Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012 Ragnar Böðvarsson: „Hann var nú alltaf ætinn, sauðurinn“ Munnleg geymd á ekki alltafupp á pallborð- ið hjá frœðimönnum eða öðrum sem fást við gamlan fróðleik. A það bendir Ragnar Böðvarsson í grein sinni um varðveislu og áreiðanleika gamalla sagna og tilsvara. Dœmin um áreiðanleik munnlegrar geymdar eru þó mörg, það sannreyndi Ragnar eins og fram kemur í efirfarandi grein. Þó lét stað- festingin bíða eftir sér á aðra öld. Stundum er haft á orði að ættfræði sé heldur ómerkileg fræðigrein og verðskuldi raunar varla að bera það nafn. Gagnsemi hennar sé harla lítil; eng- inn hafi nokkur not af því að geta flett því upp í ein- hverju niðjatali hvaða Jón hafi verið faðir einhverrar löngu dauðrar Guðrúnar, eða hver hafi verið afi ein- hvers Páls, þó að Páll sá hafi kannski verið þekktur merkismaður. Flestir munu þó kannast við að ættfræðirannsókn- ir opna nokkuð oft glugga að athyglisverðum sjón- arhólum á vettvangi virðulegri vísindagreina, einkum sagnfræðinnar og greina sem henni eru tengdar á ein- hvern hátt, og til þeirra má t.d. sækja röksemdir í mál- um sem skiptar skoðanir eru um meðal fræðimanna. Eitt þeirra mála sem sagnfræðingar og aðrir áhugamenn um söguna deila nokkuð um öðru hverju, er áreiðanleiki sagna sem aðeins hafa geymst í minni manna, en byggja ekki á neinum rituðum heimildum. Sú skoðun er víst nokkuð útbreidd að lítt eða ekki sé að marka gamlar sagnir eða munnlegar heimildir sem teygja sig nokkra mannsaldra aftur í tímann. En rök Itafa einnig verið færð að því að munnleg geymd geti á stundum verið engu lakari en sú sem á blað er skráð. Og svo er rétt að hafa í huga að raunar er valt að treysta því að allar bókfestar frásagnir af allskonar atburðum, merkum eða ómerkum, séu fyllilega sam- kvæmar sannleikanum. Það er til dæmis ljóst að ekki er endilega öruggt að réttarskjöl segi nákvæmlega frá þeim atburðum sem réttarhaldið fjallar um. Það eitt er víst, eða á að vera víst, að á skjölunum birtist það sem sagt var í réttinum. Munnleg geymd Tímaritið Saga birti árið 1981 greinina Bréf til sögu eftir Arna Böðvarsson. Þar leiðir hann rök að því að frásagnir af örlagaríkum atburðum hafi getað varð- veist í minni manna, jafnvel öldum saman. Flann get- ur þess til dæmis að nöfn kaþólsks prests á Felli í Sléttuhlíð og fylgikonu hans hafi geymst með fólki í um það bil fjórar aldir (sjá Þjóðsögur Jóns Arnasonar III, 107-110). Þegar svo er varið geymd algengra mannanafna, má nærri geta að sérkennileg tilsvör gátu lifað býsna lengi, í sumum tilvikum efalítið í nokkra mannsaldra. Snilliyrði þau sem litríkar persónur ýmissa Islendingasagna létu gjarna falla gátu auðveldlega lif- að í frásögnum mann fram af manni. Þó er ekki fyrir það að synja að orðhagir sögumenn kunni stöku sinn- um hafa lagfært orðafarið í því skyni að skerpa aðeins á litbrigðum tungunnar. Lengra út á braut fornsagnanna hætti ég mér ekki, en sný mér að því sem átti að verða aðalefni þessa greinarkoms; hvemig grúsk áhugamanna um ættfræði getur orðið til þess að staðfesta að fáein kaldranaleg orð sögð í sunnlenskri sveit geyma talsvert á aðra öld vitneskju um dánarorsök manns úr þessari sömu sveit vestur í Utah og þannig lagt lítið lóð á vogarskálar þegar meta skal sannleiksgildi óskráðra heimilda. Elín og Jónas Á árunum 1994-1999 sat ég löngum við að kanna æviferil margra Austur-Landeyinga og gera þá grein fyrir honum að birta mætti í Landeyingabók sem kom svo fyrir augu almennings haustið 1999. Á bls. 117- 118 í bók þeirri er sagt frá Elínu Isleifsdóttur hús- freyju í Hallgeirseyjarhjáleigu og mönnum hennar báðum, Guðna Guðnasyni sem lést 1872 og seinni manni, Jónasi Jónssyni. Honum giftist Elín tæpu ári eftir lát Guðna og kann nútímamönnum sumum að sýnast að hún hafi unað undra skamma hríð í ekkjust- andi. En ámóta dæmi voru fjöldamörg fyrr á tíð, enda hlutu tilfinningar eins og eftirsjá og ást eða ástleysi að víkja fyrir þeirri köldu staðreynd að mannsafls var þörf til þess halda búskap áfram og heimilinu þann- ig saman. Sambúð þeirra Jónasar og Elínar varð hvorugu til yndis, en stóð þó í ellefu ár eða svo. Elínu er svo lýst að hún hafi verið valkvendi, góðgerðasöm mjög en fátæk lengst af, en Jónas var drykkfelldur og drukkinn var hann er hann ininntist dvalar sinnar í hjáleigunni á þennan veg: „Ekkert veit ég hvað Guð sá í því að láta mig að hjáleigunni". Hikaði svo andartak og bætti við: „En sko. Hann var að reyna, karlinn“. (Sjá nánar: Þórður Tómasson, Sagnagestur I bls. 29 og víðar.) Eitruð rót í Utah Jónas var horfinn frá Hallgeirseyjarhjáleigu og orðinn húsmaður á Arnarhóli í Vestur-Landeyjum við hús- vitjun haustið 1884 og þaðan flutti hann til Ameríku árið 1886. Engin tök hafði ég á því að finna dán- ardag hans, því að ég varð einskis um hann vísari í þeim ritum um Vestur-íslendinga sem ég hafði til- http://www.ætt.is 10 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.