Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Side 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Side 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 2. Margrét sk. 1. des. 1774. Böðvarsnesi. 3. Guðbjörg sk. 13. mars 1777. Böðvarsnesi 4. Kristín sk. 15. nóv. 1778. Böðvarsnesi. Hefur dáið ung. Guðfríður, kona Hallgríms, hefur líklega dáið um 1780. XXX Sóknarmanntal Böðvarsnesi apríl 1785: Hallgrímur Jakobsson bóndi 40 ára. Margrét dóttir hans 9 ára. Guðbjörg dóttir hans 7 ára. Kristín Andrésdóttir 45 ára ekkja, bústýra. Kristján Jónsson sonur hennar 11 ára. Kristín Jónsdóttir dóttir hennar 4 ára Kristrún Jónsdóttir dóttir hennar 3 ára. xxx Hallgrímur í Böðvarsnesi var sonur Jakobs f. 1705, bónda Flatey Breiðafirði, d. 28. sept. 1797 Hálssókn Þing., Hallgrímssonar f. 1669, lögréttumanns Svalbarði Svalbarðsströnd, Sigurðssonar. Kona Jakobs í Flatey og móðir Hallgríms, var Arnfríður Torfadóttir, sýslumanns Flatey, Jónssonar. Fyrri kona Hallgríms á Svalbarði og móðir Jakobs, var Ingunn Hallgrímsdóttir, lögréttumanns nyrðra, Hallssonar. Um Hallgrím Jakobsson segir svo í Sýslumanna- ævum II. bls. 98: Hallgrímur norður á Svalbarðsströnd lögréttumaður, átti Guðríði Jónsdóttur. Börn: Guðbjörg, Guðrún, Kristín. Það er alkunnugt, að í ættartölubókum eru ýmsir kallaðir lögréttumenn, þótt þeir séu það ekki. XXX Sóknarmanntal Vöglum Fnjóskadal marz 1786: Hallgrímur Jakobsson bóndi 41 árs. Guðbjörg dóttir hans, sögð 11 ára, rétt 8 ára. Kristín Andrésdóttir bústýra 46 ára. Börn hennar: Kristján 13 ára, Kristrún 7 ára. Hallgrímur bjó enn að Vöglum 1788. Kristín var bústýra hans sem fyrr. Hann var húsmaður Birningsstöðum Ljósavatnsskarði 1791 - 1794. Kristín Andrésdóttir var vinnukona s.st. þessi ár og börn hennar tvö. Árið 1801 var Hallgrímur til heimilis að prestssetrinu Hálsi, jordlös huskarl enkem. 1. forhen reppstyr. Hallgrímur Jakobsson mátti muna fífil sinn fegri. Kristín Andrésdóttir var vinnukona Draflastöðum 1801 hjá bóndanum Vigfúsi Sigurðssyni. Þar var tvíbýli. Kristrún dóttir hennar var þar til heimilis. Síðamefndi bóndinn á Draflastöðum var Kristján Jónsson, sonur Kristínar Andrésdóttur. Kona K. J. var Guðrún Halldórsdóttir. Þau bjuggu Þórðarstöðum 1816. Áttu mörg börn. Kristján Jónsson var fæddur 1773 Veisu, sbr. mt. 1816. Kristrún Jónsdóttir var hfr. Tungu Fnjóskadal 1816. Maki: Bjami Guðmundsson. Kristrún Jónsdóttir var fædd 1782 Böðvarsnesi, sbr. mt. 1816. xxx Fyrsta sóknarmanntal Austurhlíð Bisk. er frá 1796. Guðmundur Magnússon bóndi 59 ára. Magnús Guðmundsson, sonur hans, vinnumaður 29 ára. Þóra Guðmundsdóttir, dóttir hans, vinnukona 22 ára. Margrét Hallgrímsdóttir vinnukona 22 ára. Guðbjörg Hallgrímsdóttir vinnukona 19 ára. Anna Snorradóttir vinnukona 26 ára. Sigríður Gísladóttir vinnukona 40 ára Þorbjörg Einarsdóttir vinnukona 55 ára Snorri Snorrason vinnumaður 28 ára. Helgi Jónsson vinnumaður 22 ára. Ásgrímur Þorsteinsson fósturbarn 8 ára. Kristrún Magnúsdóttir, dótturdóttir Guðmundar, 2 ára. Þorgerður Þorsteinsdóttir vinnukona 43 ára. xxx Kristrún Gísladóttir, kona G.M., dó árið 1792. Guðbjörg Hallgrímsdóttir hefur líklega komið að Austurhlíð innan fermingar. Víst hafa orðið fagnaðar- fundir með systmnum frá Böðvarsnesi. Guðmundur Magnússon kvæntist í 2. sinn árið 1800 Önnu Snorradóttur, sem var vinnukona hans 1796. Anna var f. 1769 Strillu Bisk. dóttir hjónanna, Snorra Melkjörssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur. Anna gegndi i ljósmóðurstörfum í sveit sinni 1815 - 1843. Nam ekki ljósmóðurfræði, svo vitað sé. (Ljósmæðratal). Börn Guðmundar og Önnu: 1. Guðrún f. 10. júlí 1800, hfr. Neðradal, d. 29. maí 1866 ~ Þorlákur Stefánsson f. 1 maí 1797 d. 28 maí 1847. 2. Kristrún f. 1802, hfr. Helludal, d. 20. febr. 1880 Strillu ~ Sæmundur Tómasson f. 1800 d. 10. feb. 1880 Strillu. 3. Guðmundur f. 22. nóv. 1805, bóndi Brekku, d. 23. ág. 1873 ~ Helga Jónsdóttir Bachman, prests síðast Klausturhólum. f. 1808 Bjamarhöfn Snæf. d. 26. júlí 1881. Skúli Helgason fræðimaður frá Svínavatni var afkomandi þessara hjóna. Hann ritaði þátt um þau, er nefndist Hjónin á Brekku. Þátturinn birt- ist í riti Biskupstungnamanna, Inn til fjalla. 4. Margrét f. 14. nóv. 1807, hfr. Austurhlíð svo Múla, d. 5. okt. 1841 Múla. ~ Guðni Tómasson f. 29. maí 1804 d. 16. jan. 1868, Haga Grímsnesi, bróðir Sæmundar, sem nefndur er hér að ofan. http://www.ætt.is 19 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.