur að Fornbréfasafnið
væri komið á Netið. Það er Olöf dóttir hans,
bókasafns- og upplýsingafræðingur við Stofnun
Arna Magnússonar sem benti okkur á þetta. Það var
líka hún sem leiddi okkur inn í Sýslumannaæfirnar
á Netinu í 3. tbl. 2010. Ættfræðifélagið kann henni
bestu þakkir fyrir hjálpina.
Það er Landsbókasafnið sem lét skanna safnið.
Tengillinn á það er http://baekur.is/simplesearch.
Þetta er mjög auðveldur aðgangur, segir
Benedikt: Vinstra megin eru felligluggar, annars
vegar fyrir bindi og hinn, sá neðri, fyrir blaðsíður.
Utprentanir eru mjög þægilegar og koma jafnbet-
ur út en þegar ljósritað er úr þykkum bindum, seg-
ir Benedikt. Við kunnum honum bestu þakkir fyr-
ir hjálpina.
http://www.ætt.is
17
aett@aett.is