Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Side 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Side 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 Guðjón Óskar Jónsson skrifar: Suður heiðar Margir, sem komið hafa að Geysi, munu hafa tekið eft- ir bœ einum litlum með gamla laginu á afvikmim stað út frá almannaleið upp í bogadreginni birkihlíð undir Bjarnarfelli með fossandi lœkjum til beggja liliða og greiðfœrum hallandi engjum niður undir Laugá. Bærinn heitir Helludalur. Þar andaðist 15. apríl í vor elzti maðurinn í Biskupstungum, merkur maður og einkennilegur um margt. Hann hét Guðmundur Magnússon. Skorti hann fjóra vetur í tírœtt, er liann lézt, lxafði liann allan aldur verið í Biskupstungum. Móðurfaðir hans, er Hallgrímur hét Jakobsson, bjó í Böðvarsnesi í Fnjóskadal. Svo er sagt, að hann hafi verið í frœndsemi við Þorstein sýslumann Magnússon á Móeiðarhvoli og hafi sýslumaður boð- ið honum barnfóstur, þegar mest kreppti að í móð- urharðindunum. Tókst Hallgrímur þá ferð á hend- ur suður í land með Margréti dóttur sína tíu vetra og ætlaði að færa hana sýslumanni. En er þangað kom, var sýslumaður látinn. Sneri Hallgrímur þá norður aftur með dóttur sína. A leiðinni kom hann að Austurhlíð í Biskupstungum. Þar bjuggu hjón vel efn- uð, Guðmundur Magnússon og Kristrún Gísladóttir. Þau buðu að taka Margréti litlu til fósturs og þáði Hallgrímur það. Olst hún þar upp síðan og gift- ist fimmtán árum síðar Magnúsi, syni þeirra hjóna. Hann var manna vaskastur. Um hann er sú saga sögð, að hann sótti einhverju sinni yfirsetukonu út í Laugardal bar hana yfir Brúará og stökk með hana í fanginu yfir gjána, þar sem brúin var síðar. Þau Margrét bjuggu á Bóli og þar fœddist Guðmundur sonur þeirra 20. maí 1818. Magnús varfæddur 1767. Og það er óvenjulangur feðgaaldur, 1767 - 1918, þó að dœmi séu til um lengri. Guðmundur missti móður sína fjórtán vikna gamall og var í uppvexti ýmist með föður sínum eða íAusturhlíð og Múla. Svo hefjast eftirmæli um Guðmund Magnússon bónda Helludal skráð af síra Magnúsi Helgasyni f. 1857, d. 1940, en síra Magnús var prestur Biskups- tungnamanna frá 1884 - 1905. Eftirmælin birtust í blaðinu Lögréttu 22. júlí 1914 en voru endurbirt í riti Biskupstungnamanna, Inn til fjalla árið 1953. xxx Þorsteinn Magnússon sýslumaður Móeiðarhvoli var f. 2.febr. 1714 d. 20. júní 1785.Konahans,Valgerður Bjarnadóttir, var f. 1707 d. 26. apr. 1785. Þau voru þremenningar og fengu konungsleyfi til hjúskapar. Skyldleiki hjónanna var þessi: 1. Þórður Jónsson prestur Hítardal f. 1609 d. 27. okt. 1670 ~ Helga f. 1626 d. 16. ág. 1693 Árnadóttir lög- manns Oddssonar 2. Guðríður Þórðardóttir hfr. Hólum Hjaltadal f. 1645 d. 1707 ~ Jón Vigfússon biskup f. 1643 d. 1690. 3. Sigríður Jónsdóttir hfr. Espihóli (Stórahóli) Eyjafirði 1703 f. 1669 ~ Magnús Björnsson lögsagnari f. 1664. 4. Þorsteinn Magnússon sýslumaður Móeiðarhvoli 1. Þórður Jónsson prestur Hítardal ~ Helga Árnadóttir 2. Þorsteinn Þórðarson bóndi Skarði Skarðsströnd Dalasýslu d. 15. des 1700. ~ Arnfríður Eggertsdóttir f. 1648, hfr. Skarði búandi ekkja s.st. 1703 d. 29 ág. 1726, 3. Elín Þorsteinsdóttir hfr. Skarði f. 1678 d. 14. marz 1746 ~ Bjarni Pétursson ríki sýslumaður f. 1681 d. 15. aprfl 1768. 4. Valgerður Bjamadóttir hfr. Móeiðarhvoli. Ekki er ljóst, hver var skyldleiki Þorsteins sýslu- manns við Hallgrím í Böðvarsnesi. xxx Guðmundur Magnússon bóndi Austurhiíð var f. 1737 s.st., sonur hjónanna, Magnúsar Rögnvaldssonar og Helgu Ásmundsdóttur. Kristrún Gísladóttir var f. 1734 Austurhlíð, dóttir Gísla Arngrímssonar og k.h., sem líklega hefur verið Ragnheiður Greipsdóttir. Börn Guðmundar og Kristrúnar voru: 1. Guðrún f. 1764 hfr. Austurhlíð svo Efra-Langholti Ytrahreppi, d. 5. marz 1841. ~ Magnús Eiríksson f. des. 1763 d. 8. júlí 1846. Um niðja þeirra sjá Víkingslækjarætt gamla útgáfan bls. 480 - 509. 2. Magnús f. 1767. Hans verður getið síðar. 3. Þóra f. 1773, hfr. Brekku Biskupstungum, d. 27. ágúst 1825. ~ Bjarni Þorsteinsson f. 1776 d. 17. jan. 1857 Múla. Þau áttu nokkur börn. xxx Hallgrímur Jakobsson bóndi Böðvarsnesi varf. um 1745. Hann kvæntist 26. des. 1773 Guðfríði Jónsdóttur. Börn þeirra voru: 1. Guðrún sk. 12. sept. 1773 Böðvarsnesi. Hefur dáið ung. http://www.ætt.is 18 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.