Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Síða 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011
Fyrirspurn 5
Wíumættin
Ólafía G Wíum, (Ólafía G. Eliassen) er af Wíum
ættinni og hefur nýlega tekið upp þetta ættarnafn.
Hana langar mikið til þess að fræðast um ættingja
sína, afkomendur ættföðurins Jens Wíum. Ólafíu,
sem býr í Kaupmannahöfn, langar til þess að fræðast
um hvaðan í Danmörku Jens kom og einnig vill hún
fræðast um ættir hans í Danmörku.
Upplýsingar má senda á netfangið:info@aett.is
Fyrirspurn 6
Vega frænka
Earl Sande biður um upplýsingar um frænku sína
sem hann kallar Vega. Vega hét, segir hann, Veija
Lemgholt Lenngrut Ericksson. Afi Vegu var Erick
Sigurdsson. Bróðir hennar hét Oli, pabbi hennar
Johna og mamma hennar Ann Sigridur. Ann Sigridur
var fædd 2. janúar 1857 og dó 7. september 1946.
Faðir Vegu var Johna Ericksson. Hann var fæddur á
Raufarhöfn 13. maí 1860 og dó stuttu eftir 7. septem-
ber 1946. Ann og Johna bjuggu í elli sinni á Betel,
elliheimilinu í Gimli.
Ég held að íslenska nafnið hennar Vegu hljóti að
hafa verið Vega Johnadattur. Þau komu til Canada
1903, bjuggu um tíma í Winnipeg, fluttu þaðan til
Argyle og Wilde Oak, sem síðar var kallað Langruth,
og þar settust þau endanlega að. Oli bróðir Vegu var
fæddur 24. september 1890. Hann var skilinn eftir á
íslandi til þess að hugsa um afa sinn og ömmu og var
sendur á eftir foreldrum sínum 5-6 árum seinna. Ein
systir Vegu var Hilda eða Matthilda, önnur var Thora,
hún giftist Bob Beech frá Pilot Mound. Þriðja systir
Vegu var Margaret kölluð Mugga, hún giftist Steina
Isfield. Earl Sande biður um upplýsingar um fólkið
sitt á netfangið earlsande@telus.net
Þeir sem hafa svör við ofangreindum fyrirspurnum
eru beðnir að senda ritstjóranum afrit af svörunum, á
netfangið gudfragn@mr.is svo þau megi koma fleir-
um til góða.
Mæðukonan
Þegar farið er að kafa í lífshlaup fólks kemur margt
í ljós. Ævisaga Kristbjargar Jónsdóttur er raunasaga
sem ekki getur látið mann ósnortinn. Hún var fædd
á Búlandshöfða í Eyrarsveit 9. maí 1833, dóttir
Jóns Guðmundssonar bónda þar og vinnukonu hans
Guðrúnar Bjarnadóttur. Jón var kvæntur maður en
átti börn með vinnukonunni og gerði hana að bústýru
þó kona hans væri á heimilinu. Kristbjörg ólst upp á
Búlandshöfða hjá foreldrum sínum. Hún var komin
að Akurtröðum 12 ára sem sveitabarn, og svo ferm-
ist hún frá Vatnabúðum 1848, „sæmilega skýr og
skikkanleg“. Hún hefur verið áfram á Vatnabúðum
því hún er þar vinnukona 1850. Svo er hún vinnukona
á Skerðingsstöðum 1855 og þá er Jón Þorsteinsson
þar vinnumaður. Þá er komið að örlagavöldum í lífi
Kristbjargar sem voru synir Þorsteins í Móabúð.
Þorsteinn í Móabúð var tvíkvæntur og átti 10 börn með
hvorri konu og hann átti eina dóttur, Margréti, áður en
hann kvæntist, sem er formóðir flestra í Guðríðarætt.
Kristbjörg Jónsdóttir og Jón Þorsteinsson giftu sig í
Setbergskirkju 27. nóvember 1856. Þau eignuðust
4 börn; Ingibjörgu og Þorstein sem dóu ung, bæði
í sama mánuði, svo Ingimund Þorstein sem fæddist
sama ár og hin dóu, hann drukknaði þrítugur að aldri,
og Ingibjörgu fædda 1861, hún varð gömul kona.hús-
freyja á Kaldalæk í Ólafsvík. Þann 23. apríl 1861 fórst
bátur Þorsteins Jónssonar í Móabúð, hann og allir
hans menn drukknuðu, þar á meðal Jón sonur hans.
Þá var Kristbjörg orðin ekkja, með tvö börn á lífi.
Þá kemur til skjalanna Þorsteinn Þorsteinsson, bróð-
ir Jóns, þeir voru synir fyrri konu Þorsteins, Maríu
Jónsdóttur. Þau fara að eiga böm, hann og Kristbjörg
og eru búin að eiga tvö börn þegar þau gifta sig 18.
febrúar 1970, Maríu og Jón Jóhannes, svo eiga þau
Sigríði sama ár og þau gifta sig. María dó 40 ára
1902 á Laugarnesspítala, Jón Jóhannes dó ungbarn en
Sigríður varð 28 ára. Kristbjörg og Þorsteinn bjuggu
í nokkur ár í Oddsbúð, annars bjó hún alltaf í hús-
mennsku með mönnum sínum. Svo skall enn eitt reið-
arslagið yfir, Þorsteinn lést 21. desember 1877,40 ára,
úti í Lárkoti. Hún sá á eftir börnum sínum einu af öðru
og báðum mönnum. Haft var eftir Kristbjörgu að hana
hefði dreymt eitt sinn, að hún væri með höfuðið af
sjálfri sér, sat og var að skoða. Kristbjörg lést 4. maí
1908 í Móabúð og þegar hún dó átti hún eitt barn á
lífi og nokkur barnabörn. Hennar sorgarævi var lokið.
Allir þeir bæir sem hér koma fram eru í Eyrarsveit.
í desember 2010, Hólmfríður Gísladóttir
Syngja vel
í Morgunblaðinu nýlega vitnaði Hannes H.
Gissurarson í gömul ummæli um Islendinga.
Þar sagði hann að veitingaþjónn á krá í Kaup-
mannahöfn, sem íslendingar vöndu komur sín-
ar á í lok 19. aldar, skipti þeim til hægðarauka í
tvo hópa, Briemere og Blöndalare. Hann sagði:
„Briemerne, de er gode betalere, men dárlige
sangere. Blöndalerne, de er gode sangere men
dárlige betalere. Briemarnir greiða vel en syngja
illa. Blöndalarnir syngja vel, en greiða illa.
http://www.ætt.is
23
aett@aett.is