Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í februar 2012 Ættir og störf Alkunna er að störf ganga í ættir eins og svo margt annað. Fréttabréfið mun í næstu blöðum birta nokk- ur dæmi um slíkt. Fyrr á öldum var ekki um auðugan garð að gresja hvað varðaði val á störfum. Flvað kon- unum við kom þá voru þær húsmæður eða vinnukon- ur. Ein og ein varð þó ljósmóðir. Fleira var ekki í boði. Karlmennirnir voru bændur og heldrimannasynirnir urðu margir prestar eða sýslumenn og síðar læknar. Hér má líta stutta samantekt um það hvernig lækn- isstarfið hefur fylgt ættmönnum og venslafólki Guðmundar Thoroddsen. Læknar Hér má sjá dæmi um skyldleika og tengsl lækna samkvæmt læknatalinu. Við Guðmund Thoroddsen lækni stendur m. a.: Guðmundur er faðir Skúla lækn- is Thoroddsen, bróðir Katrínar Thoroddsen lækn- is, afi Einars Thoroddsen læknis og Sveinbjörns Auðunssonar læknis og Kristín Leifsdóttir læknir er dótturdótturdóttirhans. Guðmundur Viggósson læknir er dóttursonur Guðmundar. Tengdasonur Guðmundar Foreldrar Guðmundar Thoroddsen voru Skúli Jónsson Thoroddsen, sýslumaður, bæjarfógeti, ritstjóri og alþingismaður á Isafirði, síðar bóndi, alþingismaður og ritstjóri á Bessastöðum á Alftanesi, Gullbr., og síð- ast í Reykjavík, fæddur 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916, og k.h. Theodóra Friörika Guðmundsdóttir Thoroddsen, húsfreyja og skáldkona, fædd 1. júlí 1863, dáin 23. febr. 1954. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Regína Magðalena Benediktsdóttir fædd 1887, dáin 1929. Þau eignuðust sjö börn, sex sem lifðu. Seinni kona hans var Siglín Guðmundsdóttir, fædd 1901, dáin 1966. Þau áttu einn son og eina kjördóttur, dótturdóttur Guðmundar. Viggóssonar læknis er Einir Jónsson læknir. Guðmundur er systursonur Olafs Guðmundssonar læknis, bróðursonur Þórðar Thoroddsen læknis, mág- ur Haraldar Jónssonar læknis, Halldórs Stefánssonar læknis og Jóns Benediktssonar læknis og tengdafaðir Auðunnar Kl. Sveinbjörnssonar læknis. Guðmundur og Pétur læknir Thoroddsen voru bræðrasynir og Guðnrundur og Samúel Thorsteinsson læknir voru systrasynir. Eyjólfur Guðmundsson læknir er bróð- urdóttursonur Guðmundar, Hildur Viðarsdóttir lækn- ir er systurdótturdóttir Guðmundar. Olafur Skúli Indriðason læknir er systurdóttursonur Guðnrundar. Jón Blöndal læknir og Guðnrundur voru tvímenning- ar. Guðmundur var svili Jónasar læknis Kristjánssonar og Guðmundur og Samúel Thorsteinsson læknir voru systrasynir. Guðmundur var tvímenningur við föður Þorvaldar Blöndal læknis og tvímenningur við nróð- ur Agnars Johnson læknis. Jónas Magnússon læknir er fv. maki bróðurdótturdóttur og Kristján Jónasson læknir er systursonur maka I. Kristján Sigurjónsson læknir er maki systursonardóttur og Lúðvík Olafsson læknir nraki systurdótturdóttur. Páll Blöndal læknir er maki föðursystur og Olafur Jónsson læknir bróð- ursonur maka. Anna Sóley ÞrándardóttirThoroddsen, barnabarn Guðnrundar, er læknir og Olafur Skúli Indriðason systurdóttursonur Guðmundar er lækn- Ásta Björt Thoroddsen tannlæknir, dóttir/dótt- urdóttir Guðmundar Thoroddsen, hefur góðfúslega yfirfarið og bætt við ofantöld tengsl og lánað Fréttabréfinu myndir af föður sínum. Fréttabréfið sendir Ástu Björt sínar bestu þakkir. http://www.ætt.is 12 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.