Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011
2. Jón f. 21. júní 1829 Brattholti d. 19. júlí 1829
3. Guðni f. 3. sept. 1830 Brattholti d. 7. jan. 1831
4. Jón f. 9. okt. 1832 Brattholti, bóndi Brattholti svo
Lambhúskoti
~ Guðný Björnsdóttir
f. 4. apr. 1825 Hjallanesi Landssveit.
Hjónin voru systrabörn. Þau áttu börn. Jón d. 12.
febr. 1864. Guðný giftist annað sinn 7. okt. 1864
Guðmundi Guðmundssyni
f. 2. júlí 1832 Efstadal Laugardal.
Þau bjuggu Gröf Ytraheppi 1868 - 1879.
Guðmundur dó 27. nóv. 1878 Gröf. Guðný
Björnsdóttir dó 25. okt. 1915 Rvík.
5. Guðni f. 25. des 1834 Brattholti d. 6. jan. 1835.
Guðlaug Filippusdóttir hfr. Brattholti dó 20. júlí
1845.
Guðni Runólfsson kvæntist í 4. sinn 31. maí 1847
Guðríði Vigfúsdóttur hinni yngri f. 12. júní 1796
Lambhúskoti Bisk. dóttur hjónanna V. Vigfússonar og
Katrínar Þorsteinsdóttur. Sonur Guðríðar var Asgrímur
Asgrímsson f. 31. okt. 1825 Bræðratungu, bóndi
Heimalandi Hraungerðissókn 1859 til dd. 10. jan.
1860. Heitkona Rannveig Guðmundsdóttir f. 8. okt.
1832 Skarfanesi Landssveit, d. 27. okt. 1908 Eystra-
Geldingaholti. Sjá Víkingslækjarætt gamla útgáfan
bls. 37. Guðni Runólfsson dó 29. apríl 1859 Brattholti.
Guðríður Vigfúsdóttir dó 24.júní 1859 Brattholti.
xxx
Alsystir Guðna í Brattholti var Guðrún f. 1771 d.
1843. Fyrri maður: Einar Hjaltested f. 1771 faktor
Akureyri 1801. Hann drukknaði á útsiglingu fyr-
ir Hornströndum 1802. Synir þeirra: Georg Pétur
bóndi, Olafur prestur og kennari, (sjá Borgf. æviskrár
o.fl. heimildir). Seinni maður Guðrúnar (1805) Björn
Olsen f. 1767 d. 1850 umboðsmaðurÞingeyrum. Áttu
nokkur böm. (Isl. æviskrár 241 - 242). Meðal barna-
barna Björns og Guðrúnar var Björn M. Olsen rektor
Reykjavíkurskóla svo prófessor við Háskóla íslands.
Önnur alsystir Guðna í Brattholti var Þorgerður f.
1776 d. 1857. Maður hennar var Jón Jónsson prest-
urf. 1772 d. 1866 Hann þjónaði Möðruvallaklaustri,
Stærra Árskógi en síðast Grenjaðarstað. Þorgerður
var miðkona síra Jóns. Frá þeim er mikil ætt.
Heimildir:
Kirkjubækur
Manntöl
Isl. æviskrár
Borgf. æviskrár
Lögréttumannatal
Sýslumannaævir
Kennaratal
Dalamenn
Hrunamenn byggðasaga
Landmannabók
Ættartölubækur Jóns Espólín
Skiptabækur Árnessýslu
Annarra heimilda er getið í texta.
Víða liggja vegamót
í 3. tbl. Fréttabréfsins var grein um Lambhól í
Skerjafirði og í 4. tbl. var grein um Ebenezershús
við Lindargötu í Reykjavík. Afkomendur þeirra
Ingibjargar og Ebenezers í Ebenezershúsi upp-
lýstu ritstjórann um að ýmsir hefðu leigt í
Ebenezershúsi í áranna rás, m.a. rithöfundurinn
Elías Mar (1924-2007). Við nánari eftirgrennsl-
an kom í ljós að Elías er kominn af Magnúsi
„stóra“ Eyleifssyni, (1797-1857) bónda í Engey
en Magnús Magnússon, sonur hans var fyrsti
bóndinn í Lambhól. Anna (1830-1879), syst-
ir Magnúsar í Lambhól var langamma Elíasar
Mar. Hún var móðir Guðrúnar Jónsdóttur,
(1863-1942) frá Hausastöðum á Álftanesi,
ömmu Elíasar Mar. Guðrún frá Hausastöðum
missti einkadóttur sína, Elísabetu Jónínu
Benediktsdóttur (1901-1925) úr bráðaberklum
þegar Elías litli var aðeins ársgamall og ólst hann
upp hjá ömmu sinni upp frá því. Elías Mar og
Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir, helsti heimildar-
maður greinanna um Lambhól og Ebenezershús
voru því fjórmenningar.
Við erum mikilvæg
Að vera á miðjum aldri er ábyrgðarstarf,
þá höfum við sýn til beggja átta, munum
foreldra, afa og ömmur, jafnvel langafa og
langömmur og mörg eigum við börn og
barnabörn, jafnvel barnabarnabörn. Enginn
hefur jafn víðtæka sýn á kynslóðirnar.
Það er þess vegna óendanlega mikilvægt
að við komum ættarfróðleiknum áfram til
yngri kynslóðanna. Segjum frá, sýnum og
skráum, ef enginn nennir eða hefur vit á að
hlusta.
Allt verður saga. Jafnvel minnstu hlut-
ir eða minningabrot geta yljað okkur, frætt
okkur og veitt okkur innsýn í liðna tíma,
styrkt rætur okkar, samheldni og skilning.
Það er fjársjóður.
Það er ekkert að lifa
-en að deyja!
http://www.ætt.is
21
aett@aett.is